48. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 14. maí 2018

Skipulagsnefnd – 14.05.2018. 48. fundur 14. maí 2018, kl. 13:00-15:10

Fundarstaður: Skrifstofa Skútustaðahrepps

Fundarmenn:                            Starfsmenn:

Helgi Héðinsson, formaður.        Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri (fundarritari)
Arnrþúður Dagsdóttir
Birgir Steingrímsson                    Bjarni Reykjalín,skipulags- og byggingarfulltrúi
Selma Ásmundsdóttir                  Guðjón Vésteinsson, verðandi skipulagsfulltrúi.
Pétur Snæbjörnsson

Dagskrá:

 1. Jarðböðin. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.
 2. Gerð vegar og bílastæða vestan Hverfjalls. Beiðni um umsögn.
 3. Lyngholt Vogum. Umsókn um byggingarleyfi.
 4. Hólmar. Umsókn um landskipti.
 5. Vogar 2. Umsókn um landskipti.
 6. Vogar 4. Umsókn um landskipti
 7. Léttsteypan, lóð í Bjarnarflagi. Afturköllun byggingarleyfis.
 8. Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Skipulagslýsing vegna breytinga.
 9. Skýrsla skipulags- og byggingarfulltrúa.

1. Jarðböðin. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi. S20161201

Tekið fyrir að nýju en á fundi nefndarinnar 26. febrúar s.l. fól hún skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa samhliða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Tillögurnar voru auglýstar fá og með 2. mars með athugasemdafresti til og með 13. apríl 2018.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Landeigendafélagi Voga, Þórhalli Kristjánssyni, Björk í Vogum, Þóroddi Þóroddssyni, Fjólugötu 18, 600 Akureyri, Fjöreggi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE), Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Umhverfisstofnun (UST) og Vegagerðinni.

Lagðar fram athugasemdir til kynningar.
Vegna breytinga á afmörkun svæðisins leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að endurskoðuð skipulagstillaga verði auglýst að nýju samkvæmt 1. m.gr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Gerð vegar og bílastæða vestan Hverfjalls. Beiðni um umsögn. S20130503

Erindi dagsett 13. apríl 2018 frá Skipulagsstofnun vegna erindis sem Landeigendur Voga hafa sent Skipulagsstofnun um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum er óskað eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á hvort Skútustaðahreppur telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögninni komi fram eftir því sem við á hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Þá bendir nefndin á að fyrirhuguð framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi af hálfu Skútustaðahrepps í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

3. Lyngholt Vogum. Umsókn um byggingarleyfi

S20180501

Erindi dagsett 7. maí 2018 frá Jakob Stefánssyni og Eddu Stefánsdóttur, Skútahrauni 18, 660 Mývatni þar sem þau sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílskúr á lóðinni Lyngholti í Vogum, skv. meðfylgjandi teikningum eftir Örn Sigurðsson og Yngva Ragnar Kristjánsson, byggingartæknifræðinga.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu, en þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

4. Hólmar Vogum. Umsókn landskipti

S20180502

Umsókn dagsett 18. apríl 2018 frá Hjördísi Albertsdóttur, Hólmum í Vogum, þar sem hún sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta út úr nýrri 2000 m² lóð, Villigarði, í óskiptu landi Hólma, Voga 2 og Voga 4 skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðaruppdrætti dagsettum 10. apríl 2018 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og Þinglýsingarvottorði yfir jörðina Hólma.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

5. Vogar 2. Umsókn landskipti

S20180503

Umsókn dagsett 18. apríl 2018 frá Gunnari Rúnari Péturssyni, Vogum 2 þar sem hann sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta út úr nýrri 2000 m² lóð, Villigarði, í óskiptu landi Hólma, Voga 2 og Voga 4 skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðaruppdrætti dagsettu 10. apríl 2018 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og Þinglýsingarvottorði yfir jörðina Voga 2.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

6. Vogar 4. Umsókn landskipti

S20180504

Umsókn dagsett 18. apríl 2018 frá Lilju Árelíusdóttur, Hrafnagilsstræti 31, 600 Akureyri, þar sem hún sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta út úr nýrri 2000 m² lóð, Villigarði, í óskiptu landi Hólma, Voga 2 og Voga 4 skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðaruppdrætti dagsettu 10. apríl 2018 frá Búgarði , útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og Þinglýsingarvottorði yfir jörðina Voga 4..

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

7. Léttsteypan, lóð í Bjarnarflagi. Afturköllun byggingarleyfis.

B20170606

Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf út byggingarleyfi fyrir skemmubyggingu til Léttsteypunnar ehf þann 7. mars s.l. á lóð í Bjarnarflagi sem nefnist Léttsteypan. Einn eigandi núverandi bygginga á lóðinni kærði útgáfu byggingarleyfisins til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á stöðvun framkvæmda. Bráðabirgðaúrskurði nefndarinnar frá 17. mars s.l. var eftirfarandi:

Úrskurðarorð: Framkvæmdir samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi skulu stöðvaðar á meðan mál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni.

Lögmaður Skútustaðahrepps sem gætt hefur hagsmuna sveitarfélagsins í þessu máli leggur til að fyrrnefnt byggingarleyfi verði dregið til baka þar sem talið er að Léttsteypan ehf hafi sótt um byggingarleyfið á röngum forsendum og hafi ekki geta sýnt fram á að fyrirtækið hafi yfir lóðarréttindum að ráða, sbr. meðfylgjandi drög að Tilkynningu um afturköllun byggingarleyfis frá Jóni Jónssyni hrl. hjá Sókn lögmannsstofu.

Skipulagsnefnd telur að með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi sé rétt að draga útgefið byggingarleyfi til baka þar sem handhafi leyfisins hafi ekki getað sýnt fram á að Léttsteypan ehf hafi yfir tilskildum lóðarréttindum að ráða til útgáfu byggingarleyfis. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna afturköllunar á byggingarleyfinu.

8. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2014. Skipulagslýsing vegna breytinga. S20180503

Erindi dagsett 11. maí 2018 frá Þresti Friðfinnssyni, formanni Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, þar sem gerð er grein fyrir því að unnið sé að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 sem staðfest var 21.1.2014. Óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps um lýsinguna sbr. 23. gr. skipulagslaga.

Erindið lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd Skútustaðhrepps frestar erindinu þar sem gögnin bárust ekki í tæka tíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir framlengingu á umsagnarfresti til 1. júlí n.k.

9. Skýrsla skipulags- og byggingarfulltrúa.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 15.10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur