47. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 16. apríl 2018

47. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 16. apríl 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson formaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Bjarni Reykjalín embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1. Hólasandur: Breytingar á aðalskipulagi - 1802004

Tekið fyrir að nýju en erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 26. febrúar s.l. Samkvæmt umbótaáætlun Skútustaðahrepps er fyrirhugað að koma upp aðstöðu til seyrulosunar á Hólasandi. Svartvatni (salernisskólp) frá rekstraraðilum og stofnunum hreppsins er safnað í lokaðan geymslutank við viðkomandi byggingu. Á Hólasandi er Landgræðsla ríkisins með ýmis landgræðsluverkefni í dag og þar verða næringarefni úr svartvatninu endurnýtt til uppgræðslu. Geymslutankurinn verður um það bil 2000 m3 og um 5-6 m djúpur, hálf niðurgrafinn og yfirbyggður, til að varna því að fuglar og önnur dýr komist í hann. Til álita kemur að hafa geymslutankinn opinn líkt og víða í landbúnaði en slíkt fyrirkomulag er mun ódýrara. Fyrir liggja hugmyndir að staðsetningu á geymslutanknum og svæðum sem fyrirhugaða er að græða upp.
Vegna þessara fyrirhuguðu framkvæmda þarf að breyta Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 á þann hátt að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði á Hólasandi fyrir fyrrgreinda starfsemi.
Lögð var fram skipulagslýsing skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Sveitarstjórn samþykkti skipulagslýsinguna á fundi sínum þann 28. febrúar s.l. og skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynnti hana fyrir almenningi eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um frá og með 7. mars með athugasemda-/umsagnarfresti til og með 28. mars 2018.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Fjöreggi, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, RAMÝ, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Þingeyjarsveit, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Í ljósi innkominna athugasemda leggur nefndin áherslu á mikilvægi vöktunar á mögulegum umhverfisáhrifum á svæðinu.
Skipulagsnefnd þakkar innkomnar umsagnir/athugasemdir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma þeim á framfæri við skipulagsráðgjafana til frekar úrvinnslu við aðalskipulagsbreytinguna.

2. Vogabú ehf: Breyting á deiliskipulagi - 1804021

Erindi dags 9. apríl 2018 frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur f.h. Vogabús ehf kt. 480507-3200 þar sem hún sækir um heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi Voga 1, sem samþykkt var 9. Nóvember 2016 í þá veru að skilgreindur verði nýr byggingarreitur (Þ10) fyrir starfsmannahús skv. meðfylgjandi breytingaruppdrætti dags 28. mars 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Breytingin er óveruleg og því ekki talin ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig er óskað eftir að skipulagsnefnd staðfesti götuheitið Hrauntröð á götu sem liggur til austurs og tengir ferðaþjónustusvæðið við þjóðveg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna breytingartillöguna í samræmi við 2. mgr. 43, gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti götuheitið Hrauntröð.

3. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 24. apríl 2019

18. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 10. apríl 2019

5. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2019

10. fundur

Sveitarstjórn / 10. apríl 2019

17. fundur

Umhverfisnefnd / 4. apríl 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. apríl 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 27. mars 2019

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. mars 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 13. mars 2019

15. fundur

Umhverfisnefnd / 4. mars 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. mars 2019

7. fundur