Vöktun Mývatns

  • Sveitarstjórnarfundur
  • 6. mars 2018

Á fund sveitarstjórnar mætti Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsókna-stöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ). Hann fór yfir rannsóknir í tengslum við vöktun Mývatns en í fyrra ákvað umhverfisráðherra að auka fjármagn í vöktunina í tengslum við fráveitumálin. Erindi Árna var mjög áhugavert. Lífríki Mývatns er í mikilli uppsveiflu þessi misserin, kúluskíturinn er farinn að láta á sér kræla á ný, veiði hefur ekki verið eins góð í mörg ár og áhrif fráveitu á lífið í vatninu er ekki hægt að staðfesta. Enn er verið að vinna gögn eftir rannsóknir og vöktun síðasta árs.

Á myndinni eru Árni og Helgi Héðinsson sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Veiðifélags Mývatns.

Deildu ţessari frétt