Fjarskiptafélag Mývatnssveitar selt til Tengis – Gjaldskráin lćkkar um 33,5%

 • Fréttir
 • 17. maí 2018

Á fundi sveitarstjórnar 16. maí 2018 var lagður fram samningur um sölu á öllu hlutafé í Fjarskiptafélagi Mývatnssveitar ehf. (,,FMÝ”) til Tengis hf. (,,Tengir”) í kjölfar útboðsferlis en Skútustaðahreppur á 62,0% hlutafjár í félaginu. Einnig var lagður fram samningur um framlag Skútustaðahrepps til FMÝ til niðurgreiðslu á stofnmannvirkjum félagsins sem skili sér í lækkun á mánaðarlegu aðgangsgjaldi ljósleiðara til heimila í Mývatnssveit.
Magnús Kristjánsson, verkefnastjóri hjá KPMG, var í síma og fór yfir samningana og svaraði fyrirspurnum.

Veturinn 2012 varð mikið tjón á raflínum í Mývatnssveit og þá var ákveðið að leggja allar línur í jörðu umhverfis Mývatn. Tækifærið sem í þessum framkvæmdum fólst var nýtt og ljósleiðari lagður samhliða rafstrengnum. Bæði Skútustaðahreppur og Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. höfðu lagt í framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu en ákváðu á vordögum 2014 að sameinast um rekstur ljósleiðarakerfisins í Mývatnssveit og FMÝ var stofnað. Báðir aðilar lögðu sín kerfi sem og eignir inn í hið nýstofnaða félag og samkomulag um eignarhald tók m.a. mið af áætluðu kostnaðarverði þeirra eigna sem hvor aðili um sig lagði fram. Samkomulag varð um að Skútustaðahreppur eignaðist 62,0% hlut í félaginu en Landeigendur Reykjahlíðar 38,0%. Tilgangur félagsins var eignarhald, rekstur og útleiga á ljósleiðarakerfi, fjarskiptaþjónusta og annar skyldur rekstur. Ljósleiðaravæðingu Mývatnssveitar var vel tekið og er inntak nánast í öllum húsum í sveitarfélaginu. Hér var um algjöra byltingu að ræða fyrir íbúa, stofnanir og fyrirtæki í Skútustaðahreppi. Stofntengigjaldi FMÝ var í upphafi haldið í lágmarki eða 50.000 fyrir hverja tengingu til að fá sem flesta inn. Í dag er tengigjaldið 250.000 kr. Mánaðarlegt aðgangsgjald ljósleiðarans til heimila hjá FMÝ hefur ávallt verið í hærri kantinum miðað við önnur sveitarfélög og er nú 4.500 kr. borið saman t.d. við 2.990 kr. hjá Tengi hf.
Á stjórnarfundi FMÝ ehf. 21. september 2017 samþykkti stjórn FMÝ ehf. að fara í söluferli með félagið ,,fáist ásættalegt verð fyrir félagið" eins og sagði í fundargerð. Samið var við KPMG um að hafa umsjón með söluferlinu. Í lok mars s.l. var óskað eftir óskuldbindandi tilboðum frá fjárfestum að undangengnu verðmati á félaginu. Þrjú tilboð bárust frá tveimur fyrirtækjum og á stjórnarfundi FMÝ þann 10. apríl s.l. var ákveðið að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Tengi, um hugsanleg kaup á félaginu. Samningar náðust við Tengi og er heildarvirði FMÝ metið 101 milljón króna í viðskiptunum en frá þeirri fjárhæð dragast skuldir félagsins en handbært fé bætist við. Söluverð hlutanna jafngildir genginu 0,87 kr. á hvern hlut.
Skútustaðahreppur selur hluti sína í FMÝ með það að leiðarljósi að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins. Samhliða sölunni til Tengis skuldbindur sveitarfélagið sig til að leggja til skilyrt framlag til FMÝ að fjárhæð 27,6 m.kr. til þess að tryggja að gjaldskrá til íbúa sveitarfélagsins verði sambærileg við gjaldskrá Tengis í öðrum sveitarfélögum, samkvæmt fyrirliggjandi samningi. Eins og áður hefur verið vikið að hefur mánaðarlegt aðgangsgjald ljósleiðarans til heimila hjá FMÝ ávallt verið í hærri kantinum. Með framlagi Skútustaðahrepps lækkar gjaldskrá fyrir íbúa Mývatnssveitar úr 4.500 kr. í 2.990 kr. eða 33,5% við mánaðarmótin eftir undirritun samnings.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðuna og hversu vel tókst til með söluferlið. Eignarhald og rekstur fjarskiptafélags er ekki hluti af kjarnastarfsemi sveitarfélagsins. Hins vegar var aðkoma sveitarfélagsins að lagningu ljósleiðarakerfisins í upphafi forsenda þess að hægt var að fara út í slíkar framkvæmdir og sveitarfélagið gengur því stolt frá borði.
Áætluð áhrif af sölu Skútustaðahrepps á hlutum í FMÝ eru eftirfarandi.
- Áætluð nettógreiðsla til sveitarfélagsins, 10,7 millj. kr.
- Bókfært tap af sölu hlutabréfa 4,4 millj. kr.
- Eignfært stofnframlag til FMÝ 27,6 millj. kr.
- Áætluð árleg afskrift stofnframlags 2,8 millj. kr. (afskrifað á 10 árum).
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi samninga og felur sveitarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. janúar 2019

Dagskrá 12. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 16. janúar 2019

ŢORRABLÓT 2019

Fréttir / 11. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 7. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 2. janúar 2019

Dagskrá 11. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 2. janúar 2019

Ný lög um lögheimili og ađsetur

Fréttir / 27. desember 2018

Flugeldasýning og áramótabrenna

Fréttir / 21. desember 2018

Jóla- og nýárskveđjur

Fréttir / 20. desember 2018

Guđsţjónustur um hátíđarnar

Fréttir / 20. desember 2018

Jólabingó Mývetnings

Fréttir / 20. desember 2018

Frá velferđarsjóđi Ţingeyinga

Fréttir / 20. desember 2018

Jólaball í Skjólbrekku

Fréttir / 20. desember 2018

Jólakveđja

Nýjustu fréttir

Hitaveituálestur

 • Fréttir
 • 21. janúar 2019

Dósasöfnun nemenda Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 16. janúar 2019

Hamingjukönnun fyrir Skútustađahrepp

 • Fréttir
 • 15. janúar 2019

OPNUNARHÁTÍĐ VAĐLAHEIĐARGANGA

 • Fréttir
 • 11. janúar 2019

Heitavatnslaust í Birkihrauni um stund.

 • Fréttir
 • 9. janúar 2019

Ýmsar upplýsingar

 • Fréttir
 • 7. janúar 2019

Sorphirđudagatal 2019

 • Fréttir
 • 6. janúar 2019

Gleđilegt ár

 • Fréttir
 • 2. janúar 2019

Flugeldasala

 • Fréttir
 • 27. desember 2018