72. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 14. mars 2018

72. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 14. mars 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Vatnajökulsþjóðgarður: Heimsminjaskrá UNESCO - 1801011
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 15 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Staða fráveitumála - 1701019

Umbótaáætlun vegna fráveitumála sem samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar hefur verið send til Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra og verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi hennar.
Sveitarstjórn samþykkir að ábyrgjast fjármögnun Umbótaáætlunarinnar þar til viljayfirlýsing umhverfis- og auðlindaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra liggur fyrir.
Sveitarstjóra jafnframt falið að undirbúa gerð fráveitusamþykktar fyrir sveitarfélagið.

2. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun - 1612020

Dómsmálaráðherra hefur samþykkt nýja lögreglusamþykkt fyrir Skútustaðahrepp. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafði staðfest lögreglusamþykktina fyrir sitt leyti síðast liðinn vetur eftir að hún hafði verið til vinnslu og í opnu umsagnarferli. Hin nýja lögreglusamþykkt Skútustaðahrepps kemur í stað almennrar lögreglusamþykktar.
Lögreglusamþykktin er sett samkvæmt heimild í 2. gr. laga nr. 36/1988, um lögreglu­samþykktir, og öðlast þegar gildi.
Íbúar Skútustaðahrepps eru hvattir til að kynna sér ákvæði samþykktarinnar, en hana má finna undir Reglugerðir/samþykktir/stefnur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fylgiskjal: Lögreglusamþykkt

3. Norðurþing: Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar - 1803009

Bréf frá Norðurþingi dags. 5. mars 2018 vegna breytinga og uppgjörs á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna hlutar Skútustaðahrpeps í Sorpsamlagi Þingeyinga. Í samkomulagi hluthafa Sorpsamlags Þingeyinga frá 28. nóvember 2014 er vísað til þess að aðilar skipti á milli sín kostnaði sem hugsanlega kann að falla á félagið og rekja megi til atburða fyrir gerð samkomulagsins í samræmi við eignarhluta hvers og eins.
Hlutur Skútustaðahrepps er 11,08% að fjárhæð 450.840 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða hlut Skútustaðahrepps með fyrirvara um að fyrirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanlegir, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
Viðaukinn (nr. 7 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

4. Búfesti hsf: Möguleikar á samstarfi sveitarfélaga um nýtt framboð hagkvæmra íbúða á NA-landi - 1803006

Bréf dags. 22. febrúar 2018 frá Búfesti hsf. lagt fram um endurnýjun tillögu til sveitarfélaga á NA landi sem áhuga kynnu að hafa á samstarfi um byggingu hagkvæmra íbúða með stærra samfloti um útfærslu á hönnun og raðsmíði.
Sveitarstjórn fagnar áhuga Búfesti hsf. Samkvæmt deiliskipulagi Reykjahlíðar liggja fyrir lóðir tilbúnar til húsbygginga og möguleiki á byggingu húsa á lögbýlum.
Í ljósi þessa og að því er virðist ört vaxandi húsnæðisvanda á næstu misserum er sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna málið áfram í samræmi við Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps 2018-2027 og boða til íbúafundar.

5. Mývetningur: Ársskýrsla og ársreikningur 2017 - 1803003

Ársreikningur og ársskýrsla Mývetnings - íþrótta- og ungmennafélags, fyrir árið 2017 lögð fram. Um áramótin voru skráðir 198 félagar í Mývetningi. Sveitarstjórn fagnar gróskumiklu íþróttastarfi í Mývatnssveit líkt og fram kemur í ársskýrslunni.

6. Birkilauf ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1803002

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 27. febrúar s.l. þar sem Garðar Sigurvaldason f.h. Birkilaufs ehf, Birkilandi 15, sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga.
Sveitarstjórn veitir neikvæða umsögn þar sem Birkiland 15 er innan frístundabyggðar og óheimilt að skrá þar atvinnuhúsnæði sbr. 2. gr. reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

7. Landgræðslan: Umsókn í Landbótasjóð - 1702018

Bréf frá Landgræðslu ríksins dags. 12. febrúar 2018 lagt fram þar sem tilkynnt um afgreiðslu umsóknar Skútustaðahrepps til Landbótasjóðs 2018. Landbótasjóður styrkir Skútustaðahrepp um kr. 1.450.000 kr. vegna áburðardreifingar á 128 ha á árinu 2018 vegna Austurafréttar. Áður hefur Skútustaðahreppur fengið 450.000 kr. vegna austari brekkna á Austurfjöllum. Samtals fær því Skútustaðahreppur úthlutað 1.900.000 kr. úr Landbótasjóði fyrir árið 2018 sem er fagnaðarefni.
Sveitarstjórn felur Landbúnaðar- og girðinganefnd umsjón og eftirfylgni með ráðstöfun styrkveitingarinnar og ábyrgð á framkvæmd landgræðsluverkefna í sveitarfélaginu sem undir styrkveitinguna falla.

8. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri - 1703010

Samningar um skólaakstur renna út í loka þessa skólaárs.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar að fela sveitarstjóra og skólastjóra að vinna málið áfram.

9. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Lögð fram drög að endurskoðaðri Umhverfisstefnu Skútustaðahrepps sem umhverfisnefnd hefur unnið að.

10. Konur upp á dekk: Hagnýt fræðsla - 1803008

AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa og JCI sproti stóðu 27.janúar sl. fyrir hagnýtri fræðslu og samræðuþingi um stjórnmál. Markmiðið með viðburðinum var að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir sótti þennan viðburð og kynnti inntak hans.
Í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar eru fram undan í vor hvetur sveitarstjórn konur jafnt sem karla til þess að láta að sér kveða á vettvangi sveitarstjórnarmála.

11. Ramý: Rannsóknaáætlun 2017-2020 - 1803011

Sveitarstjórn fagnar erindinu og lýsir yfir ánægju með þær umfangsmiklu rannsóknir sem Rannsóknarstöðin við Mývatn stendur að og eru mikilvægar vísindasamfélaginu langt út fyrir landsteinana.
Sveitarstjórn óskar þess að formfestar verði reglubundnar rannsóknir á jarðefnafræði Mývatns og vatnasviðs þess, ekki síst í ljósi fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn fer þess á leit við umhverfisráðherra að fjármagn RAMÝ til rannsókna verði aukið varanlega, svo tryggja megi samfellu í rannsóknum en verði síður háðar afmörkuðum framlögum til stakra átaksverkefna eða styrkfé vísindasjóða.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á mikilvægi kynningar á starfsemi RAMÝ og útgáfu rannsóknarniðurstaðna, þar með talda ársskýrslu sem gefa skal út árlega. Slíkt væri liður í auknu upplýsingaflæði, sem myndi auka skilning og gera sýnilegri þann vilja sem sannarlega er til verndunar þeirra fyrirbæra sem um ræðir. Þá þarfnast heimasíða RAMÝ sárlega uppfærslu en hún er kjörinn vettvangur til að koma á framfæri upplýsingum.
Í ljósi þess sem fram kemur í rannsóknaráætluninni að “Mývatnssvæðið er löngu orðið kennslubókadæmi og fræðsluvettvangur á sviði náttúrufræði og skyldra greina” fer sveitarstjórn þess á leit við RAMÝ að starfsemi stofnunarinnar í Mývatnssveit verði sýnilegri, sem væri vel til fundið með stöðugildi í húsnæði þekkingarseturs hreppsins.

12. Umsögn: Frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum - 1803005

Fyrir liggur frumvarp á Alþingi til breytinga á mannvirkjalögum en umsagnarbeiðnir hafa ekki verið sendar út á sveitarfélögin sem sveitarstjórn Skútustaðahrepp gerir athugasemd við. Frumvarpið varðar stjórnsýslu mannvirkjamála og hefur umtalsverða þýðingu fyrir störf byggingarfulltrúa og önnur lögboðin verkefni sveitarfélaga á sviði byggingarmála. Ákvörðunin um faggildingargröfu á sér langan aðdraganda.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem telur að þau sjónarmið og varnaðaorð sem sett voru fram á sínum tíma um breytingarnar séu enn í fullu gildi. Þannig megi telja miklar líkur á því að viðtæk faggildingarkrafa frá og með 1. janúar 2019 muni þýða aukin útgjöld bæði fyrir byggingaraðila og sveitarfélög. Af þeirri ástæðu þurfi að takmarka faggildingarkröfuna frá því sem verða mun að óbreyttu. Sveitarstjórn tekur undir áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga að í samræmi við fyrri áherslur verði lagt til að tekin verði upp þrískipt flokkun á grundvelli stærðar og vandastigs:
(1) Að krafa um faggildingu eigi við um mannvirki umfram tiltekna stærð og vandastig, þ.e. að einföldustu framkvæmdir séu undanþegnar faggildingu.
(2) Að embætti byggingafulltrúa sem eru með mjög landfræðilega og dreifða þjónustu verði undanþegin kröfu um faggildingu, nema vegna stærri og flóknari framkvæmda.
(3) Að sveitarfélög, eftir atvikum í gegnum landshlutasamtök, geti boðið út faggilt byggingareftirlit með svæðisbundnum rammasamningum.

13. Samstarf sveitarfélaga: Yfirlit yfir samninga - 1803007

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag.
Sveitarstjóri fór yfir þá samninga sem Skútustaðahreppur á aðild að og starfað er eftir í dag sem sendir voru til ráðuneytisins.

14. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Landsáætlun og verkefnaáætlun um innviði - 1803001

Lögð fram drög að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur áherslu á mikilvægi landvörslu. Í ljósi mjög aukins fjölda ferðamanna er mikilvægt að tryggja varanlegt fjármagn til landvörslu allt árið um kring við Mývatn og Dettifoss, en jafnframt á hálendi þar sem umferð hefur stóraukist á jaðartímum.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps minnir á ákvæði í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveður á um byggingu gestastofu þjóðgarðsins í Mývatnssveit, en það er nú eina gestastofan af sex sem er ófjármögnuð. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að framkvæmdin verði sett á áætlun og kannaðir möguleikar á samlegðaráhrifum við rekstur þekkingarseturs.

Fylgiskjal: Frumvarp

15. Vatnajökulsþjóðgarður: Heimsminjaskrá UNESCO - 1801011

Sveitarstjórn samþykkir að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO.
Sveitarstjóra falið að skrifa undir yfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

16. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

17. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Lögð fram fundargerð 22. fundar skólanefndar dags. 13. mars 2018. Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 2 hefur þegar verið tekinn til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið 8.
Liðir 3 og 4: Starfsmannamál á leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla.
Ljóst er að nokkrar breytingar verða á starfsmannahaldi bæði í leikskóla og grunnskóla á næsta skólaári. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur skólanefndar af húsnæðisskorti í sveitarfélaginu í samhengi við þörf á nýráðningum í grunnskóla og leikskóla.
Liður 6: Tónlistarskóli Húsavíkur: Samningur
Samningur tónlistarskóla Húsavíkur og Skútustaðahrepps um tónlistarkennslu nemenda í Reykjahlíðarskóla og annarra nemenda með búsetu í Skútustaðahreppi rennur út í vor.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar að samningurinn verði endurnýjaður.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð skólanefndar

18. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Lögð fram fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. dags.6. mars 2018. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Liður 1: Uppgjör við Brú lífeyrissjóð
Fyrir liggja kröfur frá Brú lífeyrissjóði vegna uppgjörs á hlut héraðsnefndarinnar í áföllnum skuldbindingum A-deildar sjóðsins m.v. 31. maí 2017, þ.e. í svokallaðan jafnvægsissjóð, að upphæð kr. 7.294.260,- Krafan er byggð á ákvæðum laga nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 varðandi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, þ.m.t. starfsmanna sveitarfélaga, fyrirtækja þeirra og stofnana.
Héraðsnefnd Þingeyinga bs. samþykkti að greiða framlagt uppgjör frá lífeyrissjóðnum Brú með fyrirvara um að undirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur héraðsnefndin sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Héraðsnefnd Þingeyinga bs. telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanleg, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaganna.
Jafnframt var samþykkt samhljóða að óska eftir því við sveitarfélögin að þau gerðu kröfuna upp með sérstakri eingreiðslu til héraðsnefndarinnar.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir samhljóða að greiða sinn hluta í uppgjörinu við Brú lífeyrissjóð, að upphæð 627.416 kr. með fyrirvara um að fyrirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanlegir, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
Viðaukinn (nr. 8 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

19. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram fundargerð 23. fundar brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar dags. 13. mars 2018. Fundargerðin er í 7 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fylgiskjal: Fundargerð

20. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð frá 303. stjórnarfundi Eyþings dags. 2. mars 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

21. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð frá 857. stjórnarfundi Eyþings dags. 23. febrúar 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020