Fjárhagsáćtlun 2018-2021 samţykkt

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 15. desember 2017

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2018-2021 fór fram í sveitarstjórn 13. des. s.l. þar sem hún var samþykkt samhljóða Þar var eftirfarandi bókað:

"Greinargerð sveitarstjóra:
Á 65. fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, þann 8. nóvember 2017, var fjárhagsáætlunSkútustaðahrepps fyrir árið 2018 tekin til fyrri umræðu. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn 13. desember 2017. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára rammaáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2019-2021.
Fjárhagsáætlunin er unnin út frá markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á 61. fundi þann 13. september 2017 en þau eru:
* Árin 2018 - 2021. Áfram skal haldið með markmið sem sett voru í fjárhagsáætlun 2017-2020. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku þannig að skuldahlutfall verði áfram undir 50% á tímabilinu.

Almennar forsendur:
Útsvar 14,52% (óbreytt)
Framlög úr Jöfnunarsjóði Samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati (óbreytt)
Fasteignaskattur B 1,32 af fasteignamati (óbreytt)
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati (óbreytt)
Vatnsgjald 0,15% af fasteignagjaldi (óbreytt)
Holræsagjald 0,225% af fasteignagjaldi (óbreytt)
Lóðaleiga 10.000 pr. ferm. (óbreytt)
Almennar gjaldskrár: Almenn 3% hækkun.
Íbúafjöldi 2016 2017 2018 2019 2020
1. des. 432 493 505 515 525
Þriggja ára rammaáætlun er á föstu verðlagi miðað við áætlun 2018 hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld og einungis áætluð áhrif magnbreytinga á rekstur og efnahag. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld byggja hins vegar á áætluðu verðlagi hvers árs samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um áætlaða vísitölu neysluverðs.
Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda.
Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu samanlögð útgjöld vegna rekstrar A-og B hluta ekki vera hærri en sem nemur reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili.
Viðsnúningur hefur verið í rekstri sveitarfélagsins frá árinu 2014 en það ár var tap á rekstrinum. Síðan þá hafa bæði hagræðingaraðgerðir og talsverð tekjuaukning vegna fólksfjölgunar breytt forsendum í rekstri sveitarfélagsins til hins betra. Allt stefnir í að reksturinn verði jákvæður fyrir rekstrarárið 2017 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Á þessu ári hefur verið farið í ýmsar framkvæmdir, viðhald og endurnýjun og verður því framhaldið á næsta ári.
Heildartekjur samstæðunnar (A og B hluta) er áætlað að verði 537 m.kr. á næsta ári, þar af nemi tekjur A-hluta 494 m.kr. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nemi 451 m.kr., þar af nemi rekstrargjöld A-hluta 419 m.kr. Fjármagnsliðir nettó þ.e fjármagnsgjöld nemi 4 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um rétt rúmar 81 m.kr., þar af verði rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 75 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðu nemi 119 mkr. og handbært fé frá rekstri samstæðu nemi 115 m.kr. Skuldahlutfall samstæðu nemi 47%. Framlegðarhlutfall er áætlað 21%. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu og verða langtímaskuldir greiddar niður um 9 milljónir króna.

Fjárfestingaáætlun 2018:
Helstu framkvæmdir næsta árs verða malbikunarframkvæmdir, breytt aðkoma að skólum og íþróttamiðstöð, gangstéttar og bætt umferðaröryggi í Reykjahlíðarþorpi, endurbætur hitaveitu á Skútustöðum, frágangur á gámasvæði og leikskóla/grunnskólalóð, viðhald í Skjólbrekku, viðhald í Reykjahlíðarskóla og íþróttahúsi, strandblakvöllur, ærslabelgur o.fl. leiktæki, ný skilti við innkomuleiðir í sveitina o.fl. Gert er ráð fyrir hönnunarkostnaði vegna fyrsta áfanga í umbótaáætlun vegna fráveitumála. Einnig er gert er ráð fyrir mótframlagi vegna umsóknar sveitarfélagsins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna fyrsta áfanga í uppbyggingu göngustíga í Höfða. Gert er ráð fyrir gerð viðskiptaáætlunar vegna nýrrar sundlaugar, sorpílátum á tilteknum ferðamannastöðum og sorphirðuúrræðum fyrir sumarhúsaeigendur, tækjabúnaði til áhaldahúss o.fl.

Annað:
Stefnt er að því að ráða skipulags- og byggingafulltrúa í 100% starf á næsta ári vegna fjölmargra verkefna sem eru fram undan.
Gert er ráð fyrir vinnu við innleiðingu vegna nýrra laga um persónuvernd.
Unnið verður samkvæmt nýrri skólastefnu sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir nýrri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir nýrri Mannauðsstefnu sveitafélagsins.
Unnið verður eftir nýrri umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
Unnið verður eftir Bókun 1 í kjarasamningi grunnskólakennara.
Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng næsta haust.
Áfram verður boðið upp á upp á akstur í félagsstarf eldri borgara á fimmtudögum.
Reykjahlíðarskóli verður tölvuvæddur, gert ráð fyrir áframhaldandi endurnýjun á húsgögnum, hljóðkerfi fyrir kennara í íþróttahúsi o.fl.
Nýjar heimasíður verða gerðar fyrir Reykjahlíðarskóla og leikskólann Yl. Þá mun Leikskólinn taka í gagnið leikskólaappið Karellen.
Gert er ráð fyrir nýjum samningum við Félag eldri borgara og Golfklúbb Mývatnssveitar.
Keyptur verður aðgangsstýribúnaður í íþróttamiðstöðina til að hafa sólarhringsaðgang að líkamsræktaraðstöðu.

Óvissuþættir:
- Fráveitumál gætu reynst þungur baggi á rekstri sveitarfélagsins á næstu árum. Samningaviðræður við nýja ríkisstjórn um aðkomu ríkisins fara vonandi af stað sem fyrst.
- Sveitarfélagið er að skoða að selja hluti sína í hlutafélögum á næsta ári. Tilgangurinn er að borga niður skuldir sveitarfélagsins. Salan er ekki inni í fjárhagsáætlun næsta árs.
- Málaferli vegna hitaveitu.

Fjárhagsáætlun 2019-2021:
Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri og jákvæðri afkomu samstæðunnar á öllum árum áætlunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu og því verður unnið að hagræðingu í rekstri með það að markmiði að greiða niður skuldir. Þó ber þess að geta að nokkur óvissa ríkir um fráveitumál, fjárfestingar og viðhald og verður fjárfestingaþörfin því endurmetin árlega á gildistíma áætlunarinnar.

Mývatnssveit 13. desember 2017
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Fjárhagsáætlun sveitarstjórnar 2018-2021

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. janúar 2019

Dagskrá 12. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 16. janúar 2019

ŢORRABLÓT 2019

Fréttir / 11. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 7. janúar 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 2. janúar 2019

Dagskrá 11. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 2. janúar 2019

Ný lög um lögheimili og ađsetur

Fréttir / 27. desember 2018

Flugeldasýning og áramótabrenna

Fréttir / 21. desember 2018

Jóla- og nýárskveđjur

Fréttir / 20. desember 2018

Guđsţjónustur um hátíđarnar

Fréttir / 20. desember 2018

Jólabingó Mývetnings

Fréttir / 20. desember 2018

Frá velferđarsjóđi Ţingeyinga

Fréttir / 20. desember 2018

Jólaball í Skjólbrekku

Fréttir / 20. desember 2018

Jólakveđja

Nýjustu fréttir

Hitaveituálestur

 • Fréttir
 • 21. janúar 2019

Dósasöfnun nemenda Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 16. janúar 2019

Hamingjukönnun fyrir Skútustađahrepp

 • Fréttir
 • 15. janúar 2019

OPNUNARHÁTÍĐ VAĐLAHEIĐARGANGA

 • Fréttir
 • 11. janúar 2019

Heitavatnslaust í Birkihrauni um stund.

 • Fréttir
 • 9. janúar 2019

Ýmsar upplýsingar

 • Fréttir
 • 7. janúar 2019

Sorphirđudagatal 2019

 • Fréttir
 • 6. janúar 2019

Gleđilegt ár

 • Fréttir
 • 2. janúar 2019

Flugeldasala

 • Fréttir
 • 27. desember 2018