6,47% hlutur í Jarđböđunum til sölu

  • Sveitarstjórnarfundur
  • 17. janúar 2018

Skútustaðahreppur ásamt minni hluthöfum hafa ákveðið að bjóða hlut sinn í Jarðböðunum til sölu.
Jarðböðin hf. rekur baðhús í Mývatnssveit þar sem boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Gestum Jarðbaðanna hefur fjölgað mikið síðastliðin ár en um 220 þúsund gestir heimsóttu Jarðböðin árið 2017. Mikil vaxtartækifæri eru til staðar sem áhugasömum fjárfestum býðst nú að taka þátt í.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast söluferlið fyrir hönd seljenda. Áhugasamir aðilar geta óskað frekari upplýsinga með því að senda tölvupóst á netfangið jardbodin@islandsbanki.is  fyrir 31. janúar 2018.

Deildu ţessari frétt