45. fundur

 • Fundargerđir
 • 26. febrúar 2018

Skipulagsnefnd26.02.2018. 45. fundur

26. febrúar 2018, kl. 13:00-15:00.

Fundarstaður: Skrifstofa Skútustaðahrepps

Fundarmenn:                               Starfsmenn:
Helgi Héðinsson, formaður            Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Arnþrúður Dagsdóttir                    Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri (fundarritari)
Birgir Steingrímsson
Hólmgeir Hallgrímsson varam. í fjarveru Péturs Snæbjörnssonar
Selma Ásmundsdóttir

 

 

Dagskrá:

 

 1. Kröflulína 3. Breyting á aðalskipulagi.

 2. Vogajörðin. Deiliskipulag sameignarlands.

 3. Hlíð ferðaþjónusta. Deiliskipulag.

 4. Jarðböðin. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.

 5. Drekagil. Deiliskipulag smávirkjunar.

 6. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar. Deiliskipulag miðsvæðis.

 7. Aðalskipulag Skútustaðhrepps. Breyting vegna losunarsvæðis á Hólasandi.

 8. Embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa árið 2017.

 9. Skýrsla skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

1. Kröflulína 3. Breyting á aðalskipulagi o.fl.

Erindi dags 19. janúar 2018 frá Þórarni Bjarnasyni, verkefnisstjóra, f.h. Landsnets þar sem gerð er grein fyrir því að Landsnet vinni að undirbúningi vegna framkvæmda á Kröflulínu 3, milli Kröflu og Fljótsdals. Kröflulína 3 er framkvæmd sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum og hefur Landsnet nú lokið mati á umhverfisáhrifum og Skipulagsstofnun gefið út álit sitt um umhverfismat línunnar.

Til þess að hægt sé að veita framkvæmdaleyfi þarf það að vera í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi sveitarfélags.

Þar sem aðalvalkostur Landsnets er ekki fyllilega í samræmi við núgildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps, leggur Landsnet hér fram beiðni til sveitarfélagsins um að það hefji vinnu við skipulagsbreytingar, samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Þær breytingar sem Landsnet óskar eftir að gerðar verði á Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023, eru eftirfarandi:

 • Breyting á Kröflulínu 3 næst Kröfluvirkjun, til samræmis við valkost B4 í matsskýrslu.

 • Bæta inn efnistökusvæðum samanber efnistökusvæði 2, 5b, 6, 8 og 9 í matsskýrslu.

 • Afléttingu frá almennu hverfisverndarákvæði fyrir svæði Hv- 350. Í núgildandi aðalskipulagi gætir ósamræmis, þar sem gert er ráð fyrir Kröflulínu 3 innan framangreinds verndarsvæðis, þar sem þó er óheimil röskun jarðmyndana eða gróðurlenda.

Jafnframt þarf að vinna breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar til samræmis við breytingar á aðalskipulagi.

Skipulagsbreytingarnar eru háðar lögum um umhverfismat áætlana og því þarf að vinna umhverfismat og skipulagsbreytingar samhliða.

Í bréfi Landsnets er gerð grein fyrir tilgangi framkvæmdarinnar, aðalvalkosti Landsnets og rökstuðningur fyrir honum og bent er á nauðsynlegt samráði við önnur sveitarfélög á línuleið Kröflulínu 3 með vísan í kafla 5.1.2 í áliti Skipulagsstofnunar, þar sem fjallað er um jarðstrengi kemur fram að mikilvægt sé að horft verði heildstætt til línuleiðarinnar á milli Blöndu og Fljótsdals.

Erindinu fylgir einnig uppdráttur sem sýnir núverandi legu Kröflulínu 3 og tillögu að breyttri legu skv. aðalvalkosti Landsnets.

Hér á eftir fer niðurstaða umhverfismats sem Landsnet lét framkvæmda og Athugasemdir/umsagnir Skipulagsstofnunar við niðurstöðu matsins.

Valkostir í Skútustaðahreppi

 

      1.1 Línuleiðir

Lagt var mat á fimm valkosti (B1-B4 og „aðalvalkostur“) á legu línunnar næst Kröfluvirkjun. Við kynningu á frummatsskýrslu komu fram athugsemdir frá nokkrum aðilum, þar sem valkostur B4 var talinn ákjósanlegastur þeirra kosta sem metnir voru næst Kröflu. Landsvirkjun benti hins vegar á kosturinn samræmdist ekki framtíðaráformum fyrirtækisins á svæðinu. Á vinnslutíma matsskýrslunnar hefur í, samstarfi við Landsvirkjun, verið skoðað hvernig megi útfæra valkost B4 allra næst virkjuninni, þannig valkosturinn geti samræmst sem best þeim hagsmunum sem um ræðir. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða Landsnets að B4 verði hluti af aðalvalkosti Kröflulínu 3 í stað þess kostar næst Kröfluvirkjun sem sýndur er í frummatsskýrslu og matsskýrslu sem „aðalvalkostur“.

Lýsing á öðrum kostum en B4 er eftirfarandi:

„Aðalvalkostur“ (samkvæmt núgildandi aðalskipulagi). Línuleið frá nýju tengivirki við Kröfluvirkjun, þaðan upp á brún vestan stöðvarhússins, beygir þar til suðurs niður með Þríhyrningadal og síðan til austurs, yfir Leirbotna og um Sandabotnaskarð, sem liggur milli Halaskógafjalls og Sandabotnafjalls. Línukaflinn er um 2.300 m og 8 mastrastæði.

Valkostur B1, er minniháttar útfærsla miðað við „aðalvalkost“ við þverun Leirbotna. Samkvæmt valkosti B1 þverar Kröflulína 3 Leirbotna meira þvert, litlu norðan við „aðalkost“, og liggur norðan við lítinn hól og sunnan við rauðamalarnámu, beygir svo suðaustur með hlíð Sandabotnafjalls og sameinast aðalkosti við mynni Sandabotnaskarðs. Línukafli skv. valkosti B1 er um 2.370 m langur og telur 9 mastrastæði.

Valkostur B2 er línulögn samhliða núverandi byggðalínu, Kröflulínu 2, suður Hliðardal. Valkosturinn sameinast aðalvalkosti á Austaraselsheiði. Línukaflinn um 1,7 km lengri en sami kafli skv. „aðalvalkosti“ og þar eru þremur fleiri mastrastæði, þ.e. 11 mastrastæði. Nýlagning slóða yrði styttri en öðrum kostum, enda mætti nýta slóða núverandi línu.

Valkostur B3, er ný línuleið fyrstu 2 km frá tengivirki við Kröflu í Leirbotnum og er um 2.610 m langur kafli með tíu mastrastæði sem liggur milli stöðvarhúss og vinnubúða í suðaustur yfir Leirbotna og upp að Grænagilsöxl. Þaðan liggur leiðin til suðurs að Sandabotnaskarði.

Lagt var mat á F- valkost. Liggur norðan þjóðvegar, frá Jörundi að horni við Vegasveina, þaðan til suðausturs fyrir þjóðveginn og komið inn á aðalvalkost Kröflulínu 3 þar sem hann þverar Kröflulínu 2 við Vegasveina. Liggur 700 - 800 m norðan við aðalvalkost á Austaraselsheiði

Samanburður áhrifa á helstu umhverfisþætti:

Gróðurfar. Gróðurfar á línuleiðunum er sambærilegt en vegna minni slóðagerðar vegna valkostar B2 yrði röskun á gróðri á svæðinu (mólendi) 0,3 ha minna af B2 en B4 (nýjum aðalvalkosti).

Jarðmyndanir. Með tilliti til rasks á jarðmyndunum þá raskar B3 nútímahrauni nær jafnmikið og B4 (17,31 ha en B4 17,30). Vegna minni slóðagerðar af B2 er röskun vegna hans minnst. B1 raskar nútímahrauni mest valkostanna eða um 17,60 ha. Af kostunum fimm raskar B4 hins vegar minnstu af yngri hraunum (sem hafa meira verndargildi en eldri hraun), en B2 veldur aftur á móti mestu raski yngri hrauna.

1.2 Mastragerð

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti Landsnets, þ.e M-möstrum er á bls. 19 í matsskýrslu.

Skipulagsstofnun tekur ekki afstöðu til mastragerða utan það sem segir um neikvæð áhrif I-mastra vegna fuglalífs.

        1.3 Jarðstrengir E1. Undir Jökulsá á Fjöllum.

Metinn var hluti leiðar sem jarðstrengur innan þjóðgarðs, sbr. stefnu stjórnvalda.

Um kostinn segir á bls. 66 í matsskýrslu.

Mikil óvissa fylgir svo langri borun þar sem undirlag árinnar er ekki þekkt. Þá er óvissa varðandi rekstraröryggi strengs sem liggur undir jökulá í mjög virku jarðfræðilegu umhverfi. Stór flóð geta auðveldlega breytt landslagi árbotnsins umtalsvert á skömmum tíma. Staðsetningu jarðstrengs í lausum setlögum í botni vatnsmikillar ár eins og Jökulsár á Fjöllum fylgir rofhætta sem talin er meiri en hætta loftlínu sem liggur yfir ánni. Jarðstrengur á þessum stað er talinn hafa óveruleg neikvæð áhrif á afhendingaröryggi. Ekki er þörf á útjöfnun launafls vegna jarðstrengs að þessari lengd. Ef línuleið er innan þjóðgarðs, skal samkvæmt stefnu stjórnavalda miða við að leggja jarðstreng ef kostnaður vegna hans er ekki meiri en tvisvar sinnum kostnaður við loftlínu á viðkomandi kafla, nema ef ekki er talið tæknilega mögulegt að leggja jarðstreng eða ef loftlína er í umhverfismati talinn betri kostur með tilliti til umhverfissjónarmiða. Samkvæmt kostnaðarútreikningum sem sýnt eru í sérfræðiskýrslu í viðauka 8 er valkostur E1 fjórum til rúmlega fimm sinnum dýrari en þverun skv. aðalvalkosti og uppfyllir því ekki viðmið sem sett eru fram um kostnað í stefnu stjórnvalda.

Rökstuðningur LN fyrir því að aðalvalkostur sé loftlína alla leið er :

  • Kostnaðarmunar.

  • Tæknilegra takmarkanna á hámarkslengd jarðstrengja milli Blöndu og Fljótsdals.

   • 15 km milli Kröflu og Fljótsdals. 12 km milli Hólasands/Kröflu og Akureyrar.

   • Möguleikarnir geta ekki verið fullnýttir á báðum stöðum.

   • Kafli í Eyjafirði fellur undir stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og hefur forgang. Sá strengur dregur úr mögulegri hámarkslengd á KR3 (gæti orðið styttri en 10 km)

   • Ávinningur af svo stuttum streng á víðáttumiklu svæði er að mati Landsnets hverfandi.

   • Landsnet telur að frekar eigi að nýta möguleika til jarðstrengslagna á lægri spennustigum.

    Skipulagsstofnun segir í áliti sínu:

    Skipulagsstofnun segir að draga megi úr neikvæðum áhrifum á landslag með því að leggja línuna í jörðu. Þar komi til greina kaflar sem metnir voru, auk þess eigi að skoða jarðstreng á kaflanum um Austaraselsheiði og Mývatnsöræfi.

    Landsnet bendir á að :

    Jarðstrengskostir sem voru metnir umfram það sem stefna stjórnvalda kveður á um voru metnir í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar þegar frummatsskýrsla var í vinnslu. Þá var ekki bent á svæðið um Austaraselsheiði og Mývatnsöræfi.

    Sveitarstjórn þarf að koma því á framfæri í skipulagsvinnu og síðar í framkvæmdaleyfismálum að það sé meðvitað um rök LN fyrir loftlínukosti alla leið.

Umhverfisþættir og mat

 

2.1 Gróður.

Niðurstaða Landsnets var að valkostir næst Kröfluvirkjun, aðalvalkostur og F-valkostur hefðu allir „óverulega neikvæð áhrif“ á gróður. Tafla 19.1 í matsskýrslu

Í áliti Skipulagsstofnunar segir að áhrif framkvæmdarinnar í heild teljist „talsvert neikvæð“, en gerir sérstaklega að umfjöllunarefni röskun á votlendissvæðum, sem ekki á við í tilviki þeirra valkosta sem liggja innan Skútustaðahrepps.

2.2 Fuglar.

Niðurstaða Landsnets var að valkostir næst Kröfluvirkjun, aðalvalkostur og F-valkostur hefðu allir „óverulega neikvæð áhrif“ á fuglalíf. Tafla 19.1 í matsskýrslu

Í áliti Skipulagsstofnunar segir óverulegan mun á áhrifum valkosta nema að I- möstur valdi meiri áflugshættu. Mestu áhrif verði á Austaraselsheiði og Búrfellshrauni þar sem séu fuglastofnar sem eru í áhættu vegna áflugs. Stofnarnir (rjúpa og andfuglar) séu stórir á landsvísu og því ekki líklegt að línan hafi verulega neikvæð áhrif á þá.

Skipulagsstofnun áréttar að við leyfisveitingar sé tryggt að vöktun verði um áflug á línuna.

2.3 Jarðmyndanir.

Niðurstaða Landsnets var að valkostir næst Kröfluvirkjun, hefðu allir „talsvert neikvæð áhrif“ nema kostur B4 sem hefði „óverulega neikvæð áhrif“ F- kostur og aðalvalkostur hefðu „talsvert neikvæð áhrif“. Tafla 19.1 í matsskýrslu.

Skipulagsstofnun segir að áhrif á jarðmyndanir verði „verulega neikvæð“ vestan Jökulsár á Fjöllum.

Skipulagsstofnun tekur undir með UST og telur brýnt að á þeim hluta línuleiðar sem farið er yfir nútímahraun eigi KR3 að fylgja KR2 svo hið óafturkræfa rask verði í lágmarki. Skipulagsstofnun telur áhrif þau sömu óháð valkostum.

Skipulagsstofnun vísar í 13. gr. skipulagslaga um sérfræðiálit áður en gefið er út framkvæmdaleyfi um möguleg og veruleg áhrif á viðkomandi jarðmyndanir. Það er nú ekki komið að því að gefa út framkvæmdaleyfi, en þá ætti að vera fullnægjandi að vísa í umsagnir UST og N.Í um frummatsskýrsluna (og þær umsagnir sem munu berast Skútustaðahrepp vegna skipulagsbreytinga).

Þar segir NÍ m.a. að lýsing á jarðfræði sé greinargóð og að miðað við eðli framkvæmdarinnar telji NÍ að henni sé að mestu leyti nægjanlega lýst til að hægt sé að meta áhrif línunnar og taka ákvarðanir um hana m.t.t. valkostar hvað varðar línuleiðir. Þá liggur einnig fyrir umsögn UST (liður 9) sem mætti vísa í þegar þar að kemur.

2.4 Landslag og ásýnd

 

Næst Kröfluvirkjun, B-valkostir

Niðurstaða Landsnets í matsskýrslu var með tilliti til landslags að áhrif allra valkosta næst Kröfluvirkjun hefði „óverulega neikvæð áhrif“. Tafla 19.1 í matsskýrslu

Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að áhrifin verði „nokkuð neikvæð“ (sem er neikvæðari vægiseinkunn en óveruleg og var ekki notuð af LN í matinu (enda ekki í leiðbeiningum SKS) óháð því hvaða valkostur verði valinn. Sýnileiki B3 og B4 sé minni en „fyrri aðalvalkosts“ og valkosta B1 og B2 þegar horft er frá svæðinu að sunnan en meira áberandi innan þess hluta Kröflusvæðis sem einkennist af mannvirkjum. Línan sjáist lítið sem ekki frá Víti og Leirhnjúk.

F- valkostur

Niðurstaða Landsnets var að áhrif F-kostar á landslag og ásýnd yrði „óverulega neikvæð“. Tafla 19.1 í matsskýrslu.

Hins vegar segir í töflu 11.30 í matsskýrslu að rask á hrauni verði meira en aðalvalkostar þar sem troðningur með Kröflulínu 2 nýtist ekki. Ekki er líklegt að það rask verði áberandi í umhverfinu. Valkosturinn liggi norðan þjóðvegar og því ekki í forgrunni inn til miðhálendisins í helstu útsýnisáttinni sem er til fjallanna og hraunbreiðunnar í suðri. Hins vegar yrði línuleiðin í forgrunni til fjalla í norðri og breyta grunnástandi þegar horft er í þá átt.

Á bls. xi í matsskýrslu segir:

Valkostur F er frávik frá aðalvalkosti á Austurfjöllum og mótaðist í kjölfar frumskoðunar á tillögu að línuleið, sem gerð var í kjölfar athugasemda við frummatsskýrslu. Valkosturinn felst í að í stað þess að beygja suður fyrir þjóðveg að Kröflulínu 2 á móts við fjallið Jörund er haldið áfram norðan vegar í horn við rætur Vestaribrekku. Þar er beygt til suðausturs, yfir þjóðveg 1 og komið inn í aðalkost Kröflulínu 3 þar sem hann þverar Kröflulínu 2 við Vegasveina. Umhverfisáhrif valkostarins eru á heildina litið nokkuð sambærileg og aðalvalkostar, en hann hefur ólík sjónræn áhrif frá þjóðvegi 1. Til norðurs breytist ásýnd og yrði línan vel sýnileg þegar horft yrði í átt að fjalllendi þar, t.d. Jörundi, en til suðurs myndi sýnileiki raflína haldast óbreyttur og þá einskorðast við Kröflulínu 2. Á líftíma Kröflulínu 2 yrðu sjáanlegar loftlínur beggja vegna þjóðvegar 1 á þessum kafla.

segir í áliti sínu að áhrif F-kostar verði ekki eins neikvæð og ef aðalvalkosti er fylgt sunnan þjóðvegar. Lagning Kröflulínu 3 sunnan þjóðvegar meðfram núverandi línu myndi rýra útsýni til suðurs og áhrif á landslag þessa svæðis verði „verulega neikvæð“. (bls. 24 í áliti). Í þessu samhengi er mikilvægt að sveitarstjórn fjalli um staðsetningu KR3 í skipulagi í samhengi við það sem segir í áliti SKS á bls. 36 í áliti. Þarf mögulega að vísa til stöðu gagnvart stefnumörkun í landsskipulagi um náttúrugæði miðhálendisins?

2.5 Útivist og ferðamennska.

 

Niðurstaða Landsnets vegna valkosta næst Kröfluvirkjun var að þeir hefðu „óverulega neikvæð áhrif“ óháð valkostum. Tafla 19.1 í matsskýrslu

Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að næst Kröfluvirkjun verði áhrif „nokkuð neikvæð“ burtséð frá valkostum.

 1. Landsnets var að áhrif valkosta næst Kröfluvirkjun, aðalvalkostar og F-kostar hefðu „óverulega neikvæð áhrif“. Tafla 19.1 í matsskýrslu. Þó segir að áhrif F- kostar séu nokkru minni en aðalvalkostar. (bls. 246 í matsskýrslu)

Skipulagsstofnun segir í áliti sín að milli Kröflu og Jökulsá á fjöllum um Mývatnsöræfi þar sem gert sé ráð fyrir loftlínu samsíða Kröflulínu 2 sunnan þjóðvegar þaðan sem aðgengi sé a ð vinsælum ferðamannasvæðum svo sem Öskju og Dettifossi og KR3 sé meira mannvirki en KR2 muni áhrif verða neikvæð á sýn inn til miðhálendisins og áhrif vegfarenda verða verulega neikvæð, en af F-kosti yrðu áhrif á hálendissýn ekki vera til staða þó hún verði áfram sýnileg vegfarendum vegna nálægðar.

2.6 Vatnsvernd

 

Niðurstaða Landsnets vegna valkosta næst Kröfluvirkjun, aðalvalkostar og F-kostar var að þeir hefðu „óverulega neikvæð áhrif“ óháð valkostum. Tafla 19.1 í matsskýrslu

Skipulagsstofnun segir að að teknu tilliti til boðaðrar verktilhögunar og aðgerða til að lágmarka mengunarhættu sé ekki ástæða til að ætla að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á vatnsvernd.

2.7 Menningarminjar.

 

Niðurstaða Landsnets vegna valkosta næst Kröfluvirkjun, aðalvalkostar og F-kostar var að þeir hefðu „engin áhrif“ óháð valkostum. Tafla 19.1 í matsskýrslu.

Skipulagsstofnun segir áhrifin „óverulega neikvæð“. Óvissa sé um F-kost.

 

Skipulagsnefnd felst í meginatriðum á hugmyndir Landsnets um legu Kröflulínu 3, niðurstöðu umhverfismats um legu línunnar og einnig er tekin rökstudd afstaða til umsagna/athugasemda Skipulagsstofnunar með þeim fyrirvörum sem fram koma í eftirfarandi umfjöllun.

 

 1. Valkostir í Skútustaðahreppi

   

  1.1 Línuleiðir.

Skipulagsnefnd er sammála niðurstöðu Landsnets með val á línuleið B4 af þeim kostum sem komu til mats. Að mati nefndarinnar hefur sá kostur minnstan sýnileika og er styttri en lega línunnar skv. aðalskipulagi og af kostunum fimm raskar B4 minnstu af yngri hraunum.

Nefndin er einnig sammála ábendingum frá fulltrúa í sveitarstjórn Skútustaðahrepps og landeiganda á svæðinu, til Landsnets, um að með tilliti til sýnileika geti verið vænlegt að færa línuleið á Austaraselsheiði á um 2,35 km kafla um 800-900 m til austurs þar sem sú færsla virðist hafa minna neikvæðari áhrif á umhverfisþætti en sú línuleið sem á þessum kafla kom til álita í matinu.

 1. 1.2 Mastragerð.

Skipulagsnefnd er sammála vali á mastragerð þar sem hún telur að hún hafi minni sýnileika en aðrar mastragerðir sem komu til álita og ekki síður að talin er minni hætta á áflugi með þessari þessari mastragerð og Skipulagsstofnun bendir t.d. á neikvæð áhrif I-mastra vegna fuglalífs.

 1. 1.3 Jarðstrengir E1. Undir Jökulsá á Fjöllum.

Skipulagsnefnd telur að almennt eigi að kanna möguleika á lagningu jarðstrengja þar sem það er framkvæmanlegt af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum og í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það er mat nefndarinnar að jarðstrengur undir Jökulsá á Fjöllum sé ekki vænlegur kostur með vísan í niðurstöðu Landsnets sem telur að af tæknilegum ástæðum og samkvæmt kostnaðarútreikningum sem sýndir eru í sérfræðiskýrslu í viðauka 8 sé valkostur E1 fjórum til rúmlega fimm sinnum dýrari en þverun með loftlínu skv. aðalvalkosti og uppfyllir því ekki viðmið sem sett eru fram um kostnað í stefnu stjórnvalda.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að samhliða lagningu á Kröflulínu 3 verði kannaðir til hlítar allir möguleikar á að leggja núverandi Kröflulínu 2 í jörðu þar sem aðstæður leyfa.

2.0 Umhverfisþættir og mat.

         2.1 Gróður

Í áliti Skipulagsstofnunar segir að áhrif framkvæmdarinnar í heild teljist „talsvert neikvæð“, en gerir sérstaklega að umfjöllunarefni röskun á votlendissvæðum, sem skipulagsnefnd er sammála Landsneti um að ekki eigi við í tilviki þeirra valkosta sem liggja innan Skútustaðahrepps.

 1. 2.2 Fuglar.

Í áliti Skipulagsstofnunar segir óverulegan mun á áhrifum valkosta nema að I- möstur valdi meiri áflugshættu (á ekki við hér). Mestu áhrif verði á Austaraselsheiði og Búrfellshrauni þar sem séu fuglastofnar sem eru í áhættu vegna áflugs. Stofnarnir (rjúpa og andfuglar) séu stórir á landsvísu og því ekki líklegt að línan hafi verulega neikvæð áhrif á þá. Skipulagsnefnd vekur þó athygli á því að við útgáfu framkvæmdaleyfis komi til álita að setja kröfur um vöktun umhverfisáhrifa hvað varðar áflug fugla.

        2.3 Jarðmyndanir

Skipulagsnefnd tekur undir með Skipulagsstofnun og UST og telur brýnt að á þeim hluta línuleiðar sem farið er yfir nútímahraun eigi KR3 að fylgja KR2 svo hið óafturkræfa rask verði í lágmarki. Skipulagsstofnun telur áhrif þau sömu óháð valkostum.

Skipulagsnefnd tekur einnig undir með Skipulagsstofnun sem telur að áhrif á jarðmyndanir verði „verulega neikvæð“ vestan Jökulsár á Fjöllum og vísar í 13. gr. skipulagslaga um sérfræðiálit áður en gefið er út framkvæmdaleyfi um möguleg og veruleg áhrif á viðkomandi jarðmyndanir.

 1. 2.4 Landslag og ásýnd.

Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að áhrifin verði „nokkuð neikvæð“. Skipulagsnefnd er þó sammála Skipulagsstofnun um að sýnileiki B3 og B4 sé minni en „fyrri aðalvalkosts“ og valkosta B1 og B2 þegar horft er frá svæðinu að sunnan en meira áberandi innan þess hluta Kröflusvæðis sem einkennist af mannvirkjum. Línan sjáist lítið sem ekki frá Víti og Leirhnjúk.

F valkostur. Skipulagsnefnd telur neikvætt að á líftíma Kröflulínu 2 yrðu sjáanlegar loftlínur beggja vegna þjóðvegar 1 á þessum kafla ef F-valkostur yrði valinn. Nefndin telur áhugavert að kanna þann kost að Kröflulína 2 yrði færð samhliða F-valkosti, þ.e. norður fyrir þjóðveg 1.

 1. 2.5 Útivist og ferðamennska

Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að milli Kröflu og Jökulsá á fjöllum um Mývatnsöræfi þar sem gert sé ráð fyrir loftlínu samsíða Kröflulínu 2 sunnan þjóðvegar þaðan sem aðgengi sé að vinsælum ferðamannasvæðum svo sem Öskju og Dettifossi og KR3 sé meira mannvirki en KR2, muni áhrif verða neikvæð á sýn inn til miðhálendisins og áhrif vegfarenda verða verulega neikvæð, en af F-kosti yrðu áhrif á hálendissýn ekki vera til staðar þó hún verði áfram sýnileg vegfarendum vegna nálægðar.

         2.6 Vatnsvernd

Skipulagsstofnun segir að teknu tilliti til boðaðrar verktilhögunar og aðgerða til að lágmarka mengunarhættu sé ekki ástæða til að ætla að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á vatnsvernd. Sú línuleið sem LN vill nú fara skv. B4 liggur norðar en KR3 línan á skipulaginu og er því inn á sama grannsvæði en hins vegar enn fjær brunnsvæði Austaraselslinda en kosturinn á aðalskipulaginu.

 1. 2.7 Menningarminjar

Fornleifafræðingur fór yfir línuleiðirnar B-kostina og aðalvalkost og þar sem engar skráðar fornleifar voru innan línuleiðanna voru áhrifin sögð “engin”.

Sjá þó F-valkost

Þar sem valkostur F bættist við eftir að frummatsskýrsla var kynnt og bætt inn í matsskýrslu hefur fornleifafræðingur ekki gengið þá línuleið. Hins vegar var bætt við eftirfarandi texta inn í matsskýrslu:

 

9.3.6 Valkostur F – Norðan þjóðvegar frá Jörundi að Vegasveinum

Sunnan við valkost F og norðan við þjóðveg 1 liggur vörðuð þjóðleið (7:1). Vörðurnar voru hlaðnar upp fyrir nokkrum árum. Við Vegasveina beygir kostur F til suðausturs og þverar þjóðveg 1, þar er farið yfir þessa fornu leið. Þessi varðaða leið kom til sögu um 1875, þegar Nýjahraun rann yfir eldri reiðgötur sem eru talsvert sunnan við þjóðveg 1.

Fornleifafræðingur hefur ekki kannað sérstaklega leið valkostar. Komi valkosturinn til greina á síðari stigum verður unnin fornleifaskráning á línuleiðinni.

 

Skipulagsnefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að hún heimili að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem breytt lega Kröflulínu 3 verði færð inn að aðalskipulagsuppdrátt með þeim rökstuðningi sem fram kemur í bókun nefndarinnar. Jafnframt verði óskað eftir því við Landsnet að kanna þann kost að Kröflulína 2 yrði færð samhliða F-valkosti, þ.e. norður fyrir þjóðveg 1.

Skipulagsnefnd felur einnig skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við Landsvirkjun að deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði breytt í þá veru að ný lega Kröflulínu 3 verði færð inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur