Sveitarfélagiđ tekur viđ rekstri Skjólbrekku

  • Menning
  • 2. janúar 2018

Um áramót rann út leigusamningur sveitarfélagsins við Mývatn ehf. um rekstur Skjólbrekku og hefur leigutaki tilkynnt að hann muni ekki óska eftir endurnýjun á samningnum. Sveitarfélagið hefur því tekið við umsjón Skjólbrekku á ný og fara allar bókanir í gegnum hreppsskrifstofuna í síma 464 4163 eða á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is.

Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að sveitarstjóri, oddviti, Elísabet Sigurðardóttir og Sigurður Böðvarsson skipi stýrihóp til að koma með mótaðar tillögur fyrir sveitarstjórn sem byggja á tillögum félags- og menningarmálanefndar. Sveitarstjóra var falið að semja erindisbréf fyrir stýrihópinn. Þess má geta að í fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir 5 m.kr. í viðhald í Skjólbrekku.  

 

Deildu ţessari frétt