Gáttaţefur tók á móti góđum gestum í Dimmuborgum

  • Menning
  • 4. desember 2017

Jólasveinarnir í Dimmuborgum léku á als oddi um helgina enda gestkvæmt og veður hið besta. Var myndin tekin á laugardaginn þegar góða gesti bar að í Dimmuborgum og gáttaþefur var í miklu stuði. Jólasveinarir taka á móti gestum alla daga frá kl. 11-13 fram að jólum.

Mikið verður um að vera laugardaginn 9. nóvember. Þann dag ætla jólasveinarnir að gefa sér tíma til að taka á móti gestum, spjalla, syngja, segja sögur, fara í leiki, flokka “óþekktarkartöflur“ og margt fleira skemmtilegt á milli kl 11:00 og 13:00 að vanda.  Sama dag verður markaðsdagur í Jarðböðunum við Mývatn frá kl. 14-18 og má eiga von á því að jólasveinarnir skelli sér í bað. Í Jarðböðunum verður í boði ýmislegt sem tilvalið er að setja í jólapakkann.  

Deildu ţessari frétt