76. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. maí 2018

76. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 9. maí 2018 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli við á dagskrá með afbrigðum:
Sveitarstjórn: Aukafundur - 1805003
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 12 og færast önnur mál sem því nemur.

1. Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003

Á vordögum 2015 barst óformleg fyrirspurn til sveitarstjórnar um vilja til sölu á 5,86% hlut Skútustaðhrepps í Jarðböðunum, fyrir um 50-70 m.kr. Því var hafnað af hálfu sveitarstjórnar. Hins vegar hreyfði erindið við málinu á vettvangi sveitarstjórnar enda er eignarhald á hlut í slíku félagi og rekstur slíks fyrirtækis ekki hluti af kjarnastarfsemi sveitarfélagsins. Þar að auki lá fyrir að ýmis brýn uppbyggingarverkefni biðu sveitarfélagsins á næstu misserum. Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þann 14.12 2016 var eftirfarandi bókað:

"Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum
Lögð fram tillaga um sölu hlutafjár Skútustaðahrepps í Jarðböðunum hf. ef viðunandi verð fæst. Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra og oddvita falið framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum."


Leiðarljósið í söluferli sveitarstjórnar var að hafa ferlið opið og gegnsætt í þeim tilgangi að hámarka hlut sveitarfélagsins og þar með íbúa Skútustaðahrepps í Jarðböðunum hf.
Í kjölfarið var farið fram á það við stjórn Jarðbaðanna hf. að gert yrði verðmat á félaginu sem stjórnin samþykkti. KPMG var ráðið til verksins. Niðurstaða verðmatsins lá fyrir í apríl 2017 og var eignarhlutur Skútustaðahrepps metinn á 168,3 m.kr.
Í framhaldinu ákvað sveitarstjórn að láta gera sitt eigið verðmat á félaginu og fá til þess óháðan aðila. Eftir verðkönnun var samið við Íslandsbanka um verðmatið. Það lá fyrir í maí 2017 og var eignarhlutur Skútustaðahrepps metinn á 206,5 m.kr., eða 22,7% hærri en verðmat stjórnar félagsins, en einnig var kynnt næmnigreining sem sýndi breytilegar sviðsmyndir eftir forsendum. Virði félagsins var metið með hefðbundinni sjóðstreymisaðferð og byggðist á upplýsingum um núverandi rekstur félagsins ásamt framtíðarhorfum, þá sér í lagi með tilliti til stækkunaráforma.
Í framhaldi af því að þessi tvö verðmöt lágu fyrir, var á fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 samþykkt að auglýsa hlut sveitarfélagsins í Jarðböðunum hf. opinberlega til sölu. Það var gert með það að markmiði að greina raunverulegt markaðsvirði hlutarins og hámarka hlut sveitarfélagsins og þar með íbúa Skútustaðahrepps í félaginu. Samið var við Íslandsbanka um söluferlið.
Þann 10. janúar síðastliðinn var hlutur sveitarfélagsins og fleiri hluthafa auglýstur til sölu í Markaðinum (fylgiriti Fréttablaðsins) og á heimasíðum sveitarfélagsins og Íslandsbanka. Var áhugasömum aðilum gefinn kostur á að óska eftir upplýsingum til og með 31. janúar. Eftir viðtöku fjárfestakynningar var áhugasömum aðilum gefinn frestur til að skila inn skuldbindandi tilboðum fyrir klukkan 16:00 þann 14. febrúar.
Tvö tilboð bárust í allan hlut sveitarfélagsins og tvö tilboð í minni hlut. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. febrúar 2018 að taka hæsta tilboðinu fyrir 5,86% hlut sveitarfélagsins, sem var upp á 263,7 m.kr. Tilboðið kom frá aðila sem ekki var þegar hluthafi í félaginu og reyndist það 27% hærra en verðmatið sem sveitarfélagið hafði látið gera og 56,7% hærra en verðmatið sem stjórn Jarðbaðanna lét vinna. Samkvæmt 7. gr. samþykkta Jarðbaðanna hf. hefur stjórn félagsins forkaupsrétt fyrir félagsins hönd að fölum hlutum. Að félaginu frágengnu hefur hluthafi forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Stjórnin féll frá forkaupsrétti en þrír hluthafar, Tækifæri hf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Landsvirkjun nýttu sér forkaupsréttinn og gengu því inn í tilboð hæstbjóðanda í hlutfalli við hlutafjáreign sína.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðuna og hversu vel tókst til með söluferlið. Heildar söluverðmæti 5,86% eignarhlutar Skútustaðahrepps í Jarðböðunum var 263,7 m.kr. en að frádregnum 22% fjármagnstekjuskatti og söluþóknun er hreinn söluhagnaður 195 m.kr.
Á fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 var lagt til í minnisblaði að söluhagnaðinum yrði ráðstafað með eftirfarandi hætti:
- Greiddar upp skuldir sveitarfélagsins.
- Farið verði í nauðsynlegar gatnagerðaframkvæmdir og frekari viðhald á fasteignum sveitarfélagsins.
- Undirbúningur hafinn fyrir uppbyggingu Þekkinga- og menningarseturs við Skjólbrekku
- Undirbúningur verði hafinn á byggingu sundlaugar.
- Hluti verði eyrnamerktur Umbótaáætlun sveitarfélagsins í fráveitumálum.
- Um fjórðungur fari í varasjóð.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og vísar verkefnunum til gerðar fjárhagsáætlunar.

2. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Umhverfisnefnd leggur fram endurskoðaða Umhverfisstefnu Skútustaðahrepps. Leiðarljósið er að Skútustaðahreppur verði til fyrirmyndar meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfismálum þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Með því verði sveitarfélagið eftirsótt til búsetu sem fjölskylduvænt svæði í heilnæmu umhverfi sem skartar náttúru sem nærir og eykur lífsgæði íbúa og gesta. Inntak umhverfisstefnunnar byggir á væntumþykju, virðingu og mati á þeim verðmætum sem einstök náttúra Skútustaðahrepps er. Áhersla er lögð á gott samstarf við íbúa, landeigendur, fyrirtæki og stofnanir til að greiða leiðina að settum markmiðum. Stefnunni fylgir tímasett aðgerðaáætlun með mælanlegum markmiðum eins og kostur er og meiningin að hvort tveggja sé endurskoðað í upphafi hvers kjörtímabils. Hluti sveitarfélagsins fellur undir verndarlög um Mývatn og Laxá og er skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt votlendi RAMSAR-sáttmálans.
Sveitarstjórn samþykkir að endurskoðuð umhverfisstefna fari í opinbert umsagnarferli.

3. Vaðlaheiðargöng: Samningur - 1805001

Lagður fram samningur um framlag Vaðlaheiðarganga hf. til búnaðarkaupa hjá Slökkviliði Akureyrar og Brunavörnum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga. Vaðlaheiðargöng hf. skuldbinda sig til að veita slökkviliðunum framlag að fjárhæð 81 m.kr. vegna Vaðlaheiðarganga.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

4. Mannvirkjastofnun: Úttektir slökkviliða 2017 - 1804036

Lagt fram bréf frá Mannvirkjastofnun dags. 18. apríl 2018 um úttekt á slökkviliði Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar 2017. Í 6. gr. laga um brunavarnir kemur fram að Mannvirkjastofnun skuli með sjálfstæðum athugunum og úttektum leiðbeina sveitarstjórnum um kröfur sem gerðar eru til eldvarnareftirlits og slökkviliða.
Aðallega er gerð athugasemd við brunavarnaáætlun sem unnið hefur verið að undanfarin misseri og er það verk langt komið. Þá eru gerðar fleiri athugasemdir sem slökkviliðsstjóra ásamt brunavarnanefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar er falið að bregðast við.

5. Hellarannsóknafélag Íslands: Verndun og varðveisla hraunhella - 1804031

Lagt fram bréf frá Árna B. Stefánssyni formanni verndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands dags. 19.4.2018. Annars vegar vegna ferðar alþjóðlegs rannsóknarhóps örverufræðinga í nokkra hella nærri Bræðrafelli. Hins vegar hvort áhugi sé fyrir því að gera samning við Hellarannsóknafélagið varðandi umsjón, eftirlit og ráðgjöf vegna hraunhella í lögsögu hreppsins. Samningurinn fæli í sér viljayfirlýsingu og væri án fjárhagslegra skuldbindinga af beggja hálfu.
Sveitarstjórn fagnar ferð rannsóknarhópsins í hella nærri Bræðrafelli. Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt náttúruverndarlögum frá 2013 njóta hraunhellar nú þegar sérstakrar verndar.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í viðræður við Hellarannsóknafélag Íslands um að það verði til ráðgjafar vegna hraunhella í lögsögu hreppsins.

6. Skákfélagið Hrókurinn: Styrkbeiðni - 1804028

Tekið fyrir erindi frá skákfélaginu Hróknum, dagsett þann 18. apríl 2018 þar sem fram kemur að félagið fagnar 20 ára afmæli á árinu 2018 með margvíslegum hætti. Í tilefni af afmælinu og heimsóknum í öll sveitarfélög landsis 2018 biður félagið um samvinnu og stuðning Skútustaðahrepps, en heimsóknir í sveitarfélög eru óháð afgreiðslu erindisins um stuðning.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að upphæð kr. 25.000, vísað á lið 21010-4915. Sveitarstjórn býður skákfélagið Hrókinn velkomið í Skútustaðahrepp.

7. Landeigendur Reykjahlíðar ehf: Málefni hitaveitu - 1802002

Lagt fram bréf frá Landeigendafélagi Reykjahlíðar ehf. dags. 10. apríl 2018 vegna hitaveitunotkunar árin 2013-2017.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um bætur.
Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

8. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: Ársreikningur 2017 - 1804051

Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2017.

9. Greið leið ehf: Aðalfundarboð 2018 - 1804050

Lagt fram aðalfundarboð í einkahlutafélaginu Greið leið ehf. föstudaginn 11. maí n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að Friðrik J. Jakobsson fari með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

10. Flugklasinn: Áfangaskýrsla - 1710023

Lög fram skýrsla frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi starf flugklasans Air 66N 20. okt. 2017 til 20. mars 2018.

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

12. Sveitarstjórn: Aukafundur - 1805003

Oddviti lagði fram tillögu að halda aukafund í sveitarstjórn miðvikudaginn 16. maí n.k. Á dagskrá fundarins verður fyrri umræða um ársreikning Skútustaðahrepps 2017. Seinni umræða um ársreikninginn verður á dagskrá 23. maí n.k. Samþykkt samhljóða.

13. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 12. fundar umhverfisnefndar dags. 2. maí 2018. Fundargerðin er í 2 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 2.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

14. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Fundargerð 32. fundar hjá Samtökum orkusveitarfélaga dags. 2. maí 2018 lögð fram.

15. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27. apríl 2018 lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020