20. fundur

 • Skólanefnd
 • 29. nóvember 2017

20. fundur skólanefndar haldinn að Hlíðavegi 6, 29. nóvember 2017 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir formaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Arnfríður Anna Jónsdóttir varamaður, Fiðrik Jakobsson varamaður, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Garðar Finnsson fulltrúi foreldrafélagsins og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur: Stefnumótun í málaflokkum - 1702025

Lögð fram drög að skólastefnu Skútustaðahrepps 2017-2022.
Í stýrihópi um skólastefnu sitja sveitarstjóri, skólastjóri, leikskólastjóri, formaður skólanefndar og fulltrúar foreldra frá bæði leikskóla og grunnskóla. Í vinnunni hefur m.a. verið haldinn íbúafundur, nemendaþing og farið í skólaheimsóknir í leik- og grunnskóla að Hrafnagili. Drög voru kynnt á síðasta fundi skólanefndar og hafa nú verið lögð fram til almennrar umsagnar, ein umsögn barst, mjög greinargóð.
Sveitarstjóri yfirfór skólastefnuna.
Skólanefnd samþykkir skólastefnuna og þakkar stýrihópnum vel unnin störf.

2. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 – 1709001

Sveitarstjóri fundaði með skólastjórum leik- og grunsnkóla vegna fjárhagsáætlunar 2018. Fjárhagsáætlun fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla lögð fram.

3. Félags stjórnenda leikskóla: Staða barna - 1711022

Ályktun barst frá félagi stjórnenda leikskóla (FSL) um áhyggjur af stöðu barna í leikskólum landsins. Skýrsla OECD sýnir að börn á Íslandi hafa lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári. Jafnframt að rými fyrir hvert barn í leikskólum á Íslandi almennt sé of lítið með tilliti til fjölda barna og dvalartíma. FSL bendir á það að fyrir ungt barn sé það mikið álag að vera í stórum hópi í litlu rými svo langan dag. Þá hafi þróunin verið sú á undanförnum árum að viðvera barna hafi aukist og dvelji þau að jafnaði í leikskóla yfir átta klukkustundir á dag. FSL lýsa áhyggjum sínum af mögulegri röskun barna á geðtengslamyndun, sem geti leitt til kvíða og einbeitingarskorts. Í því samhengi auki há starfsmannavelta á þennan vanda.
Skólanefnd þakkar Félagi stjórnenda leikskóla erindið og góða áminningu.
Hlutfall barna í Skútustaðahreppi sem eru skráð í vistun í 8 klukkustundir eða meira hvern dag er um 60%. Hlutfallið eykst hins vegar upp í 77% þegar skoðaður er vistunartími sem nemur 7,5 klukkustundum. Útreiknað rými fyrir hvert barn í Leikskólanum Yl er innan viðmiðunarmarka - og með samnýtingarmöguleikum á húsnæði grunnskóla eykst það til muna. Heildarfjöldi barna í leikskólanum frá 1. des. n.k. er 31 barn sem skiptist á þrjár deildir sem minnkar að vonum álag á börnin. Þá er leikskólalóðin rúmgóð og mjög gott "opið svæði" í kringum skólabyggingarnar og það gjarnan nýtt til grenndarkennslu.
Skólanefnd beinir því til leikskólastjóra að foreldrum verði sendar upplýsingar um ábendingar í erindi Félags stjórnenda leikskóla, ásamt hvatningu um mikilvægi gæðastunda foreldra og barna.

Garðar Finnsson kom á fundinn.

4. Skútustaðahreppur: Ný persónuverndarlög - 1711021

Áætlað er að ný reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB komi til framkvæmda á Íslandi 2018 á grundvelli skuldbindinga Íslands skv. EES-samningnum. Þá er stefnt að því að ný persónuverndarlög taki gildi á sama tíma, sem munu úfæra tiltekin ákvæði reglugerðarinnar sem bjóða upp á sveigjanleika fyrir aðildarríki á EES-svæðinu.
Farið yfir leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu á persónuverndarreglunum.
Rætt um möguleika á samstarfi við Þingeyjarsveit og Norðurþing um innleiðinguna.

5. Skólaþing sveitarfélaganna 2017 - 1710012

Skólaþing Sambands sveitarfélaga var haldið 6. nóvember síðastliðinn. Skólastjóri grunnskóla, sveitarstjóri og formaður skólanefndar sóttu þingið, sem var mjög áhugavert í alla staði og jákvætt að hitta annað skólafólk. Þingið var tvískipt. Annars vegar var fjallað um aðkomu sveitarfélaga er varða málefni barna á sviði skóla-, félags- og heilbrigðismála. Hins vegar var í víðu samhengi fjallað var um mikilvægi jákvæðrar orðræðu fyrir skólastofnanir og ásókn í kennarastörf. Þá voru áhugaverðar kynningar á námsefni, vörum og þjónustu, sem munu að vonum nýtast okkur.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 7. nóvember 2018

8. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. nóvember 2018

3. fundur

Sveitarstjórn / 24. október 2018

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. október 2018

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 9. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 10. október 2018

6. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 26. september 2018

5. fundur

Umhverfisnefnd / 25. janúar 2016

3. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Nýjustu fréttir

Vetraropnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2018

Núvitund í nóvember

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Mikill áhugi fyrir boccia

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Vel mćtt á opnunarhátíđ Mikleyjar

 • Fréttir
 • 1. nóvember 2018

8. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 31. október 2018