67. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 13. desember 2017

67. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 13. desember 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum:
1712004 - Skjólbrekka: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
1702003 - Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 24 og 25 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Skútustaðahreppur: Húsnæðisáætlun - 1709004

Tekin fyrir tillaga að húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps 2018-2027. Sveitarstjórn bókaði á fundi sínum 13. september s.l. að gera húsnæðisáætlun fyrir Skútustaðahrepp. Í því felst að greina stöðu húsnæðismála í Skútustaðahreppi og setja fram áætlun um hvernig þeim málum skuli háttað til næstu ára. Atvinnumálanefnd og sveitarstjóra var falið að halda utan um verkefnið.
Í húsnæðisáætluninni kemur m.a. fram að í ljósi fólksfjölgunar vegna uppgangs ferðaþjónustu hafi verið talsverð eftirspurn eftir íbúðum í Skútustaðahreppi síðustu misseri. Atvinnurekandi hefur brugðist við með því að byggja raðhús í Klappahrauni, hótel hafa farið þá leið að byggja starfsmannaíbúðir við hótelin eða starfsmannaherbergi inni á hótelunum. Hingað hefur flutt ungt barnafólk sem hefur fengið heilsársstörf. En ljóst er að hár byggingakostnaður í Skútustaðahreppi sem ekki skilar sér í markaðsverði fasteigna er letjandi þegar kemur að uppbyggingu.
Á íbúðarsvæðum í Reykjahlíð í dag er rými fyrir um 35 nýjar íbúðir.
Við gerð húsnæðisáætlunarinnar var gerð könnun á meðal rekstraraðila í Skútustaðahreppi til þess að varpa ljósi á húsnæðisþörfina á næstu árum. Sendur var út spurningalisti til 27 aðila. Í svörum sem bárust frá 22 a aðilum kemur m.a. fram að þörf er fyrir leiguhúsnæði fyrir starfsfólk hjá um helmingi svarenda, samantekið í hæsta gildi fyrir 49 starfsmenn, eða um 5 manns að meðaltali á ári næstu tíu árum. Atvinnurekendur kjósa almennt að byggja eigin starfsmannaíbúðir eða kaupa á almennum markaði þótt þar sé ekki mikið framboð þessa dagana. Miðað við svörum virðist ekki mikill áhugi fyrir öðru húsnæðisformi eins og t.d. húsnæðissjálfseignastofnun. Sveitarstjórn telur engu að síður þörf á að skoða þann flöt frekar, með tilliti til íbúðarhúsnæðis á almennum markaði.
Lagðar eru fram tillögur í 14 liðum. Meðal annars þarf að huga að endurskoðun aðalskipulags eftir næstu kosningar, huga að stækkun byggðar austan við Múlaveg, skoða þéttingu byggðar á Skútustöðum og í Vogum, funda með rekstraraðilum vegna byggingu leiguíbúða, endurskoða skilmála varðandi byggingu íbúðarhúsa án tengsla við búrekstur á núverandi lögbýlum, að gatnagerðargjöld verði endurskoðuð o.fl.
Sveitarstjórn þakkar atvinnumálanefnd og sveitarstjóra góða vinnu og samþykkir húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps og verður hún aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fylgiskjal: Húsnæðisáætlun 2018-2027

2. Skútustaðahreppur: Stefnumótun í skólamálum - 1702025

Lögð fram drög að skólastefnu Skútustaðahrepps 2017-2022.
Á sveitarstjórnarfundi 8. mars 2017 var bókað að skólanefnd skyldi sjá um mótun skólastefnu Skútustaðahrepps. Stýrihópur um skólastefnu var settur á laggirnar sem í sátu sveitarstjóri, skólastjóri, leikskólastjóri, formaður skólanefndar og fulltrúar foreldra frá bæði leikskóla og grunnskóla. Í tengslum við gerð skólastefnunnar var m.a. haldinn íbúafundur, nemendaþing og farið í skólaheimsóknir í leik- og grunnskóla að Hrafnagili. Þá voru fyrstu drög skólastefnunnar lögð fram til almennrar umsagnar.
Skólanefnd hefur samþykkt skólastefnuna fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn samþykkir skólastefnuna og þakkar stýrihópnum vel unnin störf. Sveitarstjóra er jafnframt falið að kynna skólastefnuna fyrir íbúum sveitarfélagsins og verður hún aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fylgiskjal: Skólastefna Skútustaðahrepps 2017-2022

3. Vatnajökulsþjóðgarður: Deiliskipulag í Drekagili - 1708013

Sveitarstjórn samþykkir skipulags- og matslýsingu svo breytta, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um þær að nýju hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna þær fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

4. Hlíð, ferðaþjónusta: Tillaga að deiliskipulagi - 1706011

Sveitarstjórn heimilar að tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýstar og jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar eins og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

5. Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

Sveitarstjórn heimilar að tillaga að heildardeiliskipulagi Vogajarðarinnar og tillögur að deiliskipulagi einstakra svæða ásamt forsendum þeirra og umhverfismati verði auglýstar. Einnig samþykkir sveitarstjórn óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, til samræmis við deiliskipulagstillögurnar, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingar á fyrrgreindum skipulagsáætlunum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

6. Skipulags og byggingafulltrúi: Minnisblað - 1711016

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um að auka starfshlutfall skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps úr 33% í 100%.
Í ljósi þeirra miklu verkefna sem fram undan eru í sveitarfélaginu m.a. í fráveitumálum, viðhaldi, framkvæmdum, skipulagsmálum, nýju aðalskipulagi o.fl. samþykkir sveitarstjórn að auka starfshlutfallið í 100%. Á móti sparast aðkeypt sérfræðivinna.
Málinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

7. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun - 1612020

Lögð fram umsögn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um drög að lögreglusamþykkt fyrir Skútustaðahrepp.
Sveitarstjóra falið að svara umsögninni í samræmi við umræður á fundinum og senda til dómsmálaráðuneytis.

8. Skjólbrekka: Rekstrarfyrirkomulag - 1711005

Lagt fram minnisblað frá félags- og menningarmálanefnd um rekstrarfyrirkomulag og framtíðarsýn um Skjólbrekku. Um áramót rennur út leigusamningur við Mývatn ehf. um rekstur Skjólbrekku og hefur leigutaki tilkynnt að hann muni ekki óska eftir endurnýjun á samningnum.
Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við fráfarandi leigutaka um uppgjör á búnaði í húsinu.
Yngvi Ragnar Kristjánsson vék af fundi við afgreiðsluna.
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir góða vinnu og samþykkir að sveitarstjóri, oddviti, Elísabet Sigurðardóttir og Sigurður Böðvarsson skipi stýrihóp til að koma með mótaðar tillögur fyrir sveitarstjórn sem byggja á tillögum félags- og menningarmálanefndar. Sveitarstjóra falið að semja erindisbréf fyrir stýrihópinn.

9. Landgræðsla ríkisins: Samstarfsverkefnið Bændur græða landið - 1711010

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 13.11.2017 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 311.000 kr. vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra verkefna í Skútustaðahreppi á árinu 2017.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Viðaukinn verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

10. Garðar Finnsson: Umsókn um hænsnahald - 1703014

Garðar Finnsson sækir leyfi til hænsnahalds að Birkihrauni 12.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda í samræmi við samþykkt um hænsnahald í þéttbýli í Skútustaðahreppi sem kveður á um leyfi fyrir allt að 6 hænsni en hanar eru með öllu óheimilir.

11. Fjárhagsáætlun 2018: Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars - 1711013

Lagt til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2018, þ.e. 14,52%.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

12. Þjónustugjaldskrá 2018 - 1711014

Tillaga að þjónustugjaldskrám Skútustaðahrepps fyrir árið 2018 lögð fram. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 3% frá árinu 2017 í samræmi við verðlagsþróun.
Gildistaka 1. janúar 2018, nema annað sé tekið fram

Leikskólagjöld:
Tímagjald pr. mánaðarklst. kr 3.404
Tímagjald, einstæðir foreldrar (25% afsl) kr. 2.553
Afsláttarreglur
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. og 4. barn 75%
Afsláttur er veittur af því gjaldi sem lægra er, ef um mislanga vistun er að ræða.
Heimiluð er gjaldfrjáls fjögurra vikna samfelld frítaka utan lokunartíma. Umsóknir um gjaldfría frítöku berist leikskólastjóra að lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaða frítöku.
Ef barn er sótt eftir að umsömdum vistunartíma lýkur er lagt á 500 kr. gjald pr. tilvik.
Ef um langtímaveikindi er að ræða (4 vikur eða lengur) er hægt að sækja um niðurfellingu dvalargjalds og fæðiskostnaðar gegn framvísun læknisvottorðs.

Tónlistarskólagjöld (pr. önn):
60 mín. 25.901 kr.
40 mín. 22.019 kr.
35 mín. 20.472 kr.
30 mín. 16.847 kr.
Fullorðnir greiða 20% álag
Hljóðfæraleiga 4.605 kr.
Fjölskylduafsláttur:
2. meðl. fjölskyldu fær 20% afslátt
3. meðl. fjölskyldu fær 40% afslátt
4. meðl. fjölskyldu fær 60% afslátt
Ekki er veittur afsláttur af hljóðfæraleigu
Skólagjöld miðast við hverja önn og skulu greidd í upphafi annar. Hætti nemendur námi verður ekki um endurgreiðslur skólagjalda að ræða nema til komi veikindi eða aðrar sérstakar ástæður. Kennsla fellur niður á starfsdögum Reykjahlíðarskóla.

Íþróttahús:
Stakt gjald fullorðinna, þreksalur 1.290 kr.
10 miða kort, fullorðnir, þreksalur 9.120 kr.
* 5 vikna kort, þreksalur 6.970 kr.
* 3ja mánaða kort, þreksalur 16.070 kr.
* Ekki hægt að leggja kort inn til geymslu
Árskort, líkamsrækt, einstaklingur 34.280 kr.
Árskort, líkamsrækt, hjón 53.560 kr.
Íþróttasalur, 1 skipti 590 kr.
Íþróttasalur, 10 miða kort 4.500 kr.
Íþróttasalur, 30 miða kort 11.250 kr.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að loka íþróttamiðstöð í allt að 1/2 mánuð árlega til viðgerða án þess að til endurgreiðslu eða afsláttar á árskortum komi
Ókeypis aðgangur fyrir 65 ára og eldri

Fæðiskostnaður í mötuneyti grunnskóla og leikskóla:
Morgunverður 110 kr.
Hádegisverður 330 kr.
½ Hressing 110 kr.
1/1 Hressing 190 kr.
Alla mánuði ársins er reiknað með 20 dögum í innheimtu. Mötuneyti grunnskóla og leikskóla er rekið saman. Greiðsla miðast einungis við hráefniskostnað. Gjaldskráin er endurskoðuð að hausti og í ársbyrjun.

Bókasafn:
Ársskírteini 1.800 kr.
Einskiptis greiðsla (allt að 5 bækur) 260 kr.

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald:
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði 43.260 kr.
Sumarhús 21.630 kr.
Sorptunnugjald fyrir nýja tunnu 19.600 kr.
Gjalddagar eru þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), heimili 8.750 kr.
Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári
Gjöld rekstraraðila:
Fyrir áætlað lágmarks magn allt að 100 kg eða 1,5 m3 skal greiða móttöku- og flutningsgjald 4.200 kr. og í urðunargjald 4.550 kr. eða samtals 8.750 kr.
Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist móttöku- og flutningsgjald 39,35 kr. og 46,75 kr. í urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m3 umfram 1,5 m3 bætist 4.223 kr. fyrir móttöku- og flutningsgjald og 4.532 kr. í urðunargjald.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

Félagsleg heimaþjónusta:
Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund 2.647 kr.
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir:
Allt að 228.734 kr/mán. 0 kr.
Á bilinu 228.734 - 377.463 kr/mán. 883 kr./klst.
Á bilinu 377.463 - 402.975 kr/mán. 1.362 kr./klst.
Yfir 402.975 kr/mán 2.647 kr./klst.
Tekjumörk hjóna:
Allt að 341.861 kr/mán. 0 kr.
Frá 341.861 - 440.815 kr/mán. 883 kr./klst.
Frá 440.815 - 482.086 kr/mán. 1.324 kr./klst.
Yfir 482.086 kr. mán 2.647 kr./klst.
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega er kr. 227.883 pr. mánuð.

Hunda- og kattahald:
Skráningagjald fyrir hund 2.933 kr.
Skráningagjald fyrir kött 2.933 kr.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í fyrsta sinn 5.356 kr./klst.
Handsömunargjald fyrir hund og kött í annað sinn 10.712 kr./klst.

Skjólbrekka:
Fundir:
Litli salur 16.500 kr.
Stóri salur 33.000 kr.
Fjölskyldusamkomur s.s. afmæli og ættarmót. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 39.000 kr.
Stóri salur 65.000 kr.
Allt húsið 100.000 kr.
Fermingar og erfidrykkjur. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Allt húsið 50.000 kr.
Menningarviðburðir. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
10% af veltu eða að lágmarki:
Minni salur 30.000 kr.
Stóri salur 35.000 kr.
Allt húsið 45.000 kr.
Staðfestingargjald 23.900 kr.
Þorrablót, árshátíðir, dansleikir o.fl. Allt húsið (skemmtanaleyfi III innifalið):
158.000 kr.
Staðfestingargjald 39.300 kr.
Þrif eru að öllu leyti á ábyrgð leigutaka sem og stefgjöld og dyravarsla þegar við á.

Rotþróargjald:
1. gr.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er heimilt að innheimta árlega gjöld vegna hreinsunar rotþróa á vegum sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá sem sett er samkvæmt 5. mgr. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.
Fyrir hverja fasteign innan marka Skútustaðahrepps með eigin fráveitu, eða fráveitu sem ekki er tengd holræsakerfi í eigu Skútustaðahrepps, skal greiða árlegt þjónustugjald, sbr. 4.gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ. Greiða skal sérstakt gjald fyrir hverja rotþró, ef fleiri en ein rotþró er á sömu fasteign. Ef fleiri en ein húseign er tengd rotþró skal þjónustugjaldi deilt með jöfnum hætti á fasteignir, nema ef sýnt er fram á aðra eignar- eða notkunarskiptingu á þrónni.
Undanþegnir frá gjaldskyldu eru rekstraraðilar með útgefin rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði (flokkur 1-IV og hótelleyfi) en þeir skulu semja um tæmingu rotþróa við viðurkenndan þjónustuaðila með gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits, sbr. 3. gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ. Slíkir rekstraraðilar geta einnig samið við Skútustaðahrepp um reglubunda tæmingu og skal samið um það sérstaklega.
2. gr.
Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa og er eftirfarandi miðað við losun á þriggja ára fresti:
- 0-4000 lítrar 15.000.
- 4001-6000 lítrar 20.000 kr.
- 6000 lítrar og yfir: 1.800 kr. fyrir hvern rúm. umfram 6000 lítra
Endurkomugjald (þ.e. ef ekki er búið að greiða aðgengi og undirbúa þró fyrir tæmingu) er 50% álag miðað við stærð þróar.
Fjárhæð árgjalds miðast við að mat og tæming rotþróar eigi sér stað þriðja hvert ár. Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að tæma rótþró sérstaklega, skal eigandi fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka.
Fjárhæð árgjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota lengri barka en 50 metra. Ef leggja þarf lengri barka en 50 metra þá leggjast við kr. 8.250. Rotþrær þurfa að vera aðgengilegar fyrir hreinsun. Allan aukakostnað vegna tæmingar skal eigandi fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka.
3. gr
Gjalddagi og innheimta þjónustugjalds skv. 2. gr. fer fram með sama hætti og á sama tíma og gjalddagar fasteignagjalda.
Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari er heimilt að innheimta með fjárnámi í fasteign sem rotþró tengist án tillits til eigendaskipta. Njóta gjöldin lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samin á grundvelli samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanskildum Húsavíkurbæ frá 1. september, nr. 671/2003. Gjaldskráin er samin og samþykkt af sveitarstjórn Skútustaðahrepps og staðfest á fundi hennar þann 13. desember 2017.

Fjarskiptafélag Mývatnssveitar m/vsk (áður samþykkt af stjórn FMÝ):
Stofngjald ljósleiðaratengingar 250.0000 kr.
Mánaðarlegt afnotagjald heimili 4.500 kr.
Mánaðarlegt heimtaugagjald fyrirtæki 17.000 kr.
Mánaðarlegt heimtaugagjald fyrirtæki með heimilisþjónustu 11.000 kr.
Mánaðarlegt heimtaugagjald svartur fiber 17.000 kr.
Mánaðarlegt afnotagjald svartur fiber eitt par pr.km: 6.000 kr.
Mánaðarlegt afnotagjald svartur fiber einn þráður, pr.km: 4.000 kr.
Fyrir svartan fiber er alltaf heimtaugargjald fyrirtækja þar sem heimtaugin er undir 3 km frá dreifistöðvum sem eru staðsettar í Reykjahlíð og á Skútustöðum, ef heimtaug er lengri bætist km gjald við.

Fráveitugjald:
1. gr.
Af öllum fasteignum í Skútustaðahreppi sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem fráveitulagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til sveitarfélagsins.
2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skv. 1. gr. skal vera 0,225% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekkert fráveitugjald.
3. gr.
Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda og greiðist fráveitugjaldið með fasteignagjöldum.
4. gr.
Þinglýstur eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds og er gjaldið tryggt með lögveði í fasteigninni.
5. gr.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og öðlast þegar gildi.

Gjaldskrá Hitaveitu Skútustaðahrepps:
1. gr.
Hitaveita Skútustaðahrepps selur hitaorku frá aðveituæð og dreifikerfi veitunnar samkvæmt ákvæðum gjaldskrár þessarar.
2. gr.
Hitaveita Skútustaðahrepps lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vantsæðar hennar, í té vatnsmagn er ætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stóri að dómi eftirlitsmanns hitaveitu.
3. gr.
Fyrir afnot heita vatnsins skal greiða skv. vatnsmæli fyrir hvern rúmmetra vatns miðað við vatnshita í tengibrunni þar sem stofnæð og heimtaug/dreifikerfi mætast, sem hér segir:
a) Fyrir vatn 80°C og heitara greiðast 161 kr/m3.
b) 70-79° 129 kr/m3.
c) 69°C og kaldara 98 kr/m3.
Hitaveitunni er heimilt að færa notendur milli gjaldflokka þar sem einstakar heimtauger eru það langar að ætla má að um verulega kólnun sé að ræða í þeim.
Þar til vatnsmælir hefur verið settur upp og ef vatnsmælir bilar áætlar hitaveitan vatnsnotkunina með hliðsjón af hitaþörf hússins. Hitaveitan lætur húseigendum í té aukamæla ef þess er óskað.
4. gr.
Fyrir hverja húsveitu (1. mæli) er greitt fast mánaðargjald sem fer eftir stærð mælis sem hér segir:
a) Fyrir mæli allt að ¾" kr. 1.402
b) Fyrir mæli 1"-2" kr. 2.824
c) Fyrir mæli 3" og stærri kr. 5.628
5. gr.
Hitaveitugjöld skv. 3. og 4. grein verða krafin mánaðarlega, þegar eftir mælaálestur. Þó er heimilt að láta líða lengri tíma en einn mánuð milli álestra og fækka gjalddögum. Óski notandi þess að lesið sé af mæli hans utan reglubundins álestartíma hitaveitunnar og honum gerður sérstakur reikningur skal hann greiða fyrir það gjald kr.1.278.
Gjalddagi hitaveitugjalda er við útsendingu reiknings eða tilkynningar um reikningsupphæð. Ber gjaldanda að greiða reikninginn í bönkum, sparisjóðum og öðrum greðslustöðum þar sem hitaveitan ákveður. Það eru vanskil ef gjöld fyrir orkunotkun eru ekki greidd innan 30 daga frá útsendingardegi reikningsins.
6. gr.
Heimæðargjald Hitaveitu Skútustaðahrepps skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð:
Hús 400-2000 m3 :
Fyrir 400 m3 kr. 258.892
og fyrir hvern rúmmetra umfram 400 m3 kr. 226
Hús stærri en 2000 m3 kr. 617.765
og fyrir hvern rúmmetra umfram 2000 m3 kr. 180
Öll gjöld í þessari grein miðast við utanmál húsa.
Stofngjald fyrir hvern mæli umfram einn á sama inntaki er 34.378 kr.
Lóðarhafar greiða auk heimtaugagjalds kostnað við lagningu heimæðar frá stofnæð hitaveitu að húsvegg fyrir lengd lagnar umfram 50 metra.
Hitaveita Skútustaðahrepps hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber til tilkynna með 7 daga fyrirvara.
Allan kostnað við lokun aðrennslis og opnun á ný greiðir sá sem er í vanskilum auk kr. 2.555 í hvert skipti.
7. gr.
Nú eru leyfð afnot hitaveitunnar til annars en húshitunar svo sem heyþurrkunar eða ræktunar og er þá hitaveitunni heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki mð hliðsjón af gjaldskrá þessari.
8. gr.
Á öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari leggjast skattar samkvæmt gildandi reglum á hverjum tíma.
9. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtak á kostnað gjaldanda.
10. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt orkulögum nr 58. 29.apríl 1967, staðfestist hér merð til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis nr. 19/2015.

Gjaldskrá Hitaveitu Skútustaðahrepps í Birkilandi:
1. gr.
Hitaveita Skútustaðahrepps selur hitaorku frá aðveituæð og dreifikerfi veitunnar í Birkilandi við Voga samkvæmt ákvæðum gjaldskrár þessarar.
2. gr.
Hitaveita Skútustaðahreps lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vantsæðar hennar, í té vatnsmagn er ætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stóri að dómi eftirlitsmanns hitaveitu.
3. gr.
Fyrir afnot heita vatnsins skal greiða skv. vatnsæmli fyrir hvern rúmmetra vatns miðað við vatnshita í tengibrunni þar sem stofnæð og heimtaug/dreifikerfi mætast, sem hér segir:
a) Fyrir vatn 80°C og heitara greiðast 161 kr/m3.
b) 70-79° 129 kr/m3.
c) 69°C og kaldara 98 kr.
Hitaveitunni er heimilt að færa notendur milli gjaldflokka ef vanshiti breytist.
Þar sem vatnsmælir hefur verið settur upp og ef vatnsmælir bilar áætlar hitaveitan vatnsnotkunina með hliðsjón af hitaþörf hússins. Hitaveitan lætur húseigendum í té aukamæla ef þess er óskað.
4.gr.
Fyrir hverja húsveitu (1. mæli) er greitt fast mánaðargjald sem fer eftir stærð mælis sem hér segir:
a) Fyrir mæli allt að ¾" kr. 1.402
b) Fyrir mæli 1"-2" kr. 2.824
c) Fyrir mæli 3" og stærri kr. 5.628
5.gr
Hitaveitugjöld skv. 3. og 4. grein verða krafin mánaðarlega, þegar eftir mælaálestur. Þó er heimilt að láta líða lengri tíma en einn mánuð milli álestra og fækka gjalddögum. Óski notandi þess að lesið sé af mæli hans utan reglubundins álestartíma hitaveitunnar og honum gerður sérstakur reikningur skal hann greiða fyrir það gjald kr.1.278.
Gjalddagi hitaveitugjalda er við útsendingu reiknings eða tilkynningar um reikningsupphæð. Ber gjaldanda að greiða reikninginn í bönkum, sparisjóðum og öðrum greðslustöðum þar sem hitaveitan ákveður. Það eru vanskil ef gjöld fyrir orkunotkun eru ekki greidd innan 30 daga frá útsendingardegi reikningsins.
6.gr.
Heimæðargjald Hitaveitu Skútustaðahrepps skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð:
Fyrir hverja heimæð kr. 536.087
Stofngjald fyrir hvern mæli umfram einn á sama inntaki er kr. 31.523
Lóðarhafar greiða auk heimtaugagjalds kostnað við lagningu heimæðar frá stofnæð hitaveitu að húsvegg fyrir lengd lagnar umfram 50 metra.
Hitaveita Skútustaðahrepps hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber til tilkynna með 7 daga fyrirvara.
Allan kostnað við lokun aðrennslis og opnun á ný greiðir sá sem er í vanskilum auk kr. 2.555 í hvert skipti.
7.gr.
Á öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari leggjast skattar samkvæmt gildandi reglum á hverjum tíma.
8.gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtak á kostnað gjaldanda.
9. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt orkulögum nr 58. 29.apríl 1967, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis nr. 20/2015.

Gjaldskrá Vatnsveitu Skútustaðahrepps:
1. gr. Vatnsgjald.
Af öllum fasteignum í Skútustaðahreppi sem tengdar eru vatnsveitu Skútustaðahrepps, ber að greiða vatnsgjald árlega til sveitarfélagsins, nema sérstaklega sé um annað samið.
2. gr. Stofn til álagningar vatnsgjalds.
Stofn til álagningar vatnsgjalds skal vera 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.
3. gr. Gjalddagar.
Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda og greiðist vatnsgjaldið með fasteignagjöldum.
4. gr. Breytingar á gjöldum
Ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 2. gr. er tekin árlega af sveitarstjórn samhliða ákvörðun um álagningarstuðla fasteignagjalda.
5. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Vatnsgjald greiðist af hús - og íbúðareiganda, lóðareiganda ef um eignarlóð er að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Vatnsgjald nýtur aðfararheimildar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, sbr. 10. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, og má gera aðför í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta.
Vatnsgjald nýtur lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald og leigugjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.
6. gr. Gildistaka
Gjaldskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt 10. gr. laga nr. 32/2004, sbr. 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005, og tekur gildi frá 1. janúar 2018. Frá sama tíma falla úr gildi eldri gjaldskrár fyrir vatnsgjald í Skútustaðahreppi.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárnar samhljóða.

13. Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2018 - 1711015

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2018 lögð fram.
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignamati.
Fráveitugjald, 0,225% af fasteignamati.
Rotþróargjald samkvæmt gjaldskrá.
Lóðaleiga kr. 10,00 á m2.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 20.000- verði 8, sá fyrsti 1. mars. 2018. Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 verði 1. maí.
Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) árstekjur allt að kr. 3.620.235
Hjón með (peninga) árstekjur allt að kr. 5.054.667
80% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) árstekjur allt að kr. 3.6020.235 til kr. 4.153.024
Hjón með (peninga) árstekjur allt að kr. 5.054.667 til kr. 5.628.441
50% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) árstekjur allt að kr. 4.153.024 til kr. 4.836.087
Hjón með (peninga) árstekjur allt að kr. 5.628.441 til kr. 6.721.342

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða:
Ef afnotum fasteignar sem metin er sem ein heild er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka, sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Skal eiganda veittur andmælaréttur áður en hlutfallsleg skipting er ákveðin í upphafi eða henni breytt.

Sveitarstjórn samþykkir álagningarreglur fasteignagjalda samhljóða.

14. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 – Síðari umræða - 1709001

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2018-2021.

Greinargerð sveitarstjóra:
Á 65. fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, þann 8. nóvember 2017, var fjárhagsáætlunSkútustaðahrepps fyrir árið 2018 tekin til fyrri umræðu. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn 13. desember 2017. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára rammaáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2019-2021.
Fjárhagsáætlunin er unnin út frá markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á 61. fundi þann 13. september 2017 en þau eru:
* Árin 2018 - 2021. Áfram skal haldið með markmið sem sett voru í fjárhagsáætlun 2017-2020. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku þannig að skuldahlutfall verði áfram undir 50% á tímabilinu.

Almennar forsendur:
Útsvar 14,52% (óbreytt)
Framlög úr Jöfnunarsjóði Samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati (óbreytt)
Fasteignaskattur B 1,32 af fasteignamati (óbreytt)
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati (óbreytt)
Vatnsgjald 0,15% af fasteignagjaldi (óbreytt)
Holræsagjald 0,225% af fasteignagjaldi (óbreytt)
Lóðaleiga 10.000 pr. ferm. (óbreytt)
Almennar gjaldskrár: Almenn 3% hækkun.
Íbúafjöldi 2016 2017 2018 2019 2020
1. des. 432 493 505 515 525
Þriggja ára rammaáætlun er á föstu verðlagi miðað við áætlun 2018 hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld og einungis áætluð áhrif magnbreytinga á rekstur og efnahag. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld byggja hins vegar á áætluðu verðlagi hvers árs samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um áætlaða vísitölu neysluverðs.
Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda.
Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu samanlögð útgjöld vegna rekstrar A-og B hluta ekki vera hærri en sem nemur reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili.
Viðsnúningur hefur verið í rekstri sveitarfélagsins frá árinu 2014 en það ár var tap á rekstrinum. Síðan þá hafa bæði hagræðingaraðgerðir og talsverð tekjuaukning vegna fólksfjölgunar breytt forsendum í rekstri sveitarfélagsins til hins betra. Allt stefnir í að reksturinn verði jákvæður fyrir rekstrarárið 2017 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Á þessu ári hefur verið farið í ýmsar framkvæmdir, viðhald og endurnýjun og verður því framhaldið á næsta ári.
Heildartekjur samstæðunnar (A og B hluta) er áætlað að verði 537 m.kr. á næsta ári, þar af nemi tekjur A-hluta 494 m.kr. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nemi 451 m.kr., þar af nemi rekstrargjöld A-hluta 419 m.kr. Fjármagnsliðir nettó þ.e fjármagnsgjöld nemi 4 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um rétt rúmar 81 m.kr., þar af verði rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 75 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðu nemi 119 mkr. og handbært fé frá rekstri samstæðu nemi 115 m.kr. Skuldahlutfall samstæðu nemi 47%. Framlegðarhlutfall er áætlað 21%. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu og verða langtímaskuldir greiddar niður um 9 milljónir króna.

Fjárfestingaáætlun 2018:
Helstu framkvæmdir næsta árs verða malbikunarframkvæmdir, breytt aðkoma að skólum og íþróttamiðstöð, gangstéttar og bætt umferðaröryggi í Reykjahlíðarþorpi, endurbætur hitaveitu á Skútustöðum, frágangur á gámasvæði og leikskóla/grunnskólalóð, viðhald í Skjólbrekku, viðhald í Reykjahlíðarskóla og íþróttahúsi, strandblakvöllur, ærslabelgur o.fl. leiktæki, ný skilti við innkomuleiðir í sveitina o.fl. Gert er ráð fyrir hönnunarkostnaði vegna fyrsta áfanga í umbótaáætlun vegna fráveitumála. Einnig er gert er ráð fyrir mótframlagi vegna umsóknar sveitarfélagsins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna fyrsta áfanga í uppbyggingu göngustíga í Höfða. Gert er ráð fyrir gerð viðskiptaáætlunar vegna nýrrar sundlaugar, sorpílátum á tilteknum ferðamannastöðum og sorphirðuúrræðum fyrir sumarhúsaeigendur, tækjabúnaði til áhaldahúss o.fl.

Annað:
Stefnt er að því að ráða skipulags- og byggingafulltrúa í 100% starf á næsta ári vegna fjölmargra verkefna sem eru fram undan.
Gert er ráð fyrir vinnu við innleiðingu vegna nýrra laga um persónuvernd.
Unnið verður samkvæmt nýrri skólastefnu sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir nýrri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir nýrri Mannauðsstefnu sveitafélagsins.
Unnið verður eftir nýrri umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir Bókun 1 í kjarasamningi grunnskólakennara.
Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng næsta haust.
Áfram verður boðið upp á upp á akstur í félagsstarf eldri borgara á fimmtudögum.
Reykjahlíðarskóli verður tölvuvæddur, gert ráð fyrir áframhaldandi endurnýjun á húsgögnum, hljóðkerfi fyrir kennara í íþróttahúsi o.fl.
Nýjar heimasíður verða gerðar fyrir Reykjahlíðarskóla og leikskólann Yl. Þá mun Leikskólinn taka í gagnið leikskólaappið Karellen.
Gert er ráð fyrir nýjum samningum við Félag eldri borgara og Golfklúbb Mývatnssveitar.
Keyptur verður aðgangsstýribúnaður í íþróttamiðstöðina til að hafa sólarhringsaðgang að líkamsræktaraðstöðu.

Óvissuþættir:
- Fráveitumál gætu reynst þungur baggi á rekstri sveitarfélagsins á næstu árum. Samningaviðræður við nýja ríkisstjórn um aðkomu ríkisins fara vonandi af stað sem fyrst.
- Sveitarfélagið er að skoða að selja hluti sína í hlutafélögum á næsta ári. Tilgangurinn er að borga niður skuldir sveitarfélagsins. Salan er ekki inni í fjárhagsáætlun næsta árs.
- Málaferli vegna hitaveitu.

Fjárhagsáætlun 2019-2021:
Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri og jákvæðri afkomu samstæðunnar á öllum árum áætlunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu og því verður unnið að hagræðingu í rekstri með það að markmiði að greiða niður skuldir. Þó ber þess að geta að nokkur óvissa ríkir um fráveitumál, fjárfestingar og viðhald og verður fjárfestingaþörfin því endurmetin árlega á gildistíma áætlunarinnar.
Mývatnssveit 13. desember 2017
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2018-2021.

Fylgiskjal: Fjárhagsáætlun 2018-2021

15. Skólaeldhús: Útboð á hádegismat - 1712001

Engin tilboð bárust í almennu útboði á elduðum hádegismat fyrir fyrir nemendur og starfsfólk leikskólans Yls og Reykjahlíðarskóla. Leitað var til rekstraraðila í Skútustaðahreppi sem eru með leyfi til reksturs veitingastaðar.

16. Endurnýjun yfirdráttarheimildar: 2018 - 1711012

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að sækja um yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, allt að 45 milljónir króna, til daglegrar fjármálastjórnunar ef þörf krefur. Heimildin gildir frá 1. janúar til 31. desember 2018.

17. Snæuglan ehf: Gatnagerðargjöld - 1709003

Lagt fram bréf dags. 26.11.2017 frá Pétri Bjarna Gíslasyni f.h. Snæuglunnar ehf. þar sem gerðar eru athugasemdir við leiðréttingu gatnagerðargjalda.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

18. Staða fráveitumála - 1701019

Eftir að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum sendi sveitarstjóri ósk til nýs umhverfis- og auðlindaráðherra og nýs fjármála- og efnahagsráðherra þann 30. nóv. s.l. þess efnis að teknar verði upp að nýju viðræður á milli Skútustaðahrepps og ríkisvaldsins um fjárhagslega aðkomu ríkisins að fráveitumálum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið fékk frest hjá heilbrigðiseftirlitinu til að skila inn fjármagnaðri umbótaáætlun til næstu áramóta. Í ljósi tafa á viðræðum við ríkisvaldið vegna ríkisstjórnaskipta, samþykkir sveitarstjórn að sótt verði um frest til að skila inn uppfærðri umbótaáætlun þar til niðurstaða er komin í samningaviðræður við ríkisvaldið.
Rétt er að taka fram að sveitarstjórn vinnur nú þegar eftir umbótaáætluninni varðandi útfærslu lausna og skipulag. Samþykkt hefur verið breyting á deiliskipulagi í Reykjahlíð vegna staðsetningar hreinsistöðvar. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2018 er gert ráð fyrir hönnunarkostnaði fyrir fyrsta áfanga sem er fyrir fráveitu í Reykjahlíð, ásamt auknu stöðuhlutfalli skipulags- og byggingafulltrúa, úr 33% í 100% sem að vonum mun nýtast til utanumhalds um víðtækt svið fráveitulausna.

19. Snorraverkefnið: Stuðningur 2018 - 1711024

Lagt fram bréf frá Snorrastofu dags. 20. nóv. 2017 þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2018.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

20. Styrkveitingar: Seinni úthlutun 2017 - 1712002

Alls bárust félags- og menningarmálanefnd fjórar umsóknir um styrkveitingar vegna seinni úthlutunar 2017 til lista- og menningarstarfs, tvær þeirra voru ekki metnar styrkhæfar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að styrkjum verði úthlutað sem hér segir:
Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn 500.000 kr.
Músík í Mývatnssveit 200.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu félags- og menningarmálanefndar. Styrkirnir rúmast innan heimildar fjárhagsáætlunar 2017.

21. Mannauðsstefna Skútustaðahrepps - 1612034

Sveitarstjóri leggur til eftirfarandi breytingar á Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps (breyting nr. 1):
- Á bls. 1 verði uppfærð gildi sveitarfélagsins sem höfð eru að leiðarljósi: Jafnræði - Jákvæðni - Traust - Virðing.
- Á bls. 11 undir kaflanum Heilsuefling verði sú breyting gerð að til að starfsmenn geti fengið heilsustyrki þurfi þeir að hafa unnið í a.m.k. 3 mánuði og hafa fengið fastráðningu, í stað 6 mánaða.
Sveitarstjórn samþykktir tillögurnar.

22. Fundadagatal 2018 - 1711017

Lögð fram drög að fundadagatali sveitarstjórnar og nefnda fyrir árið 2018.
Fundadagatalið samþykkt með áorðnum breytingum. Það verður birt á heimasíðu Skútustaðahrepps.

23. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

Fylgiskjal: Skýrsla sveitastjóra

24. Skjólbrekka: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1712004

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 11. desember s.l. þar sem Þorsteinn Gunnarsson f.h. Skútustaðahrepps, sækir um rekstrarleyfi í flokki III, umfangsmiklir áfengisveitingastaðir, fyrir félagsheimilið Skjólbrekku.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

25. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Lögð fram fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra Húsavík dags. 6. des. 2017.
Lögð fram fundargerð stjórnar Leigufélagsins Hvamms dags. 6. des. 2017.
Liður 2: Sveitarstjórn samþykkir að Sigurður Guðni Böðvarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á hluthafafundi félagsins.

26. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 43. fundar skipulagsnefndar frá 27. nóvember 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum.
Liðir 1, 2 og 3 hafa þegar verið teknir fyrir og afgreiddir af sveitarstjórn (sjá liðir 3, 4 og 5 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð skipulagsnefndar

27. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð 20. fundar skólanefndar frá 29. nóvember 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn fyrir og afgreiddur af sveitarstjórn (sjá liður 2 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Fylgiskjal: Fundargerð skólanefndar

28. Atvinnumálanefnd: Fundargerðir - 1611049

Fundargerð 6. fundar atvinnumálanefndar 29. nóvember 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 1 lið sem þegar hefur verið tekinn fyrir og afgreiddur af sveitarstjórn (sjá lið 1 í þessari fundargerð).

Fylgiskjal: Fundargerð atvinnumálanefndar

29. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð 16. fundar félags- og menningarmálanefndar frá 7. nóvember 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 1 lið.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
Fundargerð 17. fundar félags- og menningarmálanefndar frá 28. nóvember 2017 lögð fram. Fundargerðin er í tveimur liðum sem þegar hafa verið teknir fyrir og afgreiddir af sveitarstjórn (sjá liðir 8 og 20 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fylgiskjöl:
Fundargerð 16. fundar
Fundargerð 17. fundar

30. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Lögð fram fundargerð frá forstöðumannafundi 12. desember 2017.

Fylgiskjal: Fundargerð forstöðumannafundar

31. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. nóvember 2017 lögð fram.
Sveitarstjórn tekur heils hugar undir bókun stjórnar sambandsins undir lið 1: Í skugga valdsins. Þar segir:
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum "Í skugga valdsins" og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020