71. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. febrúar 2018

71. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 28. febrúar 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 8 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Staða fráveitumála – 1701019

Vegna ríkrar sérstöðu Mývatns og Laxár, lútir sveitarfélagið Skútustaðahreppur strangara regluverki um fráveitur og skólp en sveitarfélög almennt. Lögð fram sameiginleg Umbótaáætlun í fráveitumálum fyrir Skútustaðahrepp og 13 rekstraraðila vegna krafna Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um tímasetta og fjármagnaða áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið og rekstraraðilar muni fullnægja kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa þar sem við á.
Helstu breytingar frá fyrri áætlun sem skilað var inn 15. júní 2017 er að nýja umbótaáætlunin byggir á nýrri lausn sem felst í aðskilnaði svartvatns (frá salernum) og grávatns, söfnun svartvatns í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. Umbótaáætlunin er fjármögnuð að fullu og meginmarkmiðum skipt upp í áfanga til næstu fjögurra ára. Umbótaáætlun er í raun orðin að umhverfisvænu stórverkefni í Mývatnssveit þar sem á sjálfbæran hátt er verið er að nýta seyru til uppgræðslu á stað þar sem næringarefni skortir. Verkefnið nýtist sveitarfélaginu og fyrirtækjum sem vilja draga úr kolefnisspori sínu með því að græða upp land. Landgræðslan dregur með þessu móti úr notkun á tilbúnum áburði til uppgræðslu ár hvert og með innkaupum sveitarfélagsins og rekstraraðila á vatnssparandi salernum sparast mikið magn af vatni.
Sveitarstjórn samþykkir Umbótaáætlunina samhljóða og sveitarstjóra falið að senda hana inn til Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.

2. Landsnet: Kröflulína 3, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 1801017

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem breytt lega Kröflulínu 3 verði færð inn að aðalskipulagsuppdrátt með þeim rökstuðningi skipulagsnefndar, sem felst í meginatriðum á hugmyndir Landsnets um legu Kröflulínu 3, niðurstöðu umhverfismats um legu línunnar þar sem nefndin tekur rökstudda afstöðu til umsagna/athugasemda Skipulagsstofnunar með þeim fyrirvörum sem fram koma í bókun nefndarinnar m.a. um að kanna þann kost að Kröflulína 2 yrði færð samhliða F-valkosti, þ.e. norður fyrir þjóðveg 1 áður en endanleg lega Kröflulínu 3 verður færð inn á aðalskipulagsuppdrátt.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við Landsvirkjun að hún geri tillögu að breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar þar sem breytt lega Kröflulínu 3 verði færð inn á deiliskipulagsuppdrátt. Stefnt verði að því að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði auglýstar samhliða.

Rökstuðningur skipulagsnefndar:

1.0 Valkostir í Skútustaðahreppi

1.1 Línuleiðir.
Skipulagsnefnd er sammála niðurstöðu Landsnets með val á línuleið B4 af þeim kostum sem komu til mats. Að mati nefndarinnar hefur sá kostur minnstan sýnileika og er styttri en lega línunnar skv. aðalskipulagi og af kostunum fimm raskar B4 minnstu af yngri hraunum.
Nefndin er einnig sammála ábendingum frá fulltrúa í sveitarstjórn Skútustaðahrepps og landeiganda á svæðinu, til Landsnets, um að með tilliti til sýnileika geti verið vænlegt að færa línuleið á Austaraselsheiði á um 2,35 km kafla um 800-900 m til austurs þar sem sú færsla virðist hafa minna neikvæðari áhrif á umhverfisþætti en sú línuleið sem á þessum kafla kom til álita í matinu. (Sjá bókun vegna F-valkosts).
1.2 Mastragerð.
Skipulagsnefnd er sammála vali á mastragerð þar sem hún telur að hún hafi minni sýnileika en aðrar mastragerðir sem komu til álita og ekki síður að talin er minni hætta á áflugi með þessari þessari mastragerð og Skipulagsstofnun bendir t.d. á neikvæð áhrif I-mastra vegna fuglalífs.
1.3 Jarðstrengir E1. Undir Jökulsá á Fjöllum.
Skipulagsnefnd telur að almennt eigi að kanna möguleika á lagningu jarðstrengja þar sem það er framkvæmanlegt af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum og í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það er mat nefndarinnar að jarðstrengur undir Jökulsá á Fjöllum sé ekki vænlegur kostur með vísan í niðurstöðu Landsnets sem telur að af tæknilegum ástæðum og samkvæmt kostnaðarútreikningum sem sýndir eru í sérfræðiskýrslu í viðauka 8 sé valkostur E1 fjórum til rúmlega fimm sinnum dýrari en þverun með loftlínu skv. aðalvalkosti og uppfyllir því ekki viðmið sem sett eru fram um kostnað í stefnu stjórnvalda.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að samhliða lagningu á Kröflulínu 3 verði kannaðir til hlítar allir möguleikar á að leggja núverandi Kröflulínu 2 í jörðu þar sem aðstæður leyfa.

2.0 Umhverfisþættir og mat.

2.1 Gróður
Í áliti Skipulagsstofnunar segir að áhrif framkvæmdarinnar í heild teljist,,talsvert neikvæð", en gerir sérstaklega að umfjöllunarefni röskun á votlendissvæðum, sem skipulagsnefnd er sammála Landsneti um að ekki eigi við í tilviki þeirra valkosta sem liggja innan Skútustaðahrepps.
2.2 Fuglar.
Í áliti Skipulagsstofnunar segir óverulegan mun á áhrifum valkosta nema að I- möstur valdi meiri áflugshættu (á ekki við hér). Mestu áhrif verði á Austaraselsheiði og Búrfellshrauni þar sem séu fuglastofnar sem eru í áhættu vegna áflugs. Stofnarnir (rjúpa og andfuglar) séu stórir á landsvísu og því ekki líklegt að línan hafi verulega neikvæð áhrif á þá. Skipulagsnefnd vekur þó athygli á því að við útgáfu framkvæmdaleyfis komi til álita að setja kröfur um vöktun umhverfisáhrifa hvað varðar áflug fugla.
2.3 Jarðmyndanir
Skipulagsnefnd tekur undir með Skipulagsstofnun og UST og telur brýnt að á þeim hluta línuleiðar sem farið er yfir nútímahraun eigi KR3 að fylgja KR2 svo hið óafturkræfa rask verði í lágmarki. Skipulagsstofnun telur áhrif þau sömu óháð valkostum.
Skipulagsnefnd tekur einnig undir með Skipulagsstofnun sem telur að áhrif á jarðmyndanir verði ,,verulega neikvæð" vestan Jökulsár á Fjöllum og vísar í 13. gr. skipulagslaga um sérfræðiálit áður en gefið er út framkvæmdaleyfi um möguleg og veruleg áhrif á viðkomandi jarðmyndanir.
2.4 Landslag og ásýnd.
Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að áhrifin verði ,,nokkuð neikvæð". Skipulagsnefnd er þó sammála Skipulagsstofnun um að sýnileiki B3 og B4 sé minni en ,,fyrri aðalvalkosts” og valkosta B1 og B2 þegar horft er frá svæðinu að sunnan en meira áberandi innan þess hluta Kröflusvæðis sem einkennist af mannvirkjum. Línan sjáist lítið sem ekki frá Víti og Leirhnjúk.
F valkostur. Skipulagsnefnd telur neikvætt að á líftíma Kröflulínu 2 yrðu sjáanlegar loftlínur beggja vegna þjóðvegar 1 á þessum kafla ef F-valkostur yrði valinn. Nefndin telur áhugavert að kanna þann kost að Kröflulína 2 yrði færð samhliða F-valkosti, þ.e. norður fyrir þjóðveg 1.
2.5 Útivist og ferðamennska
Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að milli Kröflu og Jökulsá á fjöllum um Mývatnsöræfi þar sem gert sé ráð fyrir loftlínu samsíða Kröflulínu 2 sunnan þjóðvegar þaðan sem aðgengi sé að vinsælum ferðamannasvæðum svo sem Öskju og Dettifossi og KR3 sé meira mannvirki en KR2, muni áhrif verða neikvæð á sýn inn til miðhálendisins og áhrif vegfarenda verða verulega neikvæð, en af F-kosti yrðu áhrif á hálendissýn ekki vera til staðar þó hún verði áfram sýnileg vegfarendum vegna nálægðar.
2.6 Vatnsvernd
Skipulagsstofnun segir að teknu tilliti til boðaðrar verktilhögunar og aðgerða til að lágmarka mengunarhættu sé ekki ástæða til að ætla að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á vatnsvernd. Sú línuleið sem LN vill nú fara skv. B4 liggur norðar en KR3 línan á skipulaginu og er því inn á sama grannsvæði en hins vegar enn fjær brunnsvæði Austaraselslinda en kosturinn á aðalskipulaginu.
2.7 Menningarminjar
Fornleifafræðingur fór yfir línuleiðirnar B-kostina og aðalvalkost og þar sem engar skráðar fornleifar voru innan línuleiðanna voru áhrifin sögð ,,engin".
Sjá þó F-valkost
Þar sem valkostur F bættist við eftir að frummatsskýrsla var kynnt og bætt inn í matsskýrslu hefur fornleifafræðingur ekki gengið þá línuleið. Hins vegar var bætt við eftirfarandi texta inn í matsskýrslu:

9.3.6 Valkostur F - Norðan þjóðvegar frá Jörundi að Vegasveinum
Sunnan við valkost F og norðan við þjóðveg 1 liggur vörðuð þjóðleið (7:1). Vörðurnar voru hlaðnar upp fyrir nokkrum árum. Við Vegasveina beygir kostur F til suðausturs og þverar þjóðveg 1, þar er farið yfir þessa fornu leið. Þessi varðaða leið kom til sögu um 1875, þegar Nýjahraun rann yfir eldri reiðgötur sem eru talsvert sunnan við þjóðveg 1.
Fornleifafræðingur hefur ekki kannað sérstaklega leið valkostar. Komi valkosturinn til greina á síðari stigum verður unnin fornleifaskráning á línuleiðinni.

Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3. Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi þar sem bætt verði inn á aðalskipulagsuppdrátt nýjum áningarstöðum við Grjótagjá, Lofthelli og Lúdent með þeim fyrirvörum að undanþága fáist frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þar sem áningarstaðirnir við Lofthelli og Lúdent eru á svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði á grannsvæði vatnsverndar, þá er mannvirkjagerð óheimil nema með undanþágu frá ráðuneytinu. Í því samhengi þykir sveitarstjórn sýndur hagur af þurrsalernum á áningarstöðum þar sem umferð er t.d. þegar til staðar.

4. Hlíð, ferðaþjónusta: Tillaga að deiliskipulagi - 1706011

Afgreiðslu frestað.

5. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Sveitarstjórn heimilar skipulagsnefnd að ráðast í gerð deiliskipulags á reit M-113 sem frestað var við gerð deiliskipulags þéttbýlis Reykjahlíðar. Við deiliskipulagsgerðina verði lögð áhersla á að koma til móts við óskir og þarfir þeirra sem lýst hafa áhuga á að koma upp starfsemi á reitnum.

7. Hólasandur: Breytingar á aðalskipulagi - 1802004

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Fylgiskjal: Hólasandur. Skipulags- og matslýsing.

8. Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003

Afgreiðsla sveitarstjórnar færð í trúnaðabók.

9. Landgræðslan: Umsókn í Landbótasjóð - 1702018

Bréf frá Landgræðslu ríksins dags. 12. febrúar 2018 lagt fram þar sem tilkynnt um afgreiðslu umsóknar Skútustaðahrepps til Landbótasjóðs 2018. Landbótasjóður styrkir Skútustaðahrepp um kr. 450.000 kr. vegna áburðardreifingar á 40 ha á árinu 2018. Þetta er mikil lækkun frá síðasta ári eða um 1350 þ.kr. niðurskurður. Til úthlutunar úr Landbótasjóði fyrir árið 2018 voru 53 millj. kr. og er það heldur lægri upphæð en árið 2018 þar sem ekki fékkst styrkur frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum síðum með niðurskurðinn.
Sveitarstjórn felur Landbúnaðar- og girðinganefnd umsjón og eftirfylgni með ráðstöfun styrkveitingarinnar og ábyrgð á framkvæmd landgræðsluverkefna í sveitarfélaginu sem undir styrkveitinguna falla.

10. Hlíðavegur 6: Skrifstofuaðstaða í opnu rými - 1612025

Framhald frá síðasta fundi. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra með kostnaðaráæltun vegna breytinga á gamla leikskólahúsnæðinu að Hlíðavegi 6, sem verður fyrsti vísir að þekkingasetri í Mývatnssveit. Jafnframt lagðar fram tillögur að húsaleigusamningi við væntanlega leigutaka.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á húsnæðinu. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er 4. m.kr. Áætlað er að breytingunum verði lokið í byrjun maí.
Viðaukinn (nr. 6 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum sem hafa áhuga á að leigja skrifstofuaðstöðu í opnu rými.

Fylgiskjal: Minnisblað

11. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 45. fundar skipulagsnefndar dags. 26. febrúar 2018. Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 5, 6 og 7 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 2-7.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

12. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar frá 22. febrúar 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

13. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð frá 302. stjórnarfundi Eyþings dags. 26. janúar 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð Eyþings.

14. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Pistill sveitarstjóra.

15. Vöktun á lífríki Mývatns - 1704014

Á fundinn mætti Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) og fór yfir rannsóknir í tengslum við vöktun Mývatns.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020