Höfđingleg gjöf Kiwanis til leikskólans Yls

  • Skólinn
  • 30. janúar 2018

Leikskólinn Ylur fékk höfðinglega gjöf á dögunum, nánar tiltekið gjafabréf að upphæð 100.360 kr. frá Kiwanisklúbbnum Herðubreið til kaupa á leikföngum fyrir börnin. Við þökkum kærlega fyrir svo rausnarlega gjöf sem kemur án efa að góðum notum.  Leikföngin sem urðu fyrir valinu voru Cuboro kúlubraut, bílahús, matarstell og ungbarnabækur.

Á myndinni eru Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri ásamt fulltrúum frá Kiwanisklúbbnum Herðubreið við afhendinguna á gjafabréfinu. 

Deildu ţessari frétt