Fögnum sumri saman - Opiđ hús í Skjólbrekku á sumardaginn fyrsta

  • Menning
  • 11. apríl 2018

Þann 19. apríl nk., sumardaginn fyrsta, ætlar Skútustaðahreppur að bjóða íbúum að koma og skoða Skjólbrekku undir handleiðslu fulltrúa úr sveitarstjórn og félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps. Nú hefur nýtt gólfefni verið lagt á sali hússins og gaman að sjá hvernig það kemur út.
Kaffiveitingar verða í boði og börn úr leik- og tónlistarskóla verða með skemmtiatriði.


Opna húsið mun standa frá 14:00-16:00 og skemmtiatriðin frá krökkunum hefjast kl. 14:30.
Hvetjum alla til að mæta og fagna sumri saman!


Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps

Deildu ţessari frétt