Sveitarstjórapistill nr. 34 kominn út - 16. maí 2018

  • Fréttir
  • 16. maí 2018

Sveitarstjórapistill nr. 34 er kominn út í dag 16. maí 2018 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í morgun. Í pistlinum er m.a. fjallað um ársreikning síðasta árs og sölu á öllu hlutafé í Fjarskiptafélagi Mývatnssveitar. Afar ánægjulegt er að sjá góða afkomu sveitarfélagsins þar sem viðsnúningur í rekstrinum er mikill frá upphafi kjörtímabilsins. Einnig er það afar jákvætt í tengslum við söluna á Fjarskiptafélaginu að notendur ljósleiðaratenginga í Mývatnssveit skuli strax nóta góðs af sölunni því gjaldskrá mun lækka strax um 33,5%.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

 

Sveitarstjórapistill nr. 34 - 16. maí 2018

Deildu ţessari frétt