Vel sóttur og fróđlegur íbúafundur um húsnćđismál

  • Fréttir
  • 11. maí 2018

Á dögunum var haldinn afar áhugaverður íbúafundur um húsnæðismál í sveitarfélaginu. Eins og sjá má á myndinni var aðsóknin mjög góð sem endurspeglar kraftinn í samfélaginu og bjartsýni fyrir framtíðinni. Aðdragandi fundarins var að sveitarstjórn samþykkti húsnæðisáætlun í nóvember þar sem staðan var kortlögð. Í framhaldi af því hefur verið fundað með verktökum og áhugasömum aðilum.

Ákveðið var að halda íbúafund með yfirskriftinni Hefur þú áhuga á því að kaupa íbúðarhúsnæði? Sveitarstjóri kynnti þar Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps, þrír verktakar/aðilar kynntu hugmyndir um uppbyggingu í Klappahrauni og Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Íslandsbanki kynntu möguleika á fjármögnun fyrir einstaklinga. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að frekari uppbyggingu í Klappahrauni. Nokkrir rekstraraðilar eru í startholunum að taka þátt í verkefninu og vonandi munu íbúar sjá hag sinn í því að vera með.

Áhugasamir aðilar eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið thorsteinn@skutustadahreppur.is svo hægt sé að kortleggja eftirspurnina og taka ákvörðun um næstu skref.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2019

Tilbođ óskast í Birkihraun 9

Fréttir / 18. febrúar 2019

Öflugur fundur um Umferđaröryggismál

Fréttir / 13. febrúar 2019

Uppfćrđar viđmiđunarreglur um snjómokstur

Fréttir / 7. febrúar 2019

Dagskrá 13. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 25. janúar 2019

Opiđ hús hjá Björgunarsveitinni Stefáni

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- nursery school teacher

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- Special Education Manager

Fréttir / 23. janúar 2019

Ađstođ í eldhúsi viđ Reykjahliđarskóla

Fréttir / 21. janúar 2019

Hitaveituálestur