Síđasta laugardagsgangan - Gengiđ frá Garđi ađ Skútustöđum

  • Fréttir
  • 17. apríl 2018

Síðasta laugardagsgangan verður 21. apríl n.k. kl.11:00. Þetta eru léttar og skemmtilegar göngur sem taka 1-2 klst í góðum félagsskap. Að þessu sinni verður gengið frá Garði og að Skútustöðum með viðkomu á ýmsum skemmtilegum stöðum. Mæting við fjósið hjá Kára í Garði.

Göngum við úr garði sveitt
Glöð í sinni mætum
Birtist selið við oss breitt
Bros og aðra kætum

Gönguleiðin auglýst daginn áður, fylgist með heimasíðu Skútustaðahrepps og á Facebook.

ALLIR VELKOMNIR!

Skútustaðahreppur er Heilsueflandi samfélag

Deildu ţessari frétt