Sveitarfélagiđ selur hlut sinn í Jarđböđunum

  • Fréttir
  • 11. maí 2018

Á vordögum 2015 barst óformleg fyrirspurn til sveitarstjórnar um vilja til sölu á 5,86% hlut Skútustaðhrepps í Jarðböðunum, fyrir um 50-70 m.kr. Því var hafnað af hálfu sveitarstjórnar. Hins vegar hreyfði erindið við málinu á vettvangi sveitarstjórnar enda er eignarhald á hlut í slíku félagi og rekstur slíks fyrirtækis ekki hluti af kjarnastarfsemi sveitarfélagsins. Þar að auki lá fyrir að ýmis brýn uppbyggingarverkefni biðu sveitarfélagsins á næstu misserum. Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þann 14.12 2016 var eftirfarandi bókað:

„Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum
Lögð fram tillaga um sölu hlutafjár Skútustaðahrepps í Jarðböðunum hf. ef viðunandi verð fæst. Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra og oddvita falið framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum."

Leiðarljósið í söluferli sveitarstjórnar var að hafa ferlið opið og gegnsætt í þeim tilgangi að hámarka hlut sveitarfélagsins og þar með íbúa Skútustaðahrepps í Jarðböðunum hf.
Í kjölfarið var farið fram á það við stjórn Jarðbaðanna hf. að gert yrði verðmat á félaginu sem stjórnin samþykkti. KPMG var ráðið til verksins. Niðurstaða verðmatsins lá fyrir í apríl 2017 og var eignarhlutur Skútustaðahrepps metinn á 168,3 m.kr.
Í framhaldinu ákvað sveitarstjórn að láta gera sitt eigið verðmat á félaginu og fá til þess óháðan aðila. Eftir verðkönnun var samið við Íslandsbanka um verðmatið. Það lá fyrir í maí 2017 og var eignarhlutur Skútustaðahrepps metinn á 206,5 m.kr., eða 22,7% hærri en verðmat stjórnar félagsins, en einnig var kynnt næmnigreining sem sýndi breytilegar sviðsmyndir eftir forsendum. Virði félagsins var metið með hefðbundinni sjóðstreymisaðferð og byggðist á upplýsingum um núverandi rekstur félagsins ásamt framtíðarhorfum, þá sér í lagi með tilliti til stækkunaráforma.
Í framhaldi af því að þessi tvö verðmöt lágu fyrir, var á fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 samþykkt að auglýsa hlut sveitarfélagsins í Jarðböðunum hf. opinberlega til sölu. Það var gert með það að markmiði að greina raunverulegt markaðsvirði hlutarins og  hámarka hlut sveitarfélagsins og þar með íbúa Skútustaðahrepps í félaginu. Samið var við Íslandsbanka um söluferlið.
Þann 10. janúar síðastliðinn var hlutur sveitarfélagsins og fleiri hluthafa auglýstur til sölu í Markaðinum (fylgiriti Fréttablaðsins) og á heimasíðum sveitarfélagsins og Íslandsbanka. Var áhugasömum aðilum gefinn kostur á að óska eftir upplýsingum til og með 31. janúar. Eftir viðtöku fjárfestakynningar var áhugasömum aðilum gefinn frestur til að skila inn skuldbindandi tilboðum fyrir klukkan 16:00 þann 14. febrúar.
Tvö tilboð bárust í allan hlut sveitarfélagsins og tvö tilboð í minni hlut. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. febrúar 2018 að taka hæsta tilboðinu fyrir 5,86% hlut sveitarfélagsins, sem var upp á 263,7 m.kr. Tilboðið kom frá aðila sem ekki var hluthafi í félaginu og reyndist það 27% hærra en verðmatið sem sveitarfélagið hafði látið gera og 56,7% hærra en verðmatið sem stjórn Jarðbaðanna lét vinna. Samkvæmt 7. gr. samþykkta Jarðbaðanna hf. hefur stjórn félagsins forkaupsrétt fyrir hönd félagsins að fölum hlutum. Að félaginu frágengnu hefur hluthafi forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Stjórnin féll frá forkaupsrétti en þrír hluthafar, Tækifæri hf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Landsvirkjun nýttu sér forkaupsréttinn og gengu því inn í tilboð hæstbjóðanda í hlutfalli við hlutafjáreign sína.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðuna og hversu vel tókst til með söluferlið. Heildar söluverðmæti 5,86% eignarhlutar Skútustaðahrepps í Jarðböðunum var 263,7 m.kr. en að frádregnum 22% fjármagnstekjuskatti og söluþóknun er hreinn söluhagnaður 195 m.kr.
Á fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 var lagt til í minnisblaði að söluhagnaðinum yrði ráðstafað með eftirfarandi hætti:
- Greiddar upp skuldir sveitarfélagsins.
- Farið verði í nauðsynlegar gatnagerðafram-kvæmdir og frekari viðhald á fasteignum sveitarfélagsins.
- Undirbúningur hafinn fyrir uppbyggingu Þekkinga- og menningarseturs við Skjólbrekku
- Undirbúningur verði hafinn á byggingu sundlaugar.
- Hluti verði eyrnamerktur Umbótaáætlun sveitarfélagsins í fráveitumálum.
- Um fjórðungur fari í varasjóð.
Sveitarstjórn samþykkti tillöguna og vísaði verkefnunum til gerðar fjárhagsáætlunar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. febrúar 2019

Tilbođ óskast í Birkihraun 9

Fréttir / 18. febrúar 2019

Öflugur fundur um Umferđaröryggismál

Fréttir / 13. febrúar 2019

Uppfćrđar viđmiđunarreglur um snjómokstur

Fréttir / 7. febrúar 2019

Dagskrá 13. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 25. janúar 2019

Opiđ hús hjá Björgunarsveitinni Stefáni

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- nursery school teacher

Fréttir / 23. janúar 2019

Leikskólinn Ylur- Special Education Manager

Fréttir / 23. janúar 2019

Ađstođ í eldhúsi viđ Reykjahliđarskóla

Fréttir / 21. janúar 2019

Hitaveituálestur