Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á ađalskipulagi

  • Sveitarstjórnarfundur
  • 1. mars 18

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 10. janúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Jarðbaðanna í Jarðbaðshólum í Mývatnssveit og samhliða breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með gerð nýs deiliskipulags er m.a. að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu, bregðast við aðstöðuleysi, bæta möguleika til baða í jarðgufu og jarðhitavatni og tryggja gæði uppbyggingar með því að beina uppbyggingu á ákveðin svæði, leggja göngustíga o.s.frv.

Deiliskipulagið er byggt á núgildandi deiliskipulagi, en uppfært í takt við ný lög og reglugerðir sem og þróun þjónustunnar á svæðinu. Gildandi deiliskipulag verður fellt úr gildi með samþykkt og gildistöku nýs deiliskipulags. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samhliða er lögð fram breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem leiðrétt er uppgefið flatarmáli svæðisins en einnig er gerð breyting á landnotkun. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á svæðinu samfélagsþjónusta en gerð er tillaga um að breytt landnotkun verði verslun og þjónusta.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 2. mars til og með föstudeginum 13. apríl 2018. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu).

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 13. apríl 2018. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.

Greinagerð deiliskipulags

Deiliskipulagsuppdráttur

Aðalskipulag. Breyting. Tillaga


 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Sveitarstjórnarfundur / 1. mars 18

Auglýsing um fyrirhugađa breytingu á ađalskipulagi

Sveitarstjórnarfundur / 27. febrúar 18

Álagning Fasteignagjalda 2018

Fundur / 4. janúar 18

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórnarfundur / 18. desember 17

Skipulags- og byggingarfulltrúi í Skútustađahreppi

Sveitarstjórn / 31. október 17

Gámasvćđiđ opnar ađ nýju í landi Grímsstađa

Sveitarstjórn / 4. október 17

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórn / 20. september 17

Rotţróarumsjón

Sveitarstjórn / 18. september 17

Lokanir hjá hreppsskrifstofu

Skipulagsnefnd / 11. september 17

Fundir skipulagsnefndar til áramóta

Skólinn / 7. september 17

Lokađ vegna starfsmannadags 12. september

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Lyfju

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Heilsugćslunnar í vetur

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Jóga

Menning / 17. ágúst 17

Anna og Sölvi međ jazztónleika

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Langar ţig ađ ţjálfa eđa vera međ námskeiđ?

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími Hreppsskrifstofu

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími gámasvćđisins

Stjórnsýsla / 15. ágúst 17

Sveitarstjórnarfundur 23. ágúst 2017

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning 2

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning - tilraun 3