17. fundur

 • Félags- og menningarmálanefnd
 • 28. nóvember 2017

17. fundur 28. nóvember 2017, kl. 14:30-16:30

Fundarstaður: Hlíðavegur 6

Fundarmenn:

Elísabet Sigurðardóttir, form. (fundarr.)

Sigurður Böðvarsson

Jóhanna Njálsdóttir

Dagbjört Bjarnadóttir

Ólafur Þröstur Stefánsson

 

Dagskrá:

 1. Skjólbrekka – Framtíðarhlutverk og nýting
 2. Styrkveitingar – Umsóknir vegna styrkja til lista- og menningarstarfs

 

1. Skjólbrekka – Framtíðarhlutverk og nýting

Samþykkt að leggja eftirfarandi minnisblað fyrir sveitarstjórn Skútustaðahrepps:

Framtíðarhlutverk Skjólbrekku

„Skjólbrekka – félagsheimili Mývetninga er eitt glæsilegasta samkomuhús Íslands.“

„Allir hjálpuðust að við að hrinda byggingamálinu í höfn – en mest munaði þó um unga fólkið.“

Svona hljómuðu fyrirsagnir dagblaðanna þegar Skjólbrekka var vígð í júlí 1955 en bygging hússins hófst 1952 og sveitarfélagið og íbúarnir tóku höndum saman við að reisa það. Mjög var vandað til verka utan húss sem innan og óhætt að segja að þetta mikla samfélagsverkefni hafi heppnast vel. Margt hefði verið hægt að spara en mikið var lagt upp úr því að félagsheimilið væri meira en bara þak og veggir, það yrði að hafa sál og fegurð þyrfti að ríkja þar sem hugsjónir ættu að fæðast á komandi árum.
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Félags- og menningarmálanefnd lagt mikla vinnu í að vega og meta mikilvægi Skjólbrekku í samfélaginu sem við lifum í. Eftir að hafa haldið íbúafund og kannað hug sveitunganna almennt þá er ljóst að húsið og saga þess skipta íbúana miklu máli. Það er því afar mikilvægt að Skjólbrekka verði áfram samkomustaður Mývetninga.

Framtíðarsýn:
Tvö megin sjónarmið eru ríkjandi hjá íbúum; annars vegar að Skjólbrekka eigi áfram að þjóna því megin hlutverki að vera félagsheimili sveitarinnar en jafnframt verði leitað leiða til að auka fjölbreytni þeirrar starfsemi sem húsnæðið og staðurinn geta boðið upp á. Tryggja verður að tekjur komi inn af húsinu til reksturs þess, að starfsemin sé lifandi og að það þjóni íbúunum sem samkomustaður.

Gróf tekjuáætlun:

Hluti af kjallara leigður út, t.d. til RAMÝ, en vitað er af miklum áhuga þar.

Íbúð í norðurenda leigð út, t.d. á frjálsum markaði eða nýtt fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.

Salur leigður út fyrir veislur, erfidrykkjur, tónleika, námskeið, sýningar o.fl. samkvæmt gjaldskrá Skútustaðahrepps.

Skútustaðahreppur kaupi íbúð í austurenda og leigi til Þekkingarseturs Þingeyinga en vitað er af miklum áhuga frá þeim að koma á fót Þekkingarsetri í Mývatnssveit. Það gæti orðið helsti drifkrafturinn í að kveikja líf á staðnum.

Viðburðir:
Félags- og menningarmálanefnd leggur til að húsið verði auglýst til útleigu fyrir viðburði strax um áramót. Fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi og fara nú þegar fram í húsinu, s.s. tónleikar, myndlistasýningar, leiksýningar, kvikmyndasýningar, íbúafundir, kjörstaður, námskeið, aðstaða fyrir listamenn, þorrablót, Slægjufundur/ball, kórstarf, bændamarkaðir, ættarmót, gallerý, ráðstefnur/fundir.

Viðhald:
Matsskýrsla Faglausnar frá því í apríl 2011 verði lögð til grundvallar og ný úttekt gerð þar sem smiður/byggingafræðingur færi í gegn um gömlu úttektina og merkti við hvað hefur verið gert og hvað hefur breyst. Að því loknu verði verkefnum forgangsraðað miðað við fjárhagsáætlun. Æskilegt er að hafa fulltrúa úr Félags- og menningarmálanefnd með í þeirri vinnu.

Búnaður:
Skjólbrekka er ágætlega tækjum búin en ásamt viðhaldi á húsinu sjálfu þá þarf að yfirfara búnað og meta hvað er kominn tími á að endurnýja. Áætlun um kaup á tækjum og búnaði verði unnin m.t.t. fjárhagsáætlunar. Æskilegt er að hafa fulltrúa úr Félags- og menningarmálanefnd með í þeirri vinnu.

Bókasafn:
Einhverra viðgerða er þörf þar auk þess sem mikilvægt er að bæta við hilluplássi svo unnt sé að koma fyrir þeim bókakosti sem safnið á. Sjá skýrslu um bókasafn frá október 2016. Einnig leggur Félags- og menningarmálanefnd til að myndavélasafni sr. Arnar verði bætt við safnið.

Áætlun:
Ljóst er að endurskipulagning Skjólbrekku er umfangsmikil og verkefnin fjölmörg og Félags- og menningarmálanefnd leggur til að gerð verði 5 ára áætlun um verkefnið í heild sinni. Viðhaldsáætlun verði tímasett, auk þess sem nefndin leggur til að ráðinn verði starfsmaður til að halda utan um það. Meðlimir nefndarinnar bjóða fram krafta sína til að vinna þessa áætlun. Auk þess er mikilvægt að sveitarfélagið sendi bréf til þeirra félagasamtaka sem hafa haft aðstöðu í húsinu með beiðni um að fara í gegn um muni og taka til í sínum fórum þannig að hægt sé að átta sig á umfanginu. Það ætti að gerast strax í byrjun næsta árs.

Niðurlag:
Eins og áður sagði hefur Félags- og menningarmálanefnd notað mikinn tíma og ígrundað málefni Skjólbrekku vel. Nefndarmenn hafa fulla trú á að þetta verkefni geti gengið og orðið til hagsbóta fyrir íbúana.

Mývatnssveit 28. nóvember 2017

 

2. Styrkveitingar – Umsóknir vegna styrkja til lista- og menningarstarfs

Fjórar umsóknir bárust að þessu sinni, tvær voru metnar ekki styrkhæfar. Nefndin leggur til að styrkjum verði úthlutað sem hér segir:

Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn 500.000 kr.

Músík í Mývatnssveit 200.000 kr.

 

Fundi slitið kl. 16:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Nýjustu fréttir

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

Notendur hitaveitu athugiđ.

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020