Myndarlegur styrkur til endurbóta í Höfđa

  • Menning
  • 3. apríl 2018

Framkvæmasjóður ferðamannastaða hefur samþykkt styrk að upphæð 9.057.491 kr. til Skútustaðahrepps vegna verkefnisins „Gönguleið og fræðsluskilti í Höfða í Mývatnssveit: aðgengi fyrir alla". Mótframlag sveitarfélagsins í verkefnið er 20%.

Í greinagerð framkvæmdasjóðsins segir:

„Styrkurinn er til að endurgera og bæta ferðamannastaðinn Höfða í Mývatnssveit. Tilgangurinn er að efla áningarstaðinn með aðgengi fyrir alla og sjálfbærni að leiðarljósi, auka aðdráttarafl utan háannatíma og létta á nærliggjandi ferðamannastöðum. Vel undirbúið verkefni sem snýr að náttúruvernd og öryggismálum á fornfrægum ferðamannastað."

Sveitarstjórn fagnar framlagi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í verkefnið.

Jafnframt sótti sveitarfélagið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna fyrsta áfanga göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn en umsókninni var hafnað, sem eru mikil vonbrigði þar sem um brýnt umferðaröryggismál er að ræða. Sveitarstjórn mun halda áfram að sækja um styrk til þessa verkefnis til Vegagerðarinnar.


Deildu ţessari frétt