Reglubundin tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 2. janúar 2018

Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera breytingar þegar kemur að skipulagi á hreinsun, tæmingu og eftirliti rotþróa í Skútustaðahreppi í samræmi við samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Í stuttu máli sagt verða allar rotþrær í sveitarfélaginu, fyrir utan þær sem eru í eigu rekstraraðila, tæmdar hér eftir á þriggja ára fresti og verður kostnaðinum dreift niður á þrjú ár og innheimtur með fasteignagjöldum eins og heimilt er. Stefnt er að því að tæma allar rotþrær á næsta ár

Fyrir hverja fasteign innan marka Skútustaðahrepps með eigin fráveitu, eða fráveitu sem ekki er tengd holræsakerfi í eigu Skútustaðahrepps, skal greiða árlegt þjónustugjald. Greiða skal sérstakt gjald fyrir hverja rotþró, ef fleiri en ein rotþró er á sömu fasteign. Ef fleiri en ein húseign er tengd rotþró skal þjónustugjaldi deilt með jöfnum hætti á fasteignir, nema ef sýnt er fram á aðra eignar- eða notkunarskiptingu á þrónni.

Undanþegnir frá gjaldskyldu eru rekstraraðilar með útgefin rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði (flokkur 1-IV og hótelleyfi) en þeir skulu semja um tæmingu rotþróa við viðurkenndan þjónustuaðila með gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits, sbr. 3. gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ. Slíkir rekstraraðilar geta einnig samið við Skútustaðahrepp um reglubunda tæmingu og skal samið um það sérstaklega.

Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa og er eftirfarandi miðað við þriggja ára losun:

- 0-4000 lítrar 15.000.

- 4001-6000 lítrar 20.000 kr.

- 6000 lítrar og yfir 1.800 kr. fyrir hvern rúm. umfram 6000 lítra.

Endurkomugjald (þ.e. ef ekki er búið að greiða aðgengi og undirbúa þró fyrir tæmingu ) er 50% álag miðað við stærð þróar.

Fjárhæð árgjalds miðast við að tæming og skoðun rotþróar eigi sér stað þriðja hvert ár. Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að tæma rótþró sérstaklega, skal eigandi fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka.

Fjárhæð árgjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota lengri barka en 50 metra. Ef leggja þarf lengri barka en 50 metra þá leggjast við kr. 8.250. Rotþrær þurfa að vera aðgengilegur fyrir hreinsun. Allur aukakostnaður vegna tæmingar skal eigandi fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka.

Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2018

Laust starf viđ heimilishjálp

Fréttir / 4. október 2018

Kjaftađ um kynlíf

Fréttir / 2. október 2018

Dansnámskeiđ

Fréttir / 20. september 2018

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 19. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

Fréttir / 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

Fréttir / 11. september 2018

Lýđheilsuganga - Gengiđ um Hofstađi

Fréttir / 11. september 2018

Stundatafla fyrir íţróttahúsiđ komin út

Fréttir / 6. september 2018

Vel mćtt í fyrstu Lýđheilsugönguna

Fréttir / 6. september 2018

Dagskrá 4. fundar sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur og Slćgjuball 2018

 • Fréttir
 • 16. október 2018

Dagskrá 7. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 16. október 2018

Ertu međ frábćra hugmynd?

 • Fréttir
 • 15. október 2018

Dagskrá 6. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. október 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018