Ný ríkisstjórn bođar viđrćđur vegna fráveitumála viđ Mývatn

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 3. janúar 2018

Þann 22. desember s.l. birtist eftirfarandi fréttatilkynning frá ríkisstjórn Íslands:

"Ríkisstjórnin fól í dag fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um fráveitumál við Mývatn. 

Fráveitumál við Mývatn hafa verið í deiglunni um nokkra hríð. Kröfur eru gerðar í reglugerð til sveitarstjórnarinnar og rekstraraðila við Mývatn um ítarlega hreinsun á skólpi frá þéttbýli við vatnið og hefur sveitarfélagið skilað inn úrbótaáætlun með fyrirvara um fjármögnun og hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins að henni. 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lét gera verkfræðilega úttekt á úrbótum í fráveitumálum við Mývatn, sem kom út í mars á þessu ári. Samkvæmt henni gæti kostnaður við úrbætur á þéttbýlisstöðum við vatnið verið 700-880 milljónir króna.

Almennt gildir sú regla að sveitarfélög bera ábyrgð á fráveitumálum og standa straum af kostnaði við framkvæmdir og rekstur með gjaldheimtu á íbúa og atvinnurekstur. Ljóst er hins vegar að aðstæður við Mývatn eru óvenjulegar, því þar eru gerðar strangari kröfur en almennt gerist og mikill þrýstingur um skjótar úrbætur. Svæðið nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum og alþjóðlegrar verndar Ramsarsamningsins auk þess að vera afar fjölsóttur ferðamannastaður. Sveitarfélagið og fleiri hafa rökstutt ósk um aðkomu ríkisvaldsins með vísun í sanngirnissjónarmið, þar sem sveitarfélagið sé fámennt og eigi erfitt um vik að ráðast í dýrar framkvæmdir til að mæta ströngum kröfum, sem m.a. sé að finna í sérlögum um vernd svæðisins.

Samhliða viðræðum ríkisvaldsins og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið efla vöktun á Mývatni og lífríki þess, einkum þá sem lýtur að innstreymi næringarefna og hugsanlegum neikvæðum áhrifum þess. 

Stefnt er að því að niðurstaða fáist í viðræðunum innan nokkurra mánaða. "

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. janúar 2019

Dagskrá 12. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 16. janúar 2019

ŢORRABLÓT 2019

Fréttir / 11. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 7. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 2. janúar 2019

Dagskrá 11. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 2. janúar 2019

Ný lög um lögheimili og ađsetur

Fréttir / 27. desember 2018

Flugeldasýning og áramótabrenna

Fréttir / 21. desember 2018

Jóla- og nýárskveđjur

Fréttir / 20. desember 2018

Guđsţjónustur um hátíđarnar

Fréttir / 20. desember 2018

Jólabingó Mývetnings

Fréttir / 20. desember 2018

Frá velferđarsjóđi Ţingeyinga

Fréttir / 20. desember 2018

Jólaball í Skjólbrekku

Fréttir / 20. desember 2018

Jólakveđja

Nýjustu fréttir

Hitaveituálestur

 • Fréttir
 • 21. janúar 2019

Dósasöfnun nemenda Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 16. janúar 2019

Hamingjukönnun fyrir Skútustađahrepp

 • Fréttir
 • 15. janúar 2019

OPNUNARHÁTÍĐ VAĐLAHEIĐARGANGA

 • Fréttir
 • 11. janúar 2019

Heitavatnslaust í Birkihrauni um stund.

 • Fréttir
 • 9. janúar 2019

Ýmsar upplýsingar

 • Fréttir
 • 7. janúar 2019

Sorphirđudagatal 2019

 • Fréttir
 • 6. janúar 2019

Gleđilegt ár

 • Fréttir
 • 2. janúar 2019

Flugeldasala

 • Fréttir
 • 27. desember 2018