70. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 15. febrúar 2018

70. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 15. febrúar 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Staða fráveitumála - 1701019

Sveitarstjóri fór yfir stöðu fráveitumála. Unnið er að uppfærðri Umbótaáætlun í samvinnu við hagsmunaaðila og í samræmi við nýjar hugmyndir um lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit. Miðað er við að skila inn nýrri áætlun til heilbrigðiseftirlitsins 1. mars n.k.

2. Skútustaðahreppur: Innkaupareglur - 1801010

Framhald fá síðasta fundi. Sveitarstjóri lagði fram drög að nýjum innkaupareglum fyrir sveitarfélagið, ásamt breytingartillögum frá umhverfisnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir innkaupareglurnar með áorðnum breytingum. Sveitarstjóra falin gerð vinnureglna við innkaup í samstarfi við umhverfisnefnd.

Fylgiskjal: Innkaupareglur Skútustaðahrepps

3. Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023: Stefnumótun í ferðaþjónustu - 1702024

Lögð fram gögn frá samráðsfundum vegna stefnumótunar í ferðaþjónustu frá ráðgjafafyrirtækinu Alta sem heldur utan um vinnuna.
Sveitarstjórn felur formanni skipulagsnefndar og sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra: Umsagnarréttur við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi - 1801016

Lagt fram bréf dags. 19. janúar 2018 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna breytinga við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007.
Þann 1. mars n.k. mun sýslumaðurinn breyta verklagi sínu þannig að umsóknir um rekstrarleyfi verða afgreiddar að liðnum 45 daga fresti eins og tilgreint er í lögum, óháð því hvort umsögnum hefur verið skilað inn eður ei, nema umsagnaraðilar óski sérstaklega eftir fresti við leyfisveitingu. Sýslumaður mun því framvegis ekki ganga á eftir svörum umsagnaraðila eins og gert hefur verið heldur afgreiða umsóknina á grundvelli fyrirliggjandi gagna og í samræmi við sett lög.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við verklagið en hvetur sýslumann að láta rekstraraðila vita með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara áður en leyfið þeirra rennur út. Jafnframt hvetur sveitarstjórn rekstraraðila til þess að huga tímanlega að endurnýjun rekstrarleyfa sinna.

Fylgiskjal: Bréf Sýslumanns á Norðurlandi eystra

5. Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003

Hlutabréf sveitarfélagsins í Jarðböðunum ehf. hafa verið í söluferli undanfarna mánuði. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðin til að hafa umsjón með söluferlinu. Þann 10. janúar síðastliðinn var hlutur sveitarfélagsins og fleiri hluthafa auglýstur til sölu í Markaðinum (fylgirit Fréttablaðsins) og á heimasíðu sveitarfélagsins. Var áhugasömum aðilum gefinn kostur á að óska eftir upplýsingum til og með 31. janúar. Eftir viðtöku fjárfestakynningar var áhugasömum aðilum gefinn frestur til að skila inn skuldbindandi tilboðum fyrir klukkan 16:00 þann 14. febrúar.
Tvö tilboð bárust í allan hlutinn og tvö tilboð í minni hlut. Vegna viðskiptahagsmuna og á meðan forkaupsréttarákvæði er í gildi í allt að fimm vikur er afgreiðsla sveitarstjórnar skráð í trúnaðarbók.

6. Skipulags og byggingafulltrúi: Minnisblað - 1711016

Tvær umsóknir bárust um 100% starf skipulags- og byggingafulltrúa Skútustaðahrepps.
Sveitastjórn samþykkir að ráða Guðjón Vésteinsson í starf skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps og að áframhaldandi samstarf verði við Þingeyjarsveit um skipulags- og byggingamál sveitarfélaganna.

7. Umsókn: Leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags - 1802001

Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn hafnar umsókninni.

8. Þjóðskrá Íslands: Breytingar á gerð kjörskrárstofns - 1802003

Lagt fram bréf dags. 6. feb. 2018 þar sem Þjóðskrá Íslands tilkynnir breytingar á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí n.k. Breytingarnar felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að sækja um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Bréfið lagt fram.

Fylgiskjal: Bréf frá Þjóðskrá

9. Kvenfélag Mývatnssveitar: Uppgjör - 1801015

Kvenfélag Mývatnssveitar hefur séð um 17. júní hátíðarhöld í Skútustaðahreppi í áratugi með styrk frá sveitarfélaginu. Vegna mistaka rukkaði Kvenfélagið ekki fyrir hátíðarhöldin árin 2015 og 2016.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Kvenfélagsins um að greiða fyrir umsjón hátíðarhaldanna þessi ár, samtals 300.000 kr. samkvæmt framlögðum reikningum.
Viðaukinn (nr. 3 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.
Elísabet Sigurðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

10. Lækkun hámarkshraða sunnan Mývatns - 1801021

Á fundi sveitarstjórnar 10. maí 2017 var lagður fram undirskriftalisti frá 16 íbúum í Garði, á Grænavatni og Sjónarhóli, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að hún afturkalli beiðni um lækkun hámarkshraða úr 90 í 70 km/klst frá Skútustöðum að Vogum. Sveitarstjórn hafnaði erindinu en samþykkti samhljóða að taka málið aftur upp í haust þegar meiri reynsla væri komin á þessa hraðatakmörkun út frá umferðaröryggissjónarmiðum.
Leitað var umsagna frá lögreglunni og Vegagerðinni og barst umsögn frá lögreglunni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að beina því til Vegagerðarinnar að færa mörk hámarkshraðalækkunarinnar frá Skútustöðum að Grjótum (nyrst á Garðsgrundum) úr 70 í 90 en hámarkshraði frá Vogum að Grjótum verði áfram 70. Jafnframt hvetur sveitarstjórn Vegagerðina að vanda til verka við innleiðinguna og sjá til þess að hraðamerkingar séu betri.

11. Foreldrafélagið: Styrkbeiðni - 1801023

Lagt fram bréf frá formanni foreldrafélagsins á leikskóla og grunnskóla. Foreldrafélagið í samstarfi við leikskólann Yl og Reykjahlíðarskóla stefnir á að halda námskeið um jákvæðan aga nú í lok febrúar / mars fyrir foreldra. Foreldrafélagið óskar eftir styrk til að niðurgreiða námskeiðið. Skólanefnd tók jákvætt í erindið enda í samræmi við innleiðingu á jákvæðum aga í leik- og grunnskóla og beinir því til sveitarstjórnar að taka jákvætt í kostnaðarþátttöku.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja námskeiðið um 100.000 kr.
Viðaukinn (nr. 4 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

12. Mötuneyti: Gjaldskrá vorið 2018 - 1801012

Gjaldskrá fæðiskostnaðar í mötuneyti grunnskóla og leikskóla fyrir vorið 2018 lögð fram. Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt frá síðasta ári:
Morgunverður 110 kr.
Hádegisverður 330 kr.
½ Hressing 110 kr.
1/1 Hressing 190 kr.
Alla mánuði ársins er reiknað með 20 dögum í innheimtu.
Mötuneyti grunnskóla og leikskóla er rekið saman. Greiðsla miðast einungis við hráefniskostnað.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskráin verði óbreytt.

13. Skútustaðahreppur: Skiltamál - 1703003

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi upplýsingaskilta í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa í samstarfi við skipulagsnefnd, Umhverfisstofnun og Vegagerðina að vinna málið áfram.

14. Skútustaðahreppur: Þekkingasetur - 1801022

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gamla leikskólahúsnæðið að Hlíðavegi 6 verði nýtt sem fyrsti vísir að þekkingasetri í Mývatnssveit.
Sveitarstjóra falið að taka saman kostnaðaráætlun um breytingar á húsnæðinu og tillögur að reglum og leiguverði fyrir næsta fund.

15. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

16. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Lögð fram fundargerð 21. fundar skólanefndar dags. 25. janúar 2018. Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 2 og 9 hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir liðum 11 og 12.
Liður 7: Leikskólinn Ylur: Þróun barnafjölda - 1705006.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráða starfsmann á leikskólann Yl í tímabundið starf eða sex mánuði.
Viðauki (nr. 5 - 2018) að upphæð 2.5 m.kr. verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð 21. fundar

17. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundargerð 10. fundar umhverfisnefndar dags. 1. febrúar 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 3 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
Fundargerð 11. fundar umhverfisnefndar dags. 8. febrúar 2018 lögð fram. Fundargerðin er í einum lið.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fylgiskjöl: Fundargerð 10. fundar. - Fundargerð 11. fundar

18. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimilis aldraðra dags. 23. jan. 2018.

Fylgiskjal: Fundargerð

19. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. jan. 2018.

Fylgiskjal: Fundargerð 856. fundar

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020