Húsnćđisáćtlun Skútustađahrepps 2018-2027 samţykkt

  • Sveitarstjórnarfundur
  • 14. desember 2017

Sveitarstjórn hefur samþykkt Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps 2018-2027. Sveitarstjórn bókaði á fundi sínum 13. september s.l. að gera húsnæðisáætlun fyrir Skútustaðahrepp. Í því felst að greina stöðu húsnæðismála í Skútustaðahreppi og setja fram áætlun um hvernig þeim málum skuli háttað til næstu ára. Atvinnumálanefnd og sveitarstjóra var falið að halda utan um verkefnið.
Í húsnæðisáætluninni kemur m.a. fram að í ljósi fólksfjölgunar vegna uppgangs ferðaþjónustu hafi verið talsverð eftirspurn eftir íbúðum í Skútustaðahreppi síðustu misseri. Atvinnurekandi hefur brugðist við með því að byggja raðhús í Klappahrauni, hótel hafa farið þá leið að byggja starfsmannaíbúðir við hótelin eða starfsmannaherbergi inni á hótelunum. Hingað hefur flutt ungt barnafólk sem hefur fengið heilsársstörf. En ljóst er að hár byggingakostnaður í Skútustaðahreppi sem ekki skilar sér í markaðsverði fasteigna er letjandi þegar kemur að uppbyggingu.
Á íbúðarsvæðum í Reykjahlíð í dag er rými fyrir um 35 nýjar íbúðir.

Könnun á meðal rekstraraðila
Við gerð húsnæðisáætlunarinnar var gerð könnun á meðal rekstraraðila í Skútustaðahreppi til þess að varpa ljósi á húsnæðisþörfina á næstu árum. Sendur var út spurningalisti til 27 aðila. Í svörum sem bárust frá 22 a aðilum kemur m.a. fram að þörf er fyrir leiguhúsnæði fyrir starfsfólk hjá um helmingi svarenda, samantekið í hæsta gildi fyrir 49 starfsmenn, eða um 5 manns að meðaltali á ári næstu tíu árum. Atvinnurekendur kjósa almennt að byggja eigin starfsmannaíbúðir eða kaupa á almennum markaði þótt þar sé ekki mikið framboð þessa dagana. Miðað við svörum virðist ekki mikill áhugi fyrir öðru húsnæðisformi eins og t.d. húsnæðissjálfseignastofnun. Sveitarstjórn telur engu að síður þörf á að skoða þann flöt frekar, með tilliti til íbúðarhúsnæðis á almennum markaði.
Lagðar eru fram tillögur í 14 liðum. Meðal annars þarf að huga að endurskoðun aðalskipulags eftir næstu kosningar, huga að stækkun byggðar austan við Múlaveg, skoða þéttingu byggðar á Skútustöðum og í Vogum, funda með rekstraraðilum vegna byggingu leiguíbúða, endurskoða skilmála varðandi byggingu íbúðarhúsa án tengsla við búrekstur á núverandi lögbýlum, að gatnagerðargjöld verði endurskoðuð o.fl.
Sveitarstjórn þakkar atvinnumálanefnd og sveitarstjóra góða vinnu og samþykkir húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps og verður hún aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps 2018-2027


Deildu ţessari frétt