77. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 16. maí 2018

77. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 16. maí 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Anton Freyr Birgisson og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Ársreikningur 2017 - 1804049

Ársreikningur Skútustaðahrepps og stofnana fyrir árið 2017 er lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2017 og svaraði fyrirspurnum.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 52,8 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 38,7 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum reikningsskilum A og B hluta, var jákvæð um 68,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 47,0 milljónum króna í afgang.
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar var 33,8 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs voru 7,8 milljónum króna lægri en áætlun.
- Aðrar tekjur voru 34,9 milljónum króna hærri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld voru 21,9 milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður var 12,4 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir voru 4,4 milljónum króna hærri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru 3,9 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta voru 685,3 milljónir króna og hækkuðu um 81,8 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 242,4 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding nam 70,2 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 1,3 milljónir króna. Langtímaskuldir lækkuðu um 7,8 milljónir króna á milli ára, eða úr 74,1 í 66,3 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam 442,9 milljónum króna og hækkaði um 89,6 milljónir króna á milli ára og var eiginfjárhlutfall 64,6%.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nam 46,6% af reglulegum tekjum saman borið við 54,9% 2016. Veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 88,5 milljónum króna (aukning um 7,8 m.kr. á milli ára) sem er 17,0% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 81,1 milljónum króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2017, 86,8 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 61,9 milljónum króna.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 7,2 milljónir króna.
Handbært fé í árslok 2017 var 6,7 milljónir króna.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með niðurstöður ársreiknings fyrir árið 2017 sem staðfestir að mikill árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Ljóst er að jafnvægi er komið á í rekstrinum og því kominn grunnur að frekari sókn til framtíðar. Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir að hafa lagt hér hönd á plóg.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Skútustaðahrepps og stofnana hans fyrir árið 2017 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar - 1612002

Lagður fram samningur um sölu á öllu hlutafé í Fjarskiptafélagi Mývatnssveitar ehf. ("FMÝ") til Tengis hf. ("Tengir") í kjölfar útboðsferlis en Skútustaðahreppur á 62,0% hlutafjár í félaginu. Einnig lagður fram samningur um framlag Skútustaðahrepps til FMÝ til niðurgreiðslu á stofnmannvirkjum félagsins sem skili sér í lækkun á mánaðarlegu aðgangsgjaldi ljósleiðara til heimila í Mývatnssveit.
Magnús Kristjánsson, verkefnastjóri hjá KPMG, var í síma og fór yfir samningana og svaraði fyrirspurnum.
Veturinn 2012 varð mikið tjón á raflínum í Mývatnssveit og þá var ákveðið að leggja allar línur í jörðu umhverfis Mývatn. Tækifærið sem í þessum framkvæmdum fólst var nýtt og ljósleiðari lagður samhliða rafstrengnum. Bæði Skútustaðahreppur og Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. höfðu lagt í framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu en ákváðu á vordögum 2014 að sameinast um rekstur ljósleiðarakerfisins í Mývatnssveit og FMÝ var stofnað. Báðir aðilar lögðu sín kerfi sem og eignir inn í hið nýstofnaða félag og samkomulag um eignarhald tók m.a. mið af áætluðu kostnaðarverði þeirra eigna sem hvor aðili um sig lagði fram. Samkomulag varð um að Skútustaðahreppur eignaðist 62,0% hlut í félaginu en Landeigendur Reykjahlíðar 38,0%. Tilgangur félagsins var eignarhald, rekstur og útleiga á ljósleiðarakerfi, fjarskiptaþjónusta og annar skyldur rekstur. Ljósleiðaravæðingu Mývatnssveitar var vel tekið og er inntak nánast í öllum húsum í sveitarfélaginu. Hér var um algjöra byltingu að ræða fyrir íbúa, stofnanir og fyrirtæki í Skútustaðahreppi. Stofntengigjald FMÝ var í upphafi haldið í lágmarki eða 50.000 fyrir hverja tengingu til að fá sem flesta inn. Í dag er tengigjaldið 250.000 kr. Mánaðarlegt aðgangsgjald ljósleiðarans til heimila hjá FMÝ hefur ávallt verið í hærri kantinum miðað við önnur sveitarfélög og er nú 4.500 kr. borið saman t.d. við 2.990 kr. hjá Tengi hf.
Á stjórnarfundi FMÝ ehf. 21. september 2017 samþykkti stjórn FMÝ ehf. að fara í söluferli með félagið "fáist ásættalegt verð fyrir félagið" eins og sagði í fundargerð. Samið var við KPMG um að hafa umsjón með söluferlinu. Í lok mars s.l. var óskað er eftir óskuldbindandi tilboðum frá fjárfestum að undangengnu verðmati á félaginu. Þrjú tilboð bárust frá tveimur fyrirtækjum og á stjórnarfundi FMÝ þann 10. apríl s.l. var ákveðið að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Tengi, um hugsanleg kaup á félaginu. Samningar náðust við Tengi og er heildarvirði FMÝ metið 101 milljón króna í viðskiptunum en frá þeirri fjárhæð dragast skuldir félagsins en handbært fé bætist við. Söluverð hlutanna jafngildir genginu 0,87 kr. á hvern hlut.
Skútustaðahreppur selur hluti sína í FMÝ með það að leiðarljósi að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins. Samhliða sölunni til Tengis skuldbindur sveitarfélagið sig til að leggja til skilyrt framlag til FMÝ að fjárhæð 27,6 m.kr. til þess að tryggja að gjaldskrá til íbúa sveitarfélagsins verði sambærileg við gjaldskrá Tengis í öðrum sveitarfélögum, samkvæmt fyrirliggjandi samningi. Eins og áður hefur verið vikið að hefur mánaðarlegt aðgangsgjald ljósleiðarans til heimila hjá FMÝ ávallt verið í hærri kantinum. Með framlagi Skútustaðahrepps lækkar gjaldskrá fyrir íbúa Mývatnssveitar úr 4.500 kr. í 2.990 kr. eða 33,5% við mánaðarmótin eftir undirritun samnings.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðuna og hversu vel tókst til með söluferlið. Eignarhald og rekstur fjarskiptafélags er ekki hluti af kjarnastarfsemi sveitarfélagsins. Hins vegar var aðkoma sveitarfélagsins að lagningu ljósleiðarakerfisins í upphafi forsenda þess að hægt var að fara út í slíkar framkvæmdir og sveitarfélagið gengur því stolt frá borði.
Áætluð áhrif af sölu Skútustaðahrepps á hlutum í FMÝ eru eftirfarandi.
- Áætluð nettógreiðsla til sveitarfélagsins, 10,7 millj. kr.
- Bókfært tap af sölu hlutabréfa 4,4 millj. kr.
- Eignfært stofnframlag til FMÝ 27,6 millj. kr.
- Áætluð árleg afskrift stofnframlags 2,8 millj. kr. (afskrifað á 10 árum).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samninga og felur sveitarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.
Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðsu málsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020