68,5 m.kr. rekstrarafgangur Skútustađahrepps – Jafnvćgi komiđ á reksturinn

 • Fréttir
 • 17. maí 2018

Ársreikningur Skútustaðahrepps og stofnana fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Skútustaðahrepps 26. maí. Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar
ársins 2017 og svaraði fyrirspurnum.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 52,8 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 38,7 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum reikningsskilum A og B hluta, var jákvæð um 68,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 47,0 milljónum króna í afgang.
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar var 33,8 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs voru 7,8 milljónum króna lægri en áætlun.
- Aðrar tekjur voru 34,9 milljónum króna hærri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld voru 21,9 milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður var 12,4 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir voru 4,4 milljónum króna hærri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru 3,9 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta voru 685,3 milljónir króna og hækkuðu um 81,8 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 242,4 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding nam 70,2 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 1,3 milljónir króna. Langtímaskuldir lækkuðu um 7,8 milljónir króna á milli ára, eða úr 74,1 í 66,3 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam 442,9 milljónum króna og hækkaði um 89,6 milljónir króna á milli ára og var eiginfjárhlutfall 64,6%.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nam 46,6% af reglulegum tekjum saman borið við 54,9% 2016. Veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 88,5 milljónum króna (aukning um 7,8 m.kr. á milli ára) sem er 17,0% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 81,1 milljónum króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2017, 86,8 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 61,9 milljónum króna.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 7,2 milljónir króna.
Handbært fé í árslok 2017 var 6,7 milljónir króna.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður ársreiknings fyrir árið 2017 sem staðfestir að mikill árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Ljóst er að jafnvægi er komið á í rekstrinum og því kominn grunnur að frekari sókn til framtíðar. Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir að hafa lagt hér hönd á plóg.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Skútustaðahrepps og stofnana hans fyrir árið 2017 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Nokkrar staðreyndir úr ársreikningi 2017:
- Veltufé frá rekstri nam 88,5 millj. kr. á árinu, samanborið við 80,7 millj. kr. á fyrra ári.
- Handbært fé frá rekstri nam 84,4 millj. á árinu
- Laun og launatengd gjöld námu 45% af heildartekjum sveitarfélagsins.
- Framlegðarhlutfall ársins 2017 nam 19% samanborið við 15% á fyrra ári.
- Varanlegir rekstrarfjármunir; hækkun ársins nam 79,1 millj. kr. vegna fjárfestinga sem eru umfram afskriftir og sölu ársins.
- Eigið fé nam 442,9 millj. kr. í árslok 2017, samanborið við 353,3 millj. kr. árið áður.
- Eiginfjárhlutfall nam 65% í árslok.
- Framlegðarhlutfall ársins nam 19% samanborið við 15% á fyrra ári.
- Útsvar og fasteignaskattur ársins námu 343,3 millj. kr. samanborið við 291,6 millj. kr. árið áður. Það svarar til 18% hækkunar á milli ára.
- Skuldir A og B hluta við lánastofnanir námu samtals 74,7 millj. kr. og skiptast í langtímalán að fjárhæð 66,3 millj. kr. og næsta árs afborganir langtímalána að fjárhæð 8,5 millj. kr.
- Fræðslu og uppeldismál taka til sín stærsta hluta rekstrar aðalsjóðs eða 45% sem er sambærilegt og 2015.
- Æskulýðs- og íþróttamál taka 7% af rekstrinum og lækkar um 9,5% frá 2015, ástæðan er fyrst og fremst sparnaður við lokun sundlaugarinnar í ársbyrjun 2016.
- Félagsþjónusta er 4,7% af rekstrinum, menningarmál 4,6, umhverfismál 3,5 og sameiginlegur kostnaður 18,2%, svo eitthvað sé nefnt.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. janúar 2019

Dagskrá 12. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 16. janúar 2019

ŢORRABLÓT 2019

Fréttir / 11. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 7. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 2. janúar 2019

Dagskrá 11. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 2. janúar 2019

Ný lög um lögheimili og ađsetur

Fréttir / 27. desember 2018

Flugeldasýning og áramótabrenna

Fréttir / 21. desember 2018

Jóla- og nýárskveđjur

Fréttir / 20. desember 2018

Guđsţjónustur um hátíđarnar

Fréttir / 20. desember 2018

Jólabingó Mývetnings

Fréttir / 20. desember 2018

Frá velferđarsjóđi Ţingeyinga

Fréttir / 20. desember 2018

Jólaball í Skjólbrekku

Fréttir / 20. desember 2018

Jólakveđja

Nýjustu fréttir

Hitaveituálestur

 • Fréttir
 • 21. janúar 2019

Dósasöfnun nemenda Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 16. janúar 2019

Hamingjukönnun fyrir Skútustađahrepp

 • Fréttir
 • 15. janúar 2019

OPNUNARHÁTÍĐ VAĐLAHEIĐARGANGA

 • Fréttir
 • 11. janúar 2019

Heitavatnslaust í Birkihrauni um stund.

 • Fréttir
 • 9. janúar 2019

Ýmsar upplýsingar

 • Fréttir
 • 7. janúar 2019

Sorphirđudagatal 2019

 • Fréttir
 • 6. janúar 2019

Gleđilegt ár

 • Fréttir
 • 2. janúar 2019

Flugeldasala

 • Fréttir
 • 27. desember 2018