Frambođ til sveitarstjórnar Skútustađahrepps 2018

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum er til 5. maí 2018 kl. 12:00 á hádegi. Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag frá kl. 11:00-12:00 á skrifstofu Skútustaðahrepps að Hlíðavegi 6.

Á framboðslista skulu vera að lágmarki 5 nöfn frambjóðanda og eigi fleiri en 10. Framboðslista fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann.

Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 20 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 40. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir eru umboðsmenn listans og skulu þeir vera tveir.

Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á hverjir eru í kjöri. Greina skal fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers meðmælanda.

Um framkvæmd og framboð til sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Allar nánari upplýsingar um framboð og kosningar til sveitarstjórna má nálgast á upplýsingavefnum www.kosningar.is.

Formaður kjörstjórnar veitir frekari upplýsingar og leiðbeiningar vegna undirbúnings framboðslista. Hægt er að ná í formann kjörstjórnar í síma 865 9775. Netfang formanns er finnurbald@gmail.com.
 

20. apríl 2018
Kjörstjórn Skútustaðahrepps
Finnur Baldursson (sign)
Friðrik Lange (sign)
Edda Stefánsdóttir (sign)

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Stjórnsýsla / 21. maí 2021

Fundadagatal 2020/2021

Fréttir / 30. mars 2020

Frestun á greiđslu fasteignagjalda

Fréttir / 29. janúar 2020

Helgihald í Skútustađaprestakalli vor 2020

Skólafréttir / 14. janúar 2019

Opiđ hús fyrir 6. - 9. bekk 16. janúar

Fréttir / 11. september 2018

Stundatafla fyrir íţróttahúsiđ komin út

Fréttir / 29. ágúst 2018

Útibú Lyfju Hlíđavegi 8

Fréttir / 26. júní 2018

Aukin sorpţjónusta viđ sumarhúseigendur

Fréttir / 10. júní 2018

Frá Umhverfisstofnun

Nýjustu fréttir

KOMDU ŢÍNU HEITI Á FRAMFĆRI!

 • Fréttir
 • 20. janúar 2022

Elskar ţú framfarir?

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

73. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. desember 2021