73. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. mars 2018

73. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 28. mars 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður, Arnheiður Rán Almarsdóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði varaoddviti eftir því að bæta sex málum á dagskrá með afbrigðum:
Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag - 1711005
Höfði: Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 1708006
Hreppsskrifstofa: Uppfærsla á tölvukerfi og hugbúnaðarleyfum - 1803022
Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1612035
Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037
Eyþing: Fundargerðir - 1611006
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 5, 6, 7, 13, 14 og 15 og færast önnur mál sem því nemur.

 

1. Skútustaðahreppur: Íbúafjöldi - 1803017

Þann 1. mars s.l. urðu þau tímamót að íbúafjöldi Skútustaðahrepps fór í 500 manns í fyrsta skipti síðan 1993, samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Í dag eru þeir 505. Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 talsins sem er hvorki meira né minna en 36,5% fólksfjölgun.
Á rúmlega einu ári hefur íbúum fjölgað um tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um 130 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt eða um fjórðungur.
Íbúafjöldi í Skútustaðahreppi hefur sveiflast nokkuð í gegnum tíðina. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru þeir fæstir hér 276 talsins árið 1910 en flestir árið 1980 eða 547 sem var í miðjum Kröflueldum. Þetta var á árum Kísiliðjunnar og hélst fólksfjöldinn yfir 500 allt til ársins 1994 en þá fór hann niður í 497 íbúa. Eftir það fækkaði íbúum smátt og smátt. Kísiliðjunni var lokað í nóvember 2004 en þá voru íbúar 442. Í kjölfarið fór að halla verulega undan fæti og fór fólksfjöldinn niður í 370 árið 2013. Síðan þá hefur þróunin snúist við.
Þessi mikla fjölgun í Skútustaðahreppi helst í hendur við öflugt atvinnulíf. Harðduglegir og útsjónarsamir Mývetningar hafa hér byggt upp í sameiningu öflugt sveitarfélag. Íbúafjölgunina undanfarin ár má án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein. Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í sveitina og erlendu vinnuafli fjölgar. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins. En þróunin er fyrst og fremst jákvæð áskorun fyrir sveitarfélagið.
Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi er Jónas Þór Ingólfsson sem flutti lögheimili sitt nýverið að Helluvaði. Hann er uppalinn í Mývatnssveit, fór suður að mennta sig sem verkfræðingur en er nú snúinn aftur heim til heimahaganna.

2. Staða fráveitumála - 1701019

Umbótaáætlun sveitarfélagsins Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitumála í Skútustaðahreppi árin 2018-2021 var lögð fram af sveitarstjóra á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra (HNE) 14. mars 2018.
Eftirfarandi var bókað á fundi HNE: "Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju með sameiginlega umbótaáætlun sveitarfélagsins Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitumála í Skútustaðahreppi árin 2018-2021 og samþykkir áætlunina án athugasemda."
Á sama fundi var kynnt jákvæð umsögn um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og vöktunaráætlunar vegna áforma um byggingu og rekstur á móttökustöð fyrir seyru og landgræðsluverkefni á Hólasandi undir stjórn Landgræðslu ríkisins.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir ánægju sinni með afgreiðslu HNE.
Sveitarfélagið hefur kostað rannsóknir og skýrslugerð við nýja nálgun á fráveitumálum. Heildarkostnaður frá áramótum er 5.092.363 kr. og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
Samningaviðræður við umhverfis- og auðlindaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðkomu ríkisins að fráveitumálunum eru á lokastigi. Nýja umbótaáætlunin verður kynnt opinberlega um leið og samkomulagið við ríkisvaldið er í höfn.

3. Landsnet: Kröflulína 3, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 1801017

Afgreiðslu málsins frestað.
Elísabet Sigurðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

4. Geitey ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1803016

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 20. mars 2018 þar sem Helgi Héðinsson f.h. Geiteyjar ehf sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

5. Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag - 1711005

Skjólbrekkunefnd leggur til að ráðinn verði umsjónaraðili í tímastarf fyrir félagsheimilið Skjólbrekku. Lögð fram starfslýsing fyrir umsjónarmann þar sem fram kemur m.a. að hann hefur umsjón og eftirliti með félagsheimilinu í tengslum við viðburði á vegum sveitarfélagsins eða sem sveitarfélagið hefur leigt þriðja aðila og tekur á móti leigutökum og heldur utan um þrif. Bókanir fara áfram í gegnum hreppsskrifstofu.
Sveitarstjórn samþykkir að ráða umsjónarmann í tímavinnu samkvæmt meðfylgjandi starfslýsingu. Áætlanir gera ráð fyrir að leigutekjur hússins standi undir launakostnaði.
Þá samþykkir sveitarstjórn að þrif verði innifalin í leiguverði og að gjaldskrá fyrir útleigu verði endurskoðuð í því ljósi.

6. Höfði: Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 1708006

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur samþykkt styrk að upphæð 9.057.491 kr. til Skútustaðahrepps vegna verkefnisins "Gönguleið og fræðsluskilti í Höfða í Mývatnssveit: aðgengi fyrir alla". Mótframlag sveitarfélagsins í verkefnið er 20%.
Í greinagerð framkvæmdasjóðsins segir:
"Styrkurinn er til að endurgera og bæta ferðamannastaðinn Höfða í Mývatnssveit. Tilgangurinn er að efla áningarstaðinn með aðgengi fyrir alla og sjálfbærni að leiðarljósi, auka aðdráttarafl utan háannatíma og létta á nærliggjandi ferðamannastöðum. Vel undirbúið verkefni sem snýr að náttúruvernd og öryggismálum á fornfrægum ferðamannastað."
Sveitarstjórn fagnar framlagi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í verkefnið.
Jafnframt sótti sveitarfélagið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna fyrsta áfanga göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn en umsókninni var hafnað, sem eru mikil vonbrigði þar sem um brýnt umferðaröryggismál er að ræða. Sveitarstjórn mun halda áfram að sækja um styrk til þess verkefnis til Vegagerðarinnar.

7. Hreppsskrifstofa: Uppfærsla á tölvukerfi og hugbúnaðarleyfum - 1803022

Sveitarstjóri lagði fram gögn vegna uppfærslu á tölvukerfi og hugbúnaðarleyfum ásamt nýjum tölvubúnaði á hreppsskrifstofu. Búið er að uppfæra búnað í Reykjahlíðarskóla og leikskólanum Yl.
Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar.
Viðauki að upphæð 2.750.000 kr. (nr. 9 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

8. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1803018

Lagður fram nýr samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu á milli sveitarstjórna Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps. Samningurinn tekur til almennrar félagslegrar þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu nr. 40/1991, þjónustu við fatlað fólk sbr. 4.gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarstarfs á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 með síðari breytingum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og að samningurinn fari í yfirferð hjá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9. HSÞ: Ársskýrsla 2017 - 1803014

Lögð fram ársskýrsla HSÞ og ársreikningar fyrir árið 2017 sem og starfsskýrslur aðildarfélaga HSÞ. Einnig lagt fram þakkarbréf frá stjórn HSÞ til sveitarstjórnar fyrir velvilja og veittan stuðning í formi rekstrarstyrks á árinu 2017.

Fylgiskjal: Ársskýrsla HSÞ

10. Norðurorka hf: Ársfundur - 1803019

Lagt fram boðsbréf á ársfund Norðurorku hf. föstudaginn 6. apríl n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

12. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 46. fundar skipulagsnefndar dags. 19. mars 2018. Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 3 og var frestað.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu um deiliskipulag í Drekagili.

Fylgiskjal: Fundargerð skipulagsnefndar

13. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð 18. fundar félags- og menningarmálanefndar dags. 27.3.2018 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum. Liðir 3 og 4 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu á þessum fundi undir liðum 5 og 8.
Liður 2: Sumardagurinn fyrsti - 19. apríl 2018
Sveitarstjórn samþykkir tillögur félags- og menningarmálanefndar að hafa opið hús í Skjólbrekku sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Sveitungum verði boðið að koma og skoða allt húsið, kaffiveitingar í boði og skemmtiatriði. Tilvalið tækifæri fyrir sveitunga að koma saman og fagna sumri. Félags- og menningarmálanefnd falið umsjón viðburðarins.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð félags- og menningarmálanefndar

14. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerðir - 1611012

Lagðar fram þrjár fundargerðir frá Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra:
197. fundur 8. des. 2017
198. fundur 5. feb. 2018
199. fundur 14. mars 2018

15. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Lögð fram fundargerð frá 31. stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga dags. 21. mars 2018.

16. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð frá 304. stjórnarfundi Eyþings dags. 21. mars 2018.

Fylgiskjal: Fundargerð Eyþings

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:10

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020