69. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. janúar 2018

69. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 24. janúar 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum:
1801011 - Vatnajökulsþjóðgarður: Heimsminjaskrá UNESCO
1712007 - Slökkviliðsstjóri: Aukning á starfshlutfalli
1611024 - Skýrsla sveitarstjóra
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 11, 12 og 13 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga: Uppgjör vegna breytinga á A-deild - 1801003

Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A-deildar sjóðsins.
Lögð fram drög að samkomulagi milli Brúar lífeyrissjóðs og Skútustaðahrepps um framlag Skútustaðahrepps til A-deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna Jafnvægissjóðs, Lífeyrisaukasjóðs og Varúðarsjóðs.
Jafnvægissjóður er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A-deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A-deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðs samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.
Útreiknað framlag Skútustaðahrepps í þessa 3 sjóði eru: i) 563.085 kr. í jafnvægissjóð, ii) 13.957.005 kr. í lífeyrisaukasjóð, iii) 1.501.536 kr. í varúðarsjóð. Samtals framlag 16.021.626 kr.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að greiða framlagt uppgjör frá lífeyrissjóðnum Brú með fyrirvara um að fyrirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanlegir, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
Viðaukinn (nr. 2 - 2018) verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

2. Staða fráveitumála - 1701019

Nýjar hugmyndir um lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem felst í söfnun svartvatns (frárennsli úr klósettum) í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi, voru kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra og Umhverfisstofnun í síðustu viku. Ef af verður, yrði þetta talsvert tryggari og hagkvæmari lausn en hreinsistöðvar og sjálfbærari á allan hátt, með nýtingu næringarefna til uppgræðslu í nágrenninu. Áfram er unnið að þróun þessara lausna í samvinnu við hagsmunaaðila.
Sveitarstjórn samþykkir að umbótaáætlun sveitafélagsins í fráveitumálum verði endurskoðuð í samvinnu við hagsmunaaðila, með það fyrir augum að útfæra umræddar hugmyndir og skila inn nýrri áætlun til heilbrigðiseftirlitsins 1. mars n.k.

3. Hólasandur: Fráveita og uppgræðsla - 1801007

Lagðar fram fyrstu hugmyndir um staðsetningu á geymslustað/tank fyrir svartvatn á Hólasandi. Jafnframt lagt fram minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa vegna skipulagsferlis málsins.
Sveitarstjórn tekur undir bókun frá 44. fundi skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

Fylgiskjal: Minnsblað skipulags- og byggingafulltrúa

4. Deiliskipulag Reykjahlíðar: Breyting á deiliskipulagi - 1710024

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar og tekur undir sjónarmið nefndarinnar um að æskilegast sé að útlit og þakgerð á væntanlegu húsi verði í samræmi við önnur hús á svæðinu.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku breytingartillögunnar.

Fylgiskjal: Deiliskipulag

5. Félag eldri Mývetninga: Samningur 2018-2020 - 1801005

Sveitarstjóri lagði fram drög að endurnýjuðum samningi við Félag eldri Mývetninga til næstu þriggja ára og felur í sér hækkun sem nemur 100.000 kr. á ári.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun hans fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samningurinn er samkvæmt fjárhagsáætlun 2018.

Fylgiskjal: Samningur

6. Skútustaðahreppur: Stjórnsýsluskoðun 2017 - 1801009

Stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2017 lögð fram. Í skýrslunni eru athugasemdir og ábendingar sem taldar eru geta komið að gagni varðandi innra fyrirkomulag og stjórnsýslu, auk athugasemda/ábendinga og tillagna um úrbætur. Brugðist hefur verið við öllum athugasemdum/ábendingum fyrri ára.
Sveitarstjórn fagnar góðum niðurstöðum og felur sveitarstjóra að fylgja skýrslunni eftir.

7. Skútustaðahreppur: Innkaupareglur - 1801010

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. jan. 2018 vegna skýrslu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi 2017 um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu og stuðla að góðu siðferði á sveitarstjórnarstigi. Meðal þess sem vegvísirinn kveður á um er gerð skýrslu um hvernig hægt sé að auka gegnsæi í opinberum innkaupum.
Í framhaldi af bréfi Sambandsins og athugasemdir í stjórnsýsluskoðun 2017 um innkaupareglur sveitarfélagsins samþykkir sveitastjórn að láta endurskoða þær. Horft verði til þess að innkaupareglurnar fjalli um stjórnsýsluna hjá sveitarfélaginu er varðar innkaup, s.s. um heimildir til að skuldbinda sveitarfélagið, samþykkja reikninga, úthlutun útgjaldaheimilda, viðskipti við tengda aðila o.þ.h. Ennfremur verði umhverfis- og samfélagssjónarmið höfð að leiðarljósi við innkaup sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að hafa yfirumsjón með endurskoðuninni með þátttöku umhverfisnefndar.

Fylgiskjal: Bréf SÍS

8. Karlakórinn Hreimur: Styrkbeiðni - 1801008

Auglýsingabeiðni frá karlakórnum Hreimi vegna útgáfu söngskrár 2018. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa auglýsingu í söngskrá karlakórsins Hreims fyrir 25.000 kr. sem bókast á lykil 21-41-4070 og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
Friðrik Jakobsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fylgiskjal: Bréf

9. Golfklúbbur Mývatnssveitar: Samningur 2018-2020 - 1801004

Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi við Golfklúbb Mývatnssveitar til næstu þriggja ára.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun hans fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samningurinn er samkvæmt fjárhagsáætlun 2018.

Fylgiskjal: Samningur

10. Vinabæjarsamstarf: Sør-Fron - 1801006

Lagt fram bréf frá Sör-Fron, vinabæ Skútustaðahrepps í Noregi, dags. 9. janúar 2018 þar sem óskað eftir samstarfi sveitarfélaganna á vettvangi skólasamfélagsins. Jafnframt er óskað eftir því að fá ferðaþjónustuaðila í Mývatnssveit í heimsókn í tengslum við Per Gynt menningarhátíð sem fram fer í sumar.
Sveitarstjóra falið að kynna málið fyrir skólastjóra Reykjahlíðarskóla og Mývatnsstofu.

11. Vatnajökulsþjóðgarður: Heimsminjaskrá UNESCO - 1801011

Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun frá 38. fundi 29. júní 2016.
Málinu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir frá Vatnajökulsþjóðgarði.

Fylgiskjal: Fundargerð frá 38. fundi

12. Slökkviliðsstjóri: Aukning á starfshlutfalli - 1712007

Lagður fram ráðningarsamningur við núverandi slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar þar sem starfshlutfall hans er aukið úr 80% í 100%.
Sveitarstjórn samþykkir ráðningarsamninginn samhljóða.

13. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

14. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundargerð 9. fundar umhverfisnefndar dags. 16.1.2018 lögð fram. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fylgiskjal: Fundargerð

15. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð frá 44. fundi skipulagsnefndar frá 15. janúar 2018 lögð fram. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Liðir 1 og 2 hafa þegar verið teknir fyrir í þessari fundargerð sveitastjórnar undir liðum 3 og 4.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal:  Fundargerð

16. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar frá 15. janúar 2018 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020