21. fundur

  • Skólanefnd
  • 25. janúar 2018

21. fundur skólanefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 25. janúar 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Þuríður Helgadóttir aðalmaður, Arnar Halldórsson aðalmaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Einar Jónsson aðalmaður, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Auður Jónsdóttir fulltrúi kennara, Garðar Finnsson formaður foreldrafélagsins og Þorsteinn Gunnarsson.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka inn tvö mál með afbrigðum:
1705006 - Leikskólinn Ylur: Þróun barnafjölda
1802023 - Foreldrafélagið: Styrkbeiðni
Samþykkt samhljóða að taka málinn inn á dagskrá undir liðum 7 og 9.

1. Fundadagatal 2018 - 1711017

Lagt fram fundadagatal fyrir nefndir Skútustaðahrepps fyrir árið 2018 til kynningar.

2.Mötuneyti: Gjaldskrá vorið 2018 - 1801012

Gjaldskrá fæðiskostnaðar í mötuneyti grunnskóla og leikskóla fyrir vorið 2018 lögð fram:
Morgunverður 110 kr.
Hádegisverður 330 kr.
½ Hressing 110 kr.
1/1 Hressing 190 kr.
Alla mánuði ársins er reiknað með 20 dögum í innheimtu.
Mötuneyti grunnskóla og leikskóla er rekið saman. Greiðsla miðast einungis við hráefniskostnað.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði óbreytt.

3. Skútustaðahreppur: Ný persónuverndarlög - 1711021

Sveitarstjóri fór yfir innleiðingu persónuverndarlaga í grunnskólanum í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli.
Búið er að skrá Reykjahlíðarskóla til þátttöku í innleiðingarvinnu að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt er unnið að innleiðingu á leikskólanum Yl.

4. Skólaþing sveitarfélaganna 2017 - 1710012

Skólaþing Sambands sveitarfélaga var haldið 6. nóvember síðastliðinn, við góðan orðstýr fulltrúa Skútustaðahrepps sbr. bókun í fundargerð skólanefndar 29.nóvember sl. Skýrsla þingsins liggur nú fyrir á vef Sambands sveitarfélaga, ásamt erindunum sjálfum: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skolathing-og-malstofur/.
Nýliðunarvandi í kennarastétt og neikvæð orðræða um kennarastörf var eitt af umtalsefnunum, sem mikilvægt er að yfirvöld, stjórnendur, kennarar og almenningur sameinist um að bæta úr. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er sérstaklega er kveðið á um að bregðast þurfi við kennaraskorti með samstarfi ríkis, sveitarfélaga, kennaramenntunarstofnana og Kennarasambands. Það markmið mun að vonum hjálpa sveitarfélögum og kennarastéttinni að snúa þróuninni við.

5. Tónlistarskóli: Skólastarf - 1801014

Skólastjóri fór yfir starfsemi tónlistarskólans á haustönn og það sem fram undan er á vorönn.

6. Reykjahlíðarskóli: Skólastarf - 1801013

Skólastjóri fór yfir starfsemi haustannar í Reykjahlíðarskóla og það sem fram undan er á vorönn, þar á meðal nýjan búnað til kennslu og innleiðingu á spjaldtölvum til kennslu. Þá var fjallað um aukna áherslu á Grænfánaverkefni, verkefni heilsueflandi grunnskóla, Lífshlaupið sem nú er á döfinni, þorrablót og tilvonandi námskeið fyrir foreldra í jákvæðum aga.

7. Leikskólinn Ylur: Þróun barnafjölda - 1705006

Leikskólastjóri fór yfir þróun barnafjölda. Í leikskólanum er nú 31 barn og er þar með fullsetinn. Fyrir liggur þörf á 1-2 plássum á vorönn.
Skólanefnd leggur áherslu á að reynt sé af fremsta megni að mæta þeim umsóknum sem berast um leikskólapláss.

8. Leikskólinn Ylur: Skólastarf - 1801024

Leikskólastjóri fór yfir starf leikskólans á haustönn og það sem fram undan er á vorönn.
Fræðsla um kynjajafnrétti í leikskóla verður veitt starfsfólki leikskólans í febrúar og jafnframt að vænta fræðslu um jákvæðan aga, vegna innleiðingar þeirrar stefnu. Unnið er að innleiðingu Karellenn leikskólaumsjónarkerfis. Sótt hefur verið um þátttöku í Heilsueflandi leikskóla.

9. Foreldrafélagið: Styrkbeiðni - 1801023

Lagt fram bréf frá formanni foreldrafélagsins á leikskóla og grunnskóla. Foreldrafélagið í samstarfi við leikskólann Yl og Reykjahlíðarskóla stefnir á að halda námskeið um jákvæðan aga nú í lok febrúar / mars. Foreldrafélagið óskar eftir styrk til að niðurgreiða námskeiðið.
Skólanefnd tekur jákvætt í erindið enda í samræmi við innleiðingu á jákvæðum aga í leik- og grunnskóla og beinir því til sveitarstjórnar að taka jákvætt í kostnaðarþátttöku.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur