75. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 25. apríl 2018

75. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 25. apríl 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Anton Freyr Birgisson varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta fjórum málum á dagskrá með afbrigðum:
Draumaborgir ehf: Umsögn vegna umsóknar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1804035
Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012
Leigufélagið Hvammur ehf: Ósk um áframhaldandi stuðning við félagið - 1804038
Mýsköpun ehf: Aðalfundarboð - 1804039
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 10, 12, 13 og 14 og færast önnur mál sem því nemur.

1. Landsnet: Kröflulína 3, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 1801017

Helgi Héðinsson aðalmaður vék af fundi og Böðvar Pétursson varamaður tók sæti hans undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að valkostur F verði valinn, í stað aðalvalkosts sunnan við þjóðveg 1, þar sem hann hefur minni skerðingu í för með sér á útsýni inn til fjalla til suðurs. Ef Kröflulína 2 verður endurnýjuð verður jafnframt skilyrt að hún verði lögð samhliða Kröflulínu 3 á þessum kafla, þ.e.a.s. samhliða valkosti F.
Eftirfarandi tillaga lögð fram af oddvita:
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd að valkostur F hefur minni skerðingu í för með sér á útsýni inn til fjalla til suðurs og sá kostur væri vænlegri ef Kröflulína 2 yrði fjarlægð innan nokkurra ára. Hins vegar er ekki vitað hvort og hvenær Kröflulína 2 verður fjarlægð og framtíð hennar óljós líkt og fram kemur í svari Þórarins Bjarnasonar verkefnisstjóra hjá Landsneti sem lagt var fyrir síðasta fund skipulagsnefndar. Frá síðasta sveitarstjóranarfundi hefur sveitarstjórn og skipulagsnefnd fundað með fulltrúum Landsnets og einnig var landeigendum Reykjahlíðar boðið til fundar til að koma fram með sín sjónarmið um legu línunnar.
Ef valkostur F yrði fyrir valinu þá yrðu línur beggja vegna þjóðvegarins á um 6 km kafla við Austari brekku að Vegsveinum sem hefði neikvæð sjónræn áhrif bæði til norðurs og suðurs. F valkosturinn er verri ef horft er til norðurs þar sem línan myndi vera í sjónlínu til fjallanna Jörundar og Eilífs. Þá er það skilningur sveitarstjórnar að stærsti hluti landeigenda Reykjahlíðar kjósi frekar að línan verði sunnan þjóðvegar 1.
Sveitarstjórn hafnar tillögu skipulagsnefndar um að valkostur F verði valinn og því verði Kröflulína 3 lögð í samræmi við aðalkost Landsnets, þ.e. sunnan við þjóðveg 1.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3 frá því sem hún er skilgreind í gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Í skipulagslýsingunni verði tekið mið af aðalvalkosti Landsnets í umhverfismati, niðurstöðu Skipulagsstofnunar við yfirferð á matinu og umfjöllun og rökstuðningi fyrir afstöðu skipulagsnefndar við umfjöllun málsins frá 26. febrúar og 19. mars s.l. og fyrrgreindri niðurstöðu/afstöðu sveitarstjórnar við afgreiðslu málsins.
Tillaga oddvita borin upp til atkvæða:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvita með fjórum atkvæðum. Sigurður Böðvarsson sat hjá.
Böðvar vék af fundi og Helgi tók sæti sitt á ný.

2. Rekstraryfirlit: Janúar-mars 2018 - 1804029

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til mars 2018. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

3. Vogabú ehf: Breyting á deiliskipulagi - 1804021

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Voga 1 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 2. mgr. 43, gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við götuheitið Hrauntröð.

4. Lánasjóður sveitarfélaga: Arðgreiðsla 2018 - 1804003

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ehf. dags. 9. apríl 2018 þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2017. Skútustaðahreppur á 0,211% hlut í Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Arðgreiðsla vegna 2017 var 818.680 að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti 163.736.
Útgreidd fjárhæð þann 6.apríl 2018 var 654.944 kr. sem er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

5. Jarðböðin: Aðalfundarboð 2018 - 1804015

Lagt fram fundarboð á aðalfund Jarðbaðanna hf 27. apríl n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri fari með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

6. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri - 1703010

Sveitarstjóri fór yfir stöðu skólaaksturs en núverandi samningar við verktaka renna út í lok skólaárs. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirkomulag verði með svipuðu sniði og útboð fari fram sem fyrst. Jafnframt verði tilboðsgjöfum heimilt að opna á að foreldrar leikskólabarna í tveimur elstu árgöngum semji sérstaklega við bílstjórana. Nánari útfærsla verði unnin í samráði við leikskólastjóra og skólastjóra.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að sjá um framkvæmd útboðsins.

7. Foreldrafélagið: Bréf og kynning - 1804026

Lagt fram bréf frá Garðari Finnssyni formanni fyrir hönd foreldrafélags skólanna í Mývatnssveit.
Sveitarstjórn þakkar foreldrafélaginu fyrir bréfið og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

8. Reykjahlíðarskóli: Skólastarf - 1801013

Lagt fram minnisblað skólastjóra Reykjahlíðarskóla vegna skóladagatals, frístundastarfs, tímamagns og skipulags starfsárið 2018-2019. Skólastjóri leggur til að;
- 1. bekkur verði einn námshópur
- 3.-5. bekkur verði námshópur með tvo umsjónakennara.
- 6.-7. bekkur verði námshópur með einn umsjónakennara.
- 8.-9. bekkur verði námshópur með einn umsjónakennara.
Kennslustundamagn fyrir allan skólann verði 165 kennslustundir á viku og 10 kennslustundir til sérkennslu. Samtals 175 kennslustundir á viku. Skólastjóra óskar eftir viðbótar stöðugildi grunnskólakennara í 100% starf frá 1. ágúst n.k. vegna fjölgun námshópa.
Einnig að bætt verði við stöðu stuðningsfulltrúa í 80% starf frá 1. ágúst n.k. sem nýtist líka í frístundina. Skólanefnd styður tillögu skólastjóra um aukið starfsgildi grunnskólakennara og stuðningsfulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Viðauki að upphæð 5.250.000 kr. (nr. 11 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

9. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp - Beiðni um umsögn - 1707008

Lögð fram tillaga að umsögn Skútustaðahrepps vegna draga að reglugerð um fráveitur og skólp, sbr. kynningu á samráðsgátt stjórnarráðsins.
Skútustaðahreppur hefur á fyrri stigum sent inn umsögn, nánar tiltekið í júní 2017. Ljóst er að ekki hefur verið tekið tillit þeirra athugasemda. Þar er um að ræða athugasemdir sem fela í sér að skýra stjórnsýslu og réttarstöðu, þegar fjallað er um kröfur til hreinsunar skólps á svæðum viðkvæmra viðtaka og almennt um flokkun viðtaka. Þá er í umsögninni að þessu sinni sérstaklega vikið að stöðu Skútustaðahrepps, sem hefur haft málefni hreinsunar skólps til umfjöllunar síðustu misseri. Á grunni umbótaáætlunar Skútustaðahrepps og rekstaraðila í fráveitumálum, sem samþykkt hefur verið af heilbrigðiseftirlitinu, er gert ráð fyrir að innan sveitarfélagsins fari hreinsun og meðhöndlun skólps/seyru fram á einstakan hátt á landsvísu, með áherslu á endurnýtingu. Nauðsynlegt er að hugað verði að því að ákvæði reglugerðarinnar muni taka tilliti til þess verkefnis.
Sveitarstjórn samþykkir umsögnina og felur sveitarstjóra að senda hana inn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

10. Draumaborgir ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1804035

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 6. apríl 2018 þar sem Friðrik Jakobsson f.h. Draumaborga ehf sækir um rekstrarleyfi í flokki II, umfangslitlir áfengisveitingastaðir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Friðrik Jakobsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

11. Leigufélag Hvamms: Tilnefning fulltrúa á hluthafafund - 1804027

Sveitarstjórn samþykkir að Sigurður Böðvarsson verði fulltrúi Skútustaðahrepps á næsta hluthafafundi Leigufélagsins Hvamms og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri verði varamaður.

12. Leigufélagið Hvammur ehf: Ósk um áframhaldandi stuðning við félagið - 1804038

Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2018 verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2017 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 45,9 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 26,21% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,24. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2018).
Þess er því óskað að eigendur félasins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur. Stjórnendur félagsins munu á núverandi rekstrarári áfram leita leiða til þess að finna lausn á viðvarandi taprekstri félagsins.
Eignarhlutur Skútustaðahrepps í leigufélaginu Hvammi ehf. er 6,63%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarfélagið styði við félagið út yfirstandandi rekstrarár.

13. Mýsköpun ehf: Aðalfundarboð - 1804039

Lagt fram fundarboð á aðalfund MýSköpunar ehf. 7. maí n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að Anton Freyr Birgisson fari með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

14. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa á fundi sínum 19. mars s.l. að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún yrði tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn. Skipulags og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna þann 23. apríl s.l. eins og fyrrgreind ákvæði í skipulagslögum mæla fyrir um. Engar athugasemdir komu fram á kynningunni sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunni.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi smávirkjunar við Drekagil eins og. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

15. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

16. Atvinnumálanefnd: Fundargerðir - 1611049

Fundargerðir 7. og 8. funda atvinnumálanefndar dags. 16. og 23. apríl 2018 lagðar fram. Fundargerðirnar eru báðar í einum lið.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar og lýsir yfir ánægju sinni með að undirbúningur sé hafinn að frekari uppbyggingu í Klappahrauni.

17. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 47. fundar skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2018. Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 3.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

18. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Lögð fram fundargerð 23. fundar skólanefndar dags. 17. apríl 2018. Fundargerðin er í 4 liðum.
Liðir 1, 3 og 4 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 6, 7 og 8.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

19. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð frá forstöðumannafundi 21. apríl 2018 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020