44. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 15. janúar 2018

44. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6,
15. janúar 2018
og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson Formaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Bjarni Reykjalín embættismaður.

 

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúi

 

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta við einu máli á dagskrá með afbrigðum:
1801007: Hólasandur: Fráveita og uppgræðsla
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 2 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1.

Deiliskipulag Reykjahlíðar: Breyting á deiliskipulagi - 1710024

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgvin Snæbjörnssyni arkitekt hjá Apparati ehf, f.h. Ice-eigna ehf þar sem óskað er eftir heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi Reykjahlíðar í þá veru að í stað þess að húsið Austurhlíð verði rifið skv. ákvæðum í gildandi deiliskipulagi verði heimilt að endurbyggja það sem íbúðir fyrir hótelstarfsmenn. Með erindinu fylgdi tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Apparati, Björgvin Snæbjörnssyni arkitekt. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 30. október s.l. að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá og með 28. nóvember 2017 til og með 29. desember 2018. Athugasemdir/umsagnir bárust frá tveimur aðilum, Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur og Daða Lange.
 

Guðrún María Valgeirsdóttir:

Umsagnir / Athugasemdir

Svör skipulagsnefndar:

Ég geri ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulag er varðar Austurhlíð, að því gefnu að Gamla túnið verði óskert.
 

Breyting á deiliskipulagi nær einungis til núverandi lóðar Austurhlíðar og hefur ekki í för með sér breytingar utan lóðarmarka hennar.

 

Daði Lange:

Umsagnir / Athugasemdir

Svör skipulagsnefndar:

Í uppdrætti kemur fram að húsið sem fyrir stóð var 126 m² efri hæð og kjallari að sömu stærð. Viðbyggingin sem á að koma er 333,6 m²

 

Mér finnst viðbyggingin mikil en ég geri ekki aðrar athugasemdir en það að mér finnst það stórt og of mikið byggt til norðurs og of stutt og þröng yrði þá á milli Austurhlíðar og Úthlíðar.

 

 

 

Miðað við stærð hússins þá yrði það í litlu samræmi og myndi breyta ásýndinni á svæðinu frá því sem nú er og að hafa gras á þaki er ekki í samræmi við önnur hús.

 

Byggja hefði að mínu viti mátt ná lengra til suðurs og vesturs, en ekki svona langt til norðurs og vesturs.

Heildarstærð núverandi húss er 252,4 m² nýtingarhlutfall 0,24 en heildarstærð á nýju húsi verður 333,6 m², nýtingarhlutfall 0,32.

 

 

Fjarlægð milli umræddra húsa er um 16 m skv. mælingu á uppdrætti. Skipulagsnefnd telur ekki ástæður til að gera athugasemdir við það, en leggur áherslu á að trjágróður á svæðinu verði ekki skertur umfram það sem nauðsynlegt er vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda.

 

Skipulagsnefnd er sammála þessum sjónarmiðum og telur æskilegast að útlit og þakgerð á væntanlegu húsi verði í samræmi við önnur hús á svæðinu.

 

Nýtt hús tekur mið af því að nýttur verði kjallari undir núverandi húsi. Ef byggt hefði verið lengra til suðurs og vestur hefði þurft að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi sem skert hefðu aðra byggingarmöguleika á svæðinu, sem ekki stóð vilji til að gera.

 

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar að teknu tilliti til sjónarmiða nefndarinnar hér að framan. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna gildistöku breytingartillögunnar.

 

     

2.

Hólasandur: Fráveita og uppgræðsla - 1801007

 

Þann 5. janúar s.l. héldu sveitarfélagið og rekstraraðilar, sem samþykkt hafa sameiginlega umbótaáætlun í fráveitumálum til næstu fimm ára, fróðlegan upplýsingafund um fráveitumál. Þar voru m.a. kynntar nýjar hugmyndir um lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem felst í söfnun svartvatns (frárennsli úr klósettum) í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi. Ef af verður, yrði þetta talsvert hagkvæmari lausn en hreinsistöðvar og sjálfbærari á allan hátt, með nýtingu næringarefna til uppgræðslu í nágrenninu. Áfram er unnið að þróun þessara lausna í samvinnu við Landgræðsluna.
Fundur með landeigendum á Grímsstöðum vegna hugmynda um staðsetningu tanksins verður á morgun.
Kynntar voru fyrstu hugmyndir að staðsetningu á Hólasandi og frekari málsmeðferð.
Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

     

3.

Fundadagatal 2018 - 1711017

 

Skipulags og byggingarfulltrúi lagði fram eftirfarandi tillögu að fundardögum skipulagsnefndar á vormisseri 2018:
15. janúar, 19. febrúar, 19. mars, 16. apríl, 14. maí.
Skipulagsnefnd samþykkir þessa fundardaga.

     

4.

Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur