78. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. maí 2018

78. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 23. maí 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta tveimur málum við á dagskrá með afbrigðum:
Bókasafn: Viðauki - 1805020
Skólanefnd: Fundargerðir - 1611022
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 11 og 14 og færast önnur mál sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur: Ársreikningur 2017 - Seinni umræða - 1804049

Ársreikningur Skútustaðahrepps og stofnana hans fyrir árið 2017 er tekinn til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 16. maí síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu.
Endurskoðendur Skútustaðahrepps hafa áritað ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun.
Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða með undirritun sinni og felur sveitarstjóra að senda til innanríkisráðuneytisins.

2. Kjörskrá: Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 - 1805018

Á kjörskrá til sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 eru 322 í Skútustaðahreppi.
Sveitarstjórn samþykkir kjörskrárstofninn samhljóða. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar.

3. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri - 1703010

Þann 8. maí s.l. voru opnuð tilboð í skólaakstur til næstu þriggja ára að viðstöddum þeim tilboðsaðilum sem þess óskuðu. Lögð fram undirrituð fundargerð frá opnun tilboðanna ásamt tilboðunum sjálfum. Þrjú tilboð bárust:
Snow dogs:
Leið 2: 380 kr. á km.
Gísli Rafn Jónsson:
Leið 1: 485 kr. á km.
Leið 2: 746 kr. á km.
Egill Freysteinsson:
Leið 1: 390 kr. á km.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda í báðar leiðir, þ.e. Snow Dogs í leið 2 og Egils Freysteinssonar í leið 1, með þeim fyrirvara að lægstbjóðendur uppfylli kröfur reglugerðar Skútustaðahrepps um skólaakstur í dreifbýli sem og reglur um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009 með síðari breytingu. Þar segir m.a. að bifreið, sem notuð er í skólaakstri, skal uppfylla skilyrði til fólksflutninga samkvæmt lögum þar um, reglugerðum og settum reglum um öryggi farþega, gerð, búnað og notkun öryggis- og verndarbúnaðar og merkingu bifreiða sem í gildi eru á hverjum tíma. Þar segir einnig að bifreiðastjóri skólabifreiða skal hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau námskeið sem sérstaklega eru ætluð bifreiðastjórum fólksflutningabíla.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða út annan akstur en skólaakstur.

4. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Vegna breyttrar afmörkunar á svæði því sem tillaga að deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi ná til samþykkir sveitarstjórn að endurskoðuð skipulagstillaga með breyttri afmörkun og endurskoðaðri greinargerð deiliskipulagsins verði auglýstar að nýju samkvæmt 1. m.gr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar.

5. Hólmar Vogum: Umsókn um landskipti - 1805007

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. Vogar 2: Umsókn landskipti - 1805008

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

7. Vogar 4: Umsókn landskipti - 1805009

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

8. Skólaþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1805017

Lögð fram drög að samningi um samvinnu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umsagnar í skólanefnd.

9. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1803018

Lagður fram nýr samningur Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samningnum til félags- og menningarmálanefndar og svo til síðari umræðu í sveitarstjórn.

10. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Á 76. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2018 lagði umhverfisnefnd fram endurskoðaða Umhverfisstefnu Skútustaðahrepps. Leiðarljósið er að Skútustaðahreppur verði til fyrirmyndar meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfismálum þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Sveitarstjórn samþykkti að endurskoðuð umhverfisstefna færi í opinbert umsagnarferli. Skilafrestur umsagna var til 20. maí s.l. og bárust tvær skriflegar umsagnir, frá Sæmundi Þór Sigurðssyni og Landeigendafélagi Voga, og ein munnleg frá Inga Yngvasyni. Sveitarstjórn þakkar góðar ábendingar.
Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða umhverfisstefnu með áorðnum breytingum.

11. Bókasafn: Viðauki - 1805020

Lögð fram beiðni frá umsjónarmanni bókasafns um að auka fjárheimild til bókakaupa úr 200 í 250 þúsund kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hækka fjárheimild á lykli bókasafns (05-21-2020) til bókakaupa. Viðauki að upphæð 50.000 kr. (nr. 12 - 2018) verður fjármagnaður handbæru fé.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 48. fundar skipulagsnefndar dags. 14. maí 2018. Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 1, 4, 5 og 6 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 4 til 7.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

14. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Lögð fram fundargerð frá 24. fundi skólanefndar dags. 22. maí 2018. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

15. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 305. fundar stjórnar Eyþings dags. 2. maí 2018 lögð fram.

16. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð 19. forstöðumannafundar Skútustaðahrepps dags. 22. maí 2018 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020