Álagning fasteignagjalda 2018

  • Fréttir
  • 6. mars 18

Álagningu fasteignagjalda fyrir 2018 í Skútustaðahreppi er lokið. Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert.

Gjalddagar eru átta, sá fyrsti 1. mars n.k. Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 er 1. maí n.k. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Álagningaseðillinn 2018 er birtur rafrænt á www.island.is. Hann verður eingöngu sendur á pappír út á eldri borgara og fyrirtæki. Fasteignagjöld eru innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka.

Fasteignaeigendum er bent á þann möguleika að láta viðskiptabanka sinn sjá um beingreiðslur á fasteignagjöldum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Ekki er veittur staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum.

Fasteignagjöld 2018:

Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignamati.
Fráveitugjald, 0,225% af fasteignamati.
Rotþróargjald samkvæmt gjaldskrá.
Lóðaleiga kr. 10,00 á m2.

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega:

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) árstekjur allt að kr. 3.620.235
Hjón með (peninga) árstekjur allt að kr. 5.054.667
80% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) árstekjur allt að kr. 3.6020.235 til kr. 4.153.024
Hjón með (peninga) árstekjur allt að kr. 5.054.667 til kr. 5.628.441
50% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) árstekjur allt að kr. 4.153.024 til kr. 4.836.087
Hjón með (peninga) árstekjur allt að kr. 5.628.441 til kr. 6.721.342

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða:
Ef afnotum fasteignar sem metin er sem ein heild er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka, sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Skal eiganda veittur andmælaréttur áður en hlutfallsleg skipting er ákveðin í upphafi eða henni breytt.

Rotþróagjald:

Fyrir hverja fasteign innan marka Skútustaðahrepps með eigin fráveitu, eða fráveitu sem ekki er tengd holræsakerfi í eigu Skútustaðahrepps, skal greiða árlegt þjónustugjald, sbr. 4.gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Fjárhæð árgjalds miðast við að mat og tæming rotþróar eigi sér stað þriðja hvert ár.

Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa og er eftirfarandi miðað við losun á þriggja ára fresti:
- 0-4000 lítrar 15.000.
- 4001-6000 lítrar 20.000 kr.
- 6000 lítrar og yfir: 1.800 kr. fyrir hvern rúm. umfram 6000 lítra
Endurkomugjald (þ.e. ef ekki er búið að greiða aðgengi og undirbúa þró fyrir tæmingu) er 50% álag miðað við stærð þróar.
 

Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi og rotþróargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Frekari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins:
www.skutustadahreppur.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið halla@skutustadahreppur.is eða hringja í síma 464 4163.

Skútustaðahreppi, 27. febrúar 2018

Sveitarstjóri

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 18

Myndarlegt starf hjá Mývetningi

Sveitarstjórnarfundur / 14. mars 18

Sveitarstjórapistill nr. 29 - 14. mars 2018

Fréttir / 8. mars 18

Dagskrá 72. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórnarfundur / 6. mars 18

Ný lögreglusamţykkt fyrir Skútustađahrepp

Sveitarstjórnarfundur / 6. mars 18

Vöktun Mývatns

Fréttir / 6. mars 18

Skemmtilegar laugardagsgöngur

Fréttir / 6. mars 18

Fundur um samgönguáćtlun

Sveitarstjórnarfundur / 5. mars 18

Ný Umbótaáćtlun samţykkt

Sveitarstjórnarfundur / 28. febrúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 28 kominn út - 28. feb. 2018

Sveitarstjórnarfundur / 25. febrúar 18

Guđjón ráđinn skipulagsfulltrúi

Fréttir / 25. febrúar 18

Afmćlisveisla í Björgunarstöđinni

Fréttir / 25. febrúar 18

Tveir styrkir í Mývatnssveit

Fréttir / 25. febrúar 18

Framtíđaruppbygging viđ Kjörbúđina

Sveitarstjórnarfundur / 21. febrúar 18

Dagskrá 71. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 21. febrúar 18

Íbúafundur vegna fráveitumála

Útivist / 21. febrúar 18

Sorp hirt á fimmtudag

Fréttir / 18. febrúar 18

Lokađ á hreppsskrifstofu á mánudag

Sveitarstjórnarfundur / 15. febrúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 27 kominn út - 15. febrúar 2018

Íţróttir / 14. febrúar 18

Ađalfundur Mývetnings

Fréttir / 14. febrúar 18

Menningarfélagiđ Gjallandi kunngjörir

Atburđir / 14. febrúar 18

Húsöndin komin út - 14. feb. 2018

Menning / 8. febrúar 18

Samningur viđ Félag eldri Mývetninga

Sveitarstjórnarfundur / 8. febrúar 18

Dagskrá 70. sveitarstjórnarfundar

Atburđir / 7. febrúar 18

Fyrsta tölublađ Húsandarinnar komiđ út

Útivist / 7. febrúar 18

100 ára afmćli - Opiđ hús

Fréttir / 29. janúar 18

Heilsueflandi samfélag - Ráđstefna