23. fundur

  • Skólanefnd
  • 17. apríl 2018

23. fundur skólanefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 17. apríl 2018 og hófst hann kl. 10:30

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Einar Jónsson aðalmaður, Arnfríður Anna Jónsdóttir varamaður, Marge Neissar varamaður, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Auður Jónsdóttir fulltrúi kennara og Þorsteinn Gunnarsson. Garðar Finnsson fullrúi foreldrafélags grunn- og leikskóla sat fundinn undir 1. lið.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka inn eitt mál með afbrigðum:
1804026 – Foreldrafélagið: Bréf og kynning.
Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá, undir dagskrárlið nr. 1 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

 

Dagskrá:

1. Foreldrafélagið: Bréf og kynning - 1804026

Garðar Finnsson formaður foreldrafélags grunnskóla og leikskóla kom inn á fundinn og kynnti bréf frá stjórn foreldrafélagsins.

2. Leikskólinn Ylur: Skólastarf - 1801024

Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans síðustu vikur og það sem framundan er. Verið er að innleiða Jákvæðan aga, Heilsueflandi leikskóla og Karellen skráningakerfið. Þá var fyrirlestur frá Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra um jákvæðan starfsanda o.fl.

3. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri - 1703010

Skólastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu skólaaksturs en núverandi samningar við verktaka renna út í lok skólaárs. Lagt er til að fyrirkomulag verði með svipuðu sniði og útboð fari fram í vor.
Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að útboð fari fram sem fyrst.

4. Reykjahlíðarskóli: Skólastarf - 1801013

Skólastjóri fór yfir skóladagatal, frístundastarf, tímamagn og skipulag starfsárið 2018-2019.
Kennslustundamagn:
Vikulegur kennslustundafjöldi nemenda skólaárið 2018 - 2019 verði sá sami og í ár:
1. - 4. bekkur á að fá 30 kennslustundir á viku
5. - 7. bekkur á að fá 35 kennslustundir á viku
8. - 10. bekkur á að fá 37 kennslustundir á viku.

Tillaga skólastjóra:
- 1. bekkur verði einn námshópur
- 3.-5. bekkur verði námshópur með tvo umsjónakennara.
- 6.-7. bekkur verði námshópur með einn umsjónakennara.
- 8.-9. bekkur verði námshópur með einn umsjónakennara.
Kennslustundamagn fyrir allan skólann verði 165 kennslustundir á viku og 10 kennslustundir til sérkennslu. Samtals 175 kennslustundir á viku.
Auk þess verði bætt við stuðningsfulltrúa í 80% starf sem nýtist líka í frístundina.
Óskað er eftir að ráða námsráðgjafa í 10% starf við skólann.

Frístund:
Boðið hefur verið upp á gjaldfrjálsa frístund að loknum skóladegi hjá yngri nemendum. Hún hefur verið á:
mánudögum hjá 1.-4. bekkur frá kl. 13:00-15:10 og á
fimmtudögum 1.-7. bekkur frá kl. 13:45-15:10.
Auk þess hefur Mývetningur verið með íþróttaskóla á miðvikudögum og er félagið tilbúið til þess að halda samstarfinu áfram.
Nefndin samþykkir samhljóða skóladagatalið og tímafjöldann
Nefndin styður tillögu skólastjóra um aukið starfsgildi grunnskólakennara og stuðningsfulltrúa og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Önnur mál:
Starfsdagur 2. maí. Starfsfólk Reykjahlíðarskóla fer í heimsókn að Hrafnagili og Þelamörk að skoða útikennslusvæði.
Mötuneyti. Theodór Páll Theodórsson matreiðslumaður hefur verið ráðinn sem matráður og hóf störf í byrjun apríl.
Sundkennsla. Kennslan hefur farið vel fram og samstarf við Þingeyjarsveit og Framhaldsskólann á Laugum verið vonum framar.
Skólabúðir í maí. Nemendur frá Norðurþingi sækja Reykjahlíðarskóla heim í maí.
Skólaferðalag til Finnlands. Auður og Jóhanna fara með 4 nemendur til Jokkionen og Helsinki. Fjáröflun hefur gengið vel í vetur og spilar dósasöfnun nemenda þar stærstan þátt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:55


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur