Aukin sorpţjónusta fyrir sumarhúsabyggđina í Birkilandi

  • Fundur
  • 6. mars 2018

Á næstu dögum verða settir sorpgámar fyrir sumarhúsabyggðina í Birkilandi. Þeir verða nálægt innkomuleiðinni og settir upp í samráði við landeigendur. Settir verða tveir stórir gámar fyrir sorp. Annar fyrir almennt sorp og hinn fyrir plast og pappír. Gámarnir verða læstir og sumarhúsaeigendur geta nálgast lykla á hreppsskrifstofunni þegar þar að kemur.

Varðandi frágang á sorpi er mikilvægast að hafa í huga að þjappa sorpinu sem mest saman áður en það er sett í gámana.

Við vonum að þessi aukna þjónusta mælist vel fyrir. Hún er innifalin í sorphirðugjöldum sumarhúsa sem eru 21.630 kr. á ári. Að auki fá sumarhúsaeigendur klippikort fyrir gámasvæðið á hreppsskrifstofunni sem fyrr.

 

Deildu ţessari frétt