Frá Umhverfisstofnun

 • Fréttir
 • 10. júní 2018

Kæru sveitungar, nú er sumarvertíðin að fara af stað í landvörslu.
Gestastofan hefur verið opin frá áramótum en opnunartími í sumar
verður frá 8:30 – 18:00 alla daga vikunnar. Aðal markmið landvarða
er að upplýsa og fræða gesti svæðisins um náttúrufar og þær reglur
sem hér gilda.
Liður í þeirri upplýsingagjöf er að fara um hin friðlýstu svæði á kvöldin
og beina fólki á tjaldsvæði. Á verndarsvæðinu er öll gisting utan
tjaldsvæða óheimil og samkvæmt náttúruverndarlögum frá 2013 eiga
húsbílar og ferðavagnar að fara á merkt tjaldsvæði til gistingar þar sem
þjónusta á borð við sorpmóttöku og salernisaðstöðu er til staðar. Þó
landverðir geri sitt besta að ná til allra þá má alltaf gera betur, því
áréttum við á að öllum er heimilt að benda fólki á þær reglur sem gilda
á svæðinu. Landverðir beina brotum til lögreglu þegar tilefni er til.
Verkefni landvarða eru fjölbreytt en eitt þeirra er að hefta útbreiðslu
ágengra plöntutegunda, aðallega skógarkerfils og alaskalúpínu. Við 
hvetjum landeigendur til að leggja sitt af mörkum við að hefta
útbreiðsluna, en plönturnar sækja mjög í sig veðrið og fara yfir þann
gróður sem fyrir er á svæðunum. T.d. hefur lúpína hafið yfirreið sína
um bláberjalönd við Sandvatn ytra. Ef landeigendur óska liðsinnis
landvarða við að hefta útbreiðslu framandi plöntutegunda á
landareignum sínum bendum við þeim á að hafa samband.
Við tökum öllum ábendingum fagnandi. Hægt er að ná í okkur í síma
464 4460, með tölvupósti á myvatn@ust.is eða einfaldlega með því að
kíkja í kaffi að Hraunvegi 8.
Hafið það gott í sumar.
Arna, Davíð Örvar, Erla Diljá, Haraldur, Hilda og Hulda María
Landverðir Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Stjórnsýsla / 21. maí 2021

Fundadagatal 2020/2021

Fréttir / 30. mars 2020

Frestun á greiđslu fasteignagjalda

Fréttir / 29. janúar 2020

Helgihald í Skútustađaprestakalli vor 2020

Skólafréttir / 14. janúar 2019

Opiđ hús fyrir 6. - 9. bekk 16. janúar

Fréttir / 11. september 2018

Stundatafla fyrir íţróttahúsiđ komin út

Fréttir / 29. ágúst 2018

Útibú Lyfju Hlíđavegi 8

Fréttir / 26. júní 2018

Aukin sorpţjónusta viđ sumarhúseigendur

Fréttir / 10. júní 2018

Frá Umhverfisstofnun

Nýjustu fréttir

KOMDU ŢÍNU HEITI Á FRAMFĆRI!

 • Fréttir
 • 20. janúar 2022

Elskar ţú framfarir?

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

73. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. desember 2021