74. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. apríl 2018

74. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 11. apríl 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum:
Skútustaðahreppur: Ný persónuverndarlög - 1711021
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030
Skýrsla sveitarstjóra - 1611030
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 7 og 9 og færast önnur mál sem því nemur.

1. Staða fráveitumála - 1701019

Lögð fram viljayfirlýsing ríkisstjórnar Íslands, sveitarstjórnar Skútustaðahrepps og Landgræðslu ríkisins sem lýsa yfir vilja sínum til að vinna saman að þróunarverkefni sem miðar að því að bæta stöðu fráveitumála við Mývatn, draga úr losun næringarefna í vatnið og nýta seyru til uppgræðslu á Hólasandi. Verkefnið byggir á umbótaáætlun Skútustaðahrepps og rekstraraðila í fráveitumálum 2018-2022, sem lögð var fram 28. febrúar 2018 og samþykkt af heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 14. mars 2018. Viljayfirlýsingin var undirritað í Mývatnssveit 7. apríl s.l.
Eins og fram kemur í viljayfirlýsingunni eru Mývatn og Laxá eru meðal helstu náttúrugersema Íslands og mikilvægt að standa vörð um þær. Svæðið er verndað með sérstökum lögum og er á skrá Ramsar-sáttmálans um vernd votlendis vegna ríkulegs og sérstaks lífríkis. Umbætur í fráveitumálum við Mývatn eru mikilvægt skref í þá átt að lágmarka möguleg neikvæð áhrif mannlegra athafna á lífríki vatnsins. Með verkefninu sem lýst er í umbótaáætlun Skútustaðahrepps og þessari viljayfirlýsingu er fundin lausn þar sem möguleg áskorun fyrir lífríki Mývatns er breytt í auðlind til landgræðslu. Þetta er nýstárleg lausn, sem byggir á góðum vilja og samvinnu margra aðila. Verkefnið er skilgreint sem þróunarverkefni og mögulegt að það taki breytingum í ljósi reynslunnar. Aðilar þessarar viljayfirlýsingar lýsa sig reiðubúna til að leita lausna á öllum vandamálum sem kunna að koma upp með hagsmuni náttúru Mývatns og íbúa í Skútustaðahreppi að leiðarljósi.
Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða og lýsir yfir ánægju með aðkomu ríkisvaldsins. Sveitarstjórn þakkar þeim fjölmörgu sem komið hafa að málinu undanfarin misseri.

Fylgiskjal: Viljayfirlýsing

2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp - Beiðni um umsögn - 1707008

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á reglugerð um fráveitur og skólp. Markmið með endurskoðun reglugerðarinnar eru að einfalda ákvæði hennar og gera hana skýrari, bæta skráningu og upplýsingar um fráveitur og setja viðmiðunargildi um efnainnihald skólps sem losað er frá iðnaðarstarfsemi í fráveitur.
Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að umsögn sveitarstjórnar fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

3. Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003

Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

4. Landsnet: Kröflulína 3, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 1801017

Helgi Héðinsson vék af fundi, Anton Freyr Birgisson tók sæti hans.
Sveitarstjórn samþykkir að funda með skipulagsnefnd og hagsmunaaðilum um málið og fresta afgreiðslu þess.

Anton Freyr Birgisson vék af fundi og Helgi Héðinsson tók sæti sitt á ný.

5. Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag - 1711005

Eins og samþykkt var á síðasta fundi er búið að auglýsa eftir umsjónaraðila í tímastarf fyrir félagsheimilið Skjólbrekku.
Sveitarstjórn vinnur að því að aðlaga skilmála að nýju rekstrarfyrirkomulagi Skjólbrekku og samþykkir nýja gjaldskrá vegna útleigu á Skjólbrekku í ljósi ábendinga:
1. Fundir:
Litli salur 16.500 kr.
Stóri salur 33.000 kr.
2. Fjölskyldusamkomur s.s. afmæli og ættarmót. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum
innifalinn:
Minni salur 39.000 kr.
Stóri salur 65.000 kr.
Allt húsið 100.000 kr.
3. Fermingar og erfidrykkjur. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Allt húsið 50.000 kr.
4. Menningarviðburðir. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
10% af veltu eða að lágmarki:
Minni salur 25.000 kr.
Stóri salur 35.000 kr.
Allt húsið 50.000 kr.
Staðfestingargjald 23.900 kr.
5. Þorrablót, árshátíðir, dansleikir, viðburðir með áfengisveitingum o.fl. Allt húsið (skemmtanaleyfi III innifalið):
158.000 kr.
Staðfestingargjald 39.300 kr.
Þrif eru innifain í leiguverði í flokki 1-4 en á ábyrgð leigutaka í flokki 5.
Stefgjöld og dyravarsla eru ekki innifalin í leiguverði þegar við á.

6. Sundlaug: Áætlun um bygginga- og rekstrarkostnað - 1705023

Í fjárhagsáætlun 2018 var gert ráð fyrir gerð áætlunar um bygginga- og rekstrarkostnað fyrir nýju sundlaugarkari og hreinsibúnaði.

Byggingakostnaður:
Tækniþjónusta SÁ var fengin til þess að taka sama kostnaðaráætlun fyrir tveimur stærðum af sundlaugum:
16,7 m steypt sundlaugarkar og hreinsibúnaður: 65.779.550 kr.
25 m steypt sundlaugarkar og hreinsibúnaður: 88.520.050 kr.
Við þetta bætist kostnaður við 10 ferm. byggingu fyrir hreinsibúnað, heitir pottar, frágangur á útisvæði, viðhald við sundlaugargang, förgun á klórvatni o.fl. og ófyrirséður kostnaður, alls 40-80 m.kr. Upphæðin fer fyrst og fremst eftir því hversu mikill kostnaður er lagður í heita potta, viðhald o.fl.
Heildar byggingakostnaður við 16,7 m laug er því á bilinu 105-145 m.kr. og við 25 m laug um 128-168 m.kr.

Rekstrarkostnaður:
Miðað er við rekstrarkostnað við sambærilega 16,7 m sundlaug:
Á árs grundvelli þarf að miða við 4,5 stöðugildi til að uppfylla öryggiskröfur. Í dag er 1,6 stöðugildi við íþróttahúsið og því bætast við um 3 stöðugildi vegna sundlaugar. Miðað er annars vegar við sumaropnunartíma mánudaga til föstudag frá kl. 6.45-21.00 og um helgar frá kl. 10-18, hins vegar við vetraropnunartíma virka daga frá kl. 6.45 - 21.00 og um helgar frá 10.00-18.00.
Áætlaður rekstarkostnaður á ári er 66 m.kr., á móti koma tekjur (aðgangseyrir og önnur leiga) að upphæð 13 m.kr. Heildar rekstarkostnaður á ári er því um 53 m.kr. Þar af eru laun og launatengd gjöld um 37 m.kr. Húsaleiga eignajsóðs er 18,5 m.kr., rafmagn 1,8 m.kr. og heitt vatn 5,1 m.kr. svo eitthvað sé nefnt.
Á fjárhagsáætlun 2018 er heildarrekstrarkostnaður íþróttamiðstöðvar 31 m.kr., á móti koma tekjur upp á 7.9 m.kr. Samlegðaráhrif af því að reka íþróttamiðstöð og sundlaug í sömu miðstöð eru nokkur, aðallega í starfsmannahaldi.
Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

7. Skútustaðahreppur: Ný persónuverndarlög - 1711021

Undirbúningur við hlítingu á nýjum persónuverndarlögum, GDPR, er kominn af stað. Lögin eiga að taka gildi 25. maí n.k.
Norðurþing hefur samið við Advania um ráðgjöf og innleiðingu og býðst Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð að vera með í því ferli.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu með Norðurþingi og kaupa þjónustu af Advania.
Viðauki að upphæð 557.220 kr. (nr. 10 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

8. Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Aðalfundarboð - 1804002

Lagt fram aðalfundarboð frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga ses. 17. apríl n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri fari með umboð Skútustaðahrepps á fundinum.

9. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. dags. 26. mars 2018. Fundargerðin er í 6 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

10. Íbúðalánasjóður: Húsnæðisáætlun - 1709004

Sveitarstjóri fór yfir fund sem haldinn var með Benedikt Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Búfestis húsnæðissamvinnufélags.
Ljóst er að talsverður húsnæðisskortur er í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og atvinnumálanefnd að vinna málið áfram með formanni skipulagsnefndar og boða til íbúafundar í kjölfarið.

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

12. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð frá 858. stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23. mars 2018 lögð fram.

Fylgisjal: Fundargerð

13. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð frá forstöðumannafundi 3. apríl 2018 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020