Gleđilegt ár

 • Menning
 • 2. janúar 2018

Eftirfarandi pistil sendi sveitarstjóri til starfsfólks Skútustaðahrepps í upphafi ársins 2018:

„Góðan daginn kæra starfsfólk Skútustaðahrepps. Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir það liðna.

Fyrir mig hefur verið sérstaklega ánægjulegt og gefandi að eiga gott samstarf við ykkur. Síðasta ár var viðburðaríkt á allan hátt. Á þessu ári verður fullt af spennandi áskorunum og verkefnum í starfsemi sveitarfélagsins. Þar gegnið þið, starfsfólk Skútustaðahrepps, lykilhlutverki þar sem við höfum gildin okkar að leiðarljósi; jafnræði, jákvæðni, traust og virðing. Í því samhengi vil ég minna enn og aftur á Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn síðasta sumar. Henni er ætlað að nýtast starfsfólki til leiðsagnar og upplýsingar um ýmislegt er varðar starfsumhverfi, réttindi, skyldur, áherslur og samþykktir Skútustaðahrepps í málefnum sem varðar starfsfólk.

Starfsmannasamtöl

Á síðasta ári var öllum starfsmönnum sveitarfélagsins gefinn kostur á starfsmannasamtali og er það hluti af Mannauðsstefnunni. Þar segir m.a. „Starfsmenn skulu eiga rétt á starfsmannasamtali árlega til að ræða málefni starfsmanns á opinn og hreinskilinn hátt og fylgja eftir stefnu og markmiðum sveitarfélagsins. Hlutaðeigandi starfsmaður og yfirmaður ræða störf og verkefni liðins árs, möguleika á þróun í starfi, meta hvort hægt sé að bæta starfsárangur, líðan á vinnustað, markmið starfsmanns og aðra þætti tengda starfinu.“

Starfsmannasamtölin ársins fara af stað seinna í mánuðinum og verður þeim vonandi lokið fyrir páska.

Eitt af því ánægjulegasta sem ég tók þátt í á vegum sveitarfélagsins á síðasta ári var sameiginlegur starfsmannadagur okkar. Í framhaldi af fyrirlestri Sigrúnar sálfræðings á starfsmannadeginum um áskoranir í samskiptum, þá hvet ég hverja stofnun fyrir sig til að eiga áframhaldandi samtal og vinnu um það og setja sín eigin viðmið.

Stefnumótun

Á seinasta ári var unnið að stefnumótun í ýmsum málaflokkum sem fylgt verður eftir í ár. Jafnframt liggur fjárhagsáætlun til grundvallvar fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Á næsta ári verður unnið m.a. eftir;

 • nýrri skólastefnu sveitarfélagsins
 • nýrri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins
 • nýrri mannauðsstefnu sveitafélagsins
 • nýrri umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins
 • bókun 1 í kjarasamningi grunnskólakennara

Helstu verkefni 2018

Helstu verkefni næsta árs eru að Reykjahlíðarskóli verður tölvuvæddur, gert ráð fyrir áframhaldandi endurnýjun á húsgögnum, hljóðkerfi fyrir kennara í íþróttahúsi o.fl. Nýjar heimasíður verða gerðar fyrir Reykjahlíðarskóla og leikskólann Yl. Farið verður í malbikunarframkvæmdir, aðkomu breytt að skólum og íþróttamiðstöð, farið í gerð gangstétta og bætt verður umferðaröryggi í Reykjahlíðarþorpi, endurbætur verða gerðar á hitaveitu á Skútustöðum, frágangur á gámasvæði og leikskóla/grunnskólalóð, viðhald í Skjólbrekku, viðhald í Reykjahlíðarskóla og íþróttahúsi, strandblakvöllur, ærslabelgur o.fl. leiktæki, ný skilti við innkomuleiðir í sveitina o.fl. Gert er ráð fyrir hönnunarkostnaði vegna fyrsta áfanga í umbótaáætlun vegna fráveitumála. Gert er ráð fyrir gerð viðskiptaáætlunar vegna nýrrar sundlaugar, sorpílátum á tilteknum ferðamannastöðum og sorphirðuúrræðum fyrir sumarhúsaeigendur, tækjabúnaði til áhaldahúss o.fl. Jafnframt er á áætlun að ráða skipulags- og byggingafulltrúa í 100% starf á næsta ári vegna fjölmargra verkefna sem eru fram undan, m.a. í fráveitumálum. Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng næsta haust. Áfram verður boðið upp á akstur í félagsstarf eldri borgara. Þá mun leikskólinn bjóða upp á leikskólaappið Karellen. Keyptur verður aðgangsstýribúnaður í íþróttamiðstöðina til að hafa sólarhringsaðgang að líkamsræktaraðstöðu ásamt ýmsu fleiru.

Þetta er langur verkefnalisti. Vonandi höfum við ekki spennt bogann of hátt og við náum að komast yfir þessi verkefni miðað við mann mannafla sveitarfélagsins. Mikilvægt er að vanda til verka í hvívetna og hafa fagmennsku að leiðarljósi.

Ég minni aftur á gildin okkar góðu:

 • Jafnræði - Við höfum jafnrétti, fjölbreytileika og samvinnu að leiðarljósi.
 • Jákvæðni - Við leggjum okkur fram um að vera lausnamiðuð, bjartsýn og glaðleg og stuðla þannig að vellíðan í samskiptum og samstarfi.
 • Traust - Við erum fagleg, heiðarleg og vandvirk í starfi.
 • Virðing - Við erum víðsýn og umburðarlynd og höfum að leiðarljósi gagnkvæma virðingu hvert fyrir öðru og náttúrunni.

Mannauðsstefna Skútustaðahrepps:

http://www.skutustadahreppur.is/img/files/mannaudsstefna_utgafa_2_18_12_2017_mannaudushandbok.pdf

Bestu kveðjur,

Þorsteinn Gunnarsson
Sveitarstjóri"

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2018

Laust starf viđ heimilishjálp

Fréttir / 4. október 2018

Kjaftađ um kynlíf

Fréttir / 2. október 2018

Dansnámskeiđ

Fréttir / 20. september 2018

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 19. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

Fréttir / 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

Fréttir / 11. september 2018

Lýđheilsuganga - Gengiđ um Hofstađi

Fréttir / 11. september 2018

Stundatafla fyrir íţróttahúsiđ komin út

Fréttir / 6. september 2018

Vel mćtt í fyrstu Lýđheilsugönguna

Fréttir / 6. september 2018

Dagskrá 4. fundar sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur og Slćgjuball 2018

 • Fréttir
 • 16. október 2018

Dagskrá 7. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 16. október 2018

Ertu međ frábćra hugmynd?

 • Fréttir
 • 15. október 2018

Dagskrá 6. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. október 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018