18. fundur

 • Félags- og menningarmálanefnd
 • 27. mars 2018

18. fundur 27. mars 2018, kl. 12:00-13:10

Fundarstaður: Hlíðavegur 6

Fundarmenn: 

 • Elísabet Sigurðardóttir, form. (fundarr.)
 • Erlingsson (varamaður í stað Sigurðar Böðvarssonar)
 • Jóhanna Njálsdóttir
 • Dagbjört Bjarnadóttir
 • Ólafur Þröstur Stefánsson

Dagskrá:

 1. Auglýsing vegna umsókna um styrki til lista- og menningarstarfs
 2. Sumardagurinn fyrsti – 19. apríl 2018
 3. Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag
 4. Til kynningar: Félagsþjónusta – Þjónustusamningur við Norðurþing
 5. Önnur mál

 

1. Auglýsing vegna umsókna um styrki til lista- og menningarstarfs

Samþykkt að setja auglýsingu á heimasíðu Skútustaðahrepps og í Húsöndina sem kemur út 28. mars nk. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk.

2. Sumardagurinn fyrsti – 19. apríl 2018

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafa opið hús í Skjólbrekku sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Sveitungum verði boðið að koma og skoða húsið, kaffiveitingar í boði og skemmtiatriði. Tilvalið tækifæri fyrir sveitunga að koma saman og fagna sumri.

3. Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag

Skjólbrekkunefnd leggur til að ráðinn verði umsjónaraðili fyrir félagsheimilið Skjólbrekku. Félags- og menningarmálanefnd hefur til skoðunar starfslýsingu fyrir umsjónarmann þar sem fram kemur m.a. að hann hefur umsjón með umgangi og eftirliti með félagsheimilinu í tengslum við viðburði á vegum sveitarfélagsins eða sem sveitarfélagið hefur leigt þriðja aðila, tekur á móti leigutökum, sér um þrif eftir minni viðburði þar sem ekki er boðið upp á mat/veitingar en bókanir fara áfram í gegn um hreppsskrifstofu. Nefndin tekur saman athugasemdir og sendir til sveitarstjóra.

4. Til kynningar: Félagsþjónusta – Þjónustusamningur við Norðurþing

Fyrir liggur nýr samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu á milli sveitarstjórna Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps. Samningurinn tekur til almennrar félagslegrar þjónustu, þjónustu við fatlað fólk og barnaverndarstarfs á grundvelli barnaverndarlaga. Norðurþing verður leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og veitir íbúum, sem eiga lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu eins og nánar er kveðið á um í samningi þessum. Þá mynda aðildarsveitarfélögin sérstakt þjónusturáð sem er vettvangur samhæfingar og samráðs vegna þjónustu innan svæðisins. Markmið samningsins eru einkum að:

 • Tryggja samþætta og heildstæða félagslega þjónustu fyrir íbúa á þjónustusvæðinu
 • Laga þjónustu að þörfum og óskum fatlaðs fólks með hliðsjón af ólíkum aðstæðum og stuðla þannig að auknu sjálfstæði þeirra
 • Stuðla að hagræðingu í rekstri með samþættingu þjónustu- og rekstrarþátta á sviði félagslegrar þjónustu
 • Þróa samstarf sveitarfélaga á svæðinu

5. Önnur mál

Ýmis önnur mál rædd.

Fundi slitið kl. 13:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020