46. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 19. mars 2018

46. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 19. mars 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður og Bjarni Reykjalín embættismaður. Jafnframt sat Guðjón Vésteinsson verðandi skipulagsfulltrúi fundinn.

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúi

 

Dagskrá:

1. Landsnet: Kröflulína 3, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 1801017

Tekið fyrir að nýju erindi dags 19. janúar 2018 frá Þórarni Bjarnasyni, verkefnisstjóra, f.h. Landsnets þar sem gerð er grein fyrir því að Landsnet vinni að undirbúningi vegna framkvæmda á Kröflulínu 3, milli Kröflu og Fljótsdals. Kröflulína 3 er framkvæmd sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum og hefur Landsnet nú lokið mati á umhverfisáhrifum og Skipulagsstofnun gefið út álit sitt um umhverfismat línunnar.
Til þess að hægt sé að veita framkvæmdaleyfi þarf það að vera í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi sveitarfélags.
Þar sem aðalvalkostur Landsnets er ekki fyllilega í samræmi við núgildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps, leggur Landsnet hér fram beiðni til sveitarfélagsins um að það hefji vinnu við skipulagsbreytingar, samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Þær breytingar sem Landsnet óskar eftir að gerðar verði á Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023, eru eftirfarandi:
• Breyting á Kröflulínu 3 næst Kröfluvirkjun, til samræmis við valkost B4 í matsskýrslu.
• Bæta inn efnistökusvæðum samanber efnistökusvæði 2, 5b, 6, 8 og 9 í matsskýrslu.
• Afléttingu frá almennu hverfisverndarákvæði fyrir svæði Hv- 350. Í núgildandi aðalskipulagi gætir ósamræmis, þar sem gert er ráð fyrir Kröflulínu 3 innan framangreinds verndarsvæðis, þar sem þó er óheimil röskun jarðmyndana eða gróðurlenda.
Jafnframt þarf að vinna breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar til samræmis við breytingar á aðalskipulagi.
Skipulagsbreytingarnar eru háðar lögum um umhverfismat áætlana og því þarf að vinna umhverfismat og skipulagsbreytingar samhliða.
Í bréfi Landsnets er gerð grein fyrir tilgangi framkvæmdarinnar, aðalvalkosti Landsnets og rökstuðningur fyrir honum og bent er á nauðsynlegt samráði við önnur sveitarfélög á línuleið Kröflulínu 3 með vísan í kafla 5.1.2 í áliti Skipulagsstofnunar, þar sem fjallað er um jarðstrengi kemur fram að mikilvægt sé að horft verði heildstætt til línuleiðarinnar á milli Blöndu og Fljótsdals.
Erindinu fylgir einnig uppdráttur sem sýnir núverandi legu Kröflulínu 3 og tillögu að breyttri legu skv. aðalvalkosti Landsnets.
Á fundi sínum 26. febrúar s.l. fór skipulagsnefnd yfir helstu niðurstöður umhverfismats sem Landsnet lét framkvæmda og athugasemdir/umsagnir Skipulagsstofnunar við niðurstöðu matsins. Nefndin færði einnig til bókar að hún óskaði eftir því við sveitarstjórn að hún heimilaði að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem breytt lega Kröflulínu 3 yrði færð inn á aðalskipulagsuppdrátt með þeim rökstuðningi sem fram kom í bókun nefndarinnar. Jafnframt óskaði nefndin eftir því við Landsnet að kannaður yrði sá kostur að Kröflulína 2 yrði færð samhliða F-valkosti, þ.e. norður fyrir þjóðveg 1 áður en nefndin tæki endaleg ákvörðun um að breytt lega Kröflulínu 3 yrði færð inn á tillögu að breytingu á aðalskipulagsuppdrætti.
Innkomin bréf dags. 15. mars 2018 frá Þórarni Bjarnasyni hjá Landsneti þar sem lagður er fram eftirfarandi rökstuðningur sem svar við ósk nefndarinnar um að kannaður yrði sá kostur að Kröflulína 2 yrði færð samhliða F-valkosti, þ.e. norður fyrir þjóðveg 1:
„Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum var að umhverfisáhrif aðalvalkosts væru sambærileg. Þau væru staðbundin betri m.t.t. sjónrænna áhrifa suður á miðhálendið en verri ef horft er til norðurs þar sem línan myndi vera í sjónlínu til fjallanna Jörundar og Eilífs. Eftir viðræður við landeigendur Reykjahlíðar er það skilningur Landsnets að stærsti hluti þeirrra kjósi frekar að línan verði sunnan þjóðvegar 1 eins og málum er háttað.
Landsnet hefur látið skoða kostnað við að færa Kröflulínu 2 (sem er 132 kV loftlína) samhliða F-valkosti á um 6 km kafla við Austari brekku að Vegsveinum. Niðurstaðan er að kostnaður við færsluna er að lágmarki 300 milljónir króna. 132 kV jarðstrengur á sama kafla myndi kosta 400 milljónir. Þar sem framtíð línunnar er, eins og áður er rakið, óljós er það fjárfesting sem ekki er víst að nýtist nema til skamms tíma. Sama gildir ef aðrir hlutar Kröflulínu 2 yrðu lagðir í jörð.
Framkvæmdir Landsnets eru háðar leyfi Orkustofnunar og hefur hún samþykkt framkvæmdina. Sú samþykkt nær eingöngu til byggingar Kröflulínu 3 og þyrfti því að skoða hvort sækja yrði aftur um leyfi stofnunarinnar yrði ákveðið að færa Kröflulínu 2.
Með tilliti til þess sem að ofan greinir er það niðurstaða Landsnets að ekki séu á þessum tímapunkti forsendur til þess að taka ákvöðrun um að færa Kröflulínu 2 á þeim kafla sem hér um ræðir.“

Skipulagsnefnd leggur til við Landsnet að valkostur F verði valinn. Þegar kemur að endurnýjun Kröflulínu 2 verði hún lögð samhliða Kröflulínu 3 á þessum kafla, þ.e.a.s. samhliða valkosti F.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3 eins og hún er skilgreind í gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Í skipulagslýsingunni verði tekið mið af aðalvalkosti Landsnet í umhverfismati, niðurstöðu Skipulagsstofnunar við yfirferð á matinu og umfjöllun og rökstuðningi fyrir afstöðu skipulagsnefndar við umfjöllun málsins frá 26. febrúar s.l.
Pétur Snæbjörnsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

2. Vatnajökulsþjóðgarður: Deiliskipulag í Drekagili - 1708013

Tekið fyrir að nýju en erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar 26. febrúar 2018. Á þeim fundi voru kynntar athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Vegagerðinni, forsætisráðuneytinu, Minjastofnun Íslands, Vatnajökulsþjóðgarði, Ferðafélagi Akureyrar, Mývatn Tours og Birki Fanndal.

Á fundinum voru einnig lögð fram drög að deiliskipulagi frá Landmótun til kynningar
og fól nefndin skipulags og byggingarfulltrúa að koma á framfæri við skipulagsráðgjafann athugasemdum við deiliskipulagsdrögin sem rætt var um á fundinum.
Innkomin ný gögn, tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur ásamt greinargerð, 15. mars 2018 frá Landmótun sf. þar sem komið hafði verið til móts við athugasemdir nefndarinnar við umfjöllun um tillöguna á fundi nefndarinnar 26. febrúar s.l.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi, en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

3. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur