22. fundur skólanefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 13. mars 2018 og hófst hann kl. 09:30.
Fundinn sátu:
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Þuríður Helgadóttir aðalmaður, Arnar Halldórsson aðalmaður, Einar Jónsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri
Dagskrá:
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál - 1705004
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 4 og færast önnur mál neðar sem því nemur.
1. Samstarfssamningur: Félagsþjónusta/skólaþjónusta - 1612035
Lagður fram nýr samningur um samvinnu sveitarfélaga á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla þar sem Skútustaðahreppur, með vísun í 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, felur sveitarfélaginu Norðurþingi að annast fyrir sig afmörkuð verkefni á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur en einstaka liðir útfærðir nánar í samræmi við umræður á fundinum.
2. Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri - 1703010
Samningar um skólaakstur renna út í lok þessa skólaárs.
Skólanefnd felur sveitarstjóra og skólastjóra að vinna áfram í málinu og koma með tillögur fyrir næsta fund.
3. Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál - 1705007
Leikskólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála fyrir næsta skólaár í ljósi þróun barnafjölda. Ljóst er að nokkrar breytingar verða á starfsmannahaldi.
Leikskólastjóra falið að auglýsa eftir starfsfólki.
4. Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál - 1705004
Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála fyrir næsta skólaár. Ljóst er að nokkrar breytingar verða á starfsmannahaldi.
Skólastjóra falið að auglýsa eftir starfsfólki þegar skýrari mynd er komin á stöðuna.
Skólanefnd lýsir yfir þungum áhyggjum af húsnæðisskorti í sveitarfélaginu í samhengi við þörf á nýráðningum í grunnskóla og leikskóla.
5. Skólaeldhús: Útboð á hádegismat - 1712001
Skólastjóri fór yfir stöðu mála varðandi starfsmannahald í skólaeldhúsi fyrir næsta skólaár en matráður er með ráðningasamning út júní.
Skólanefnd samþykkir að fyrirkomulag verði með óbreyttu sniði. Ef ekki tekst að ráða starfsfólk í skólaeldhús verður skoðað að fara í útboð á hádegismat.
6. Tónlistarskóli Húsavíkur: Samningur - 1803010
Samningur tónlistarskóla Húsavíkur og Skútustaðahrepps um tónlistarkennslu nemenda í Reykjahlíðarskóla og annarra nemenda með búsetu í Skútustaðahreppi rennur út í vor.
Skólanefnd leggur áherslu á við sveitarstjórn að samningurinn verði framlengdur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15