Útbođ á skólaakstri

  • Fréttir
  • 26. apríl 2018

Frá og með 27. ágúst. n.k. býður Skútustaðahreppur út akstur grunnskólanemenda. Aksturinn er boðinn út til þriggja ára. Útboðsgögn, þ.e. leiðarlýsing, upplýsingar um fjölda barna og tilboðseyðublöð, liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með mánudeginum 30. apríl.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. maí, en þá verða tilboðin opnuð að viðstöddum þeim tilboðsaðilum sem þess óska.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 4163 á skrifstofutíma.

Sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Deildu ţessari frétt