68. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 10. janúar 2018

68. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 10. janúar 2018 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
1711005 - Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið nr. 8 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur: Skjalavistunaráætlun og málalyklar - 1612005

Sveitarstjóri lagði fram Skjalastefnu Skútustaðahrepps skv. reglum Þjóðskjalasafns nr. 623/2010. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um meðferð skjala hjá Skútustaðahreppi og lýsa ábyrgð starfsmanna.
Sveitarstjórn samþykkir skjalastefnuna samhljóða.

Fylgiskjal: Skjalavistunaráætlun

2. Landgræðsla ríkisins: Endurheimt og varðveisla votlendis - 1712005

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 12. des. 2017 um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi og hlutverk sveitarfélaga í þeim efnum.
Í því samhengi tekur sveitarstjórn undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóv. s.l. þess efnis að við gerð aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum verði sérstaklega hugað að því að auka fjárhagslega hvata til þess að endurheimta votlendi.
Sveitarstjórn vísar málinu til frekari umfjöllunar í umhverfisnefnd.

Fylgiskjal: Landgræðslan

3. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi, forsendur hennar og umhverfismat, voru kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum kynningarfundi í húsakynnum Jarðbaðanna þann 27. nóvember s.l. eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um. Ekki komu fram neinar athugasemdir á fundinum sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunum en sveitarstjórn vekur athygli á bókun Arnþrúðar Dagsdóttur í fundargerð skipulagsnefndar frá 30. okt. 2017.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillögu að breytingu á aðalskipulagi til Skipulagsstofnunar til athugunar áður en hann auglýsir hana samhliða tillögu að deiliskipulagi eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Fylgiskjal: Tillaga að gerð deiliskipulags

4. Staða fráveitumála – 1701019

Á fundi nýrrar ríkisstjórnar 22. des. 2017 var eftirfarandi til umræðu:
"Umhverfis- og auðlindaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra
Fráveitumál við Mývatn"

Í kjölfar ríkisstjórnarfundarins var eftirfarandi tilkynning birt á heimasíðu viðkomandi ráðuneyta:
"Lausna leitað varðandi fráveitumál við Mývatn
Ríkisstjórnin fól í dag fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um fráveitumál við Mývatn.
Fráveitumál við Mývatn hafa verið í deiglunni um nokkra hríð. Kröfur eru gerðar í reglugerð til sveitarstjórnarinnar og rekstraraðila við Mývatn um ítarlega hreinsun á skólpi frá þéttbýli við vatnið og hefur sveitarfélagið skilað inn úrbótaáætlun með fyrirvara um fjármögnun og hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins að henni.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lét gera verkfræðilega úttekt á úrbótum í fráveitumálum við Mývatn, sem kom út í mars á þessu ári. Samkvæmt henni gæti kostnaður við úrbætur á þéttbýlisstöðum við vatnið verið 700-880 milljónir króna.
Almennt gildir sú regla að sveitarfélög bera ábyrgð á fráveitumálum og standa straum af kostnaði við framkvæmdir og rekstur með gjaldheimtu á íbúa og atvinnurekstur. Ljóst er hins vegar að aðstæður við Mývatn eru óvenjulegar, því þar eru gerðar strangari kröfur en almennt gerist og mikill þrýstingur um skjótar úrbætur. Svæðið nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum og alþjóðlegrar verndar Ramsarsamningsins auk þess að vera afar fjölsóttur ferðamannastaður. Sveitarfélagið og fleiri hafa rökstutt ósk um aðkomu ríkisvaldsins með vísun í sanngirnissjónarmið, þar sem sveitarfélagið sé fámennt og eigi erfitt um vik að ráðast í dýrar framkvæmdir til að mæta ströngum kröfum, sem m.a. sé að finna í sérlögum um vernd svæðisins.
Samhliða viðræðum ríkisvaldsins og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið efla vöktun á Mývatni og lífríki þess, einkum þá sem lýtur að innstreymi næringarefna og hugsanlegum neikvæðum áhrifum þess.
Stefnt er að því að niðurstaða fáist í viðræðunum innan nokkurra mánaða."

Sveitarstjórn þakkar fráfarandi umhverfis- og auðlindaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þakkað fyrir gott samstarf. Sveitarstjórn fagnar ennfremur því að ný ríkisstjórn taki upp þráðinn í viðræðum við sveitarfélagið um aðkomu ríkisins að fráveitumálum í Mývatnssveit og bindur vonir við að samkomulag náist sem fyrst.
Rétt er að ítreka að sveitarstjórn vinnur nú þegar eftir umbótaáætluninni varðandi útfærslu lausna og skipulag, m.a. með breytingu á deiliskipulagi í Reykjahlíð vegna staðsetningar hreinsistöðvar, hönnun fyrsta áfanga vegna fráveitu í Reykjahlíð og aukningu stöðuhlutfalls skipulags- og byggingafulltrúa, úr 33% í 100%, m.a. vegna aukinna umsvifa í fráveitumálum.
Þann 5. janúar s.l. héldu sveitarfélagið og rekstraraðilar, sem samþykkt hafa sameiginlega umbótaáætlun í fráveitumálum til næstu fimm ára, fróðlegan upplýsingafund um fráveitumál. Þar voru m.a. kynntar nýjar hugmyndir um lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem felst í söfnun svartvatns (frárennsli úr klósettum) í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi. Ef af verður, yrði þetta talsvert hagkvæmari lausn en hreinsistöðvar og sjálfbærari á allan hátt, með nýtingu næringarefna til uppgræðslu í nágrenninu. Áfram er unnið að þróun þessara lausna í samvinnu við Landgræðsluna.
Sveitarstjórn ítrekar fyrri umsögn um breytingar á reglugerð um fráveitur og skólp þess efnis að skilgreining persónueininga verði endurmetin og samræmd.
Forsendur að baki þeim eru mjög óljósar og túlkun stofnana mismunandi, sem er mjög bagalegt með tilliti til krafna til fráveitmála í Mývatnssveit í dag.
Sveitarstjórn telur jafnframt að á meðan unnið er samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og rekstraraðila er mikilvægt að uppbygging sem uppfyllir skilyrði umbótaáætlunarinnar verði ekki sett í uppnám.

5. Vogabú ehf: Viðbygging við Vogafjós - 1801002

Lagt fram bréf frá Ólöfu Hallgrímsdóttur f.h. Vogafjóss vegna synjunar Umhverfisstofnunar á umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu móttöku- og biðaðstöðu við Vogafjós. Fram kemur í bréfinu að Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn (RAMÝ) og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hafi veitt jákvæðar umsagnir og ekki talið framkvæmdina líklega til að valda auknu álagi eða neikvæðum áhrifum á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Jafnframt kemur fram að Skipulagsstofnun hafi álitið framkvæmdina í samræmi við samþykkt deiliskipulag og ekki tilkynningaskylda til mats á umhverfisáhrifum. Ennfremur kemur fram í bréfinu að Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hafni framkvæmdinni "án þess að frárennsli verði hreinsað með ítarlegri skólphreinsun en tveggja þrepa eða leitt í lokað fráveitukerfi" Þá er tekið fram að verði lögð fram ný gögn um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa vegna frárennslis geti Umhverfisstofnun tekið málið upp að nýju. Bréfritari óskar eftir viðbrögðum sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn vísar til bókunar í 4. lið fundargerðarinnar um vinnu að lausn fráveitumála.
Sveitarstjórn hefur jafnframt fullan skilning á þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin varðandi stækkun Vogafjóss í kjölfar höfnunar Umhverfisstofnunar vegna fráveitumála. Stækkunin er samkvæmt deiliskipulagi og innan leyfilegs byggingamagns og er skv. tilvitnun bréfritara í umsagnir RAMÝ og NÍ ekki líkleg til að valda auknu álagi eða neikvæðum áhrifum á verndarsvæði Mývatns og Laxár.
Sveitarstjórn tekur undir með Ólöfu að úrbætur í fráveitumálum verði best leystar á sameiginlegum grunni. Sameiginleg framtíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni .
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara um stöðu mála í samræmi við ítarlegar umræður á fundinum.
Bókunin samþykkt með fjórum atkvæðum.
Friðrik Jakobsson bókar:
Ég hefði viljað að sveitarstjórn hefði tekið afstöðu til þess hvort hún gæfi framkvæmdaleyfi vegna stækkunarinnar eða ekki. Ef beiðni kemur fram síðar frá viðkomandi rekstraraðila um að sveitarfélagið veiti framkvæmdaleyfi er mikilvægt að sveitarstjórn taki afstöðu til þess.

Fylgiskjal: Bréf, Vogafjós

6. Dagbjört Bjarnadóttir: Styrkbeiðni - 1712003

Lagt fram bréf frá Dagbjörtu Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi í Mývatnssveit dags. 6. des. 2017 þar sem óskað er eftir styrk vegna náms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn þakkar Dagbjörtu kraftmikið og óeigingjarnt starf á sviði heilsueflingar og forvarna í Skútustaðahreppi undanfarna þrjá áratugi. Viðfangsefni námsins og fyrirhugað inntak lokaverkefnis fellur vel að stefnu sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélags og mun það að vonum nýtast til bættrar lýðheilsu íbúa almennt og stuðningi fyrir skólastofnanir.
Sveitarstjórn samþykkir styrk til bréfritara upp á 150.000 kr. og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. Upphæðin verður fjármögnuð með handbæru fé (viðauki 1).

7. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitarstjóra

8. Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag - 1711005

Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf um nefnd um framtíðarhlutverk Skjólbrekku sem skipuð var á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.
Lagður fram húsaleigusamningur við Mývatn ehf. um íbúðarhúsnæði í Skjólbrekku.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn. Yngvi Ragnar Kristjánsson vék af fundi við afgreiðsluna.
Lagt fram samkomulag við Mývatn ehf. um kaup á ýmsum lausum búnaði sem fyrirtækið hefur fjárfest í á leigutíma sínum í Skjólbrekku.
Sveitarstjórn staðfestir samkomulagið. Yngvi Ragnar Kristjánsson vék af fundi við afgreiðsluna.

Fylgiskjal: Erindisbréf Skjólbrekka

9. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Fundargerð 12. fundar landbúnaðar- og girðingarnefndar frá 9. janúar 2018 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 3: Skýrsla Landgræðslunnar um Reykjahlíðargirðingu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að lausagöngubann verðir auglýst innan girðingarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð

10. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerðir - 1611012

Fundargerð frá 196. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 7. nóv. lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

11. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. desember 2017 lögð fram.

Fylgiskjal. Fundargerð

12. EYÞING: Fundargerðir – 1611006

Fundargerð 301. fundar stjórnar Eyþings dags. 13. desember 2017 lögð fram.

Fundrgerð: Eyþing

13. Markaðsstofa Norðurlands: Fundargerðir - 1712011

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags. 11. desember 2017 lögð fram.

Fylgiskjal: Fundargerð

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020