43. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 27. nóvember 2017

43. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 27. nóvember 2017 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson formaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Karl Emil Sveinsson varamaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Bjarni Reykjalín embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Vatnajökulsþjóðgarður: Deiliskipulag í Drekagili - 1708013

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. júní 2017 frá Neyðarlínunni ohf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík þar sem sótt er um heimild sveitarstjórnar Skútustaðahrepps skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að vinna deiliskipulag á kostnað umsækjanda vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Dreka skv. meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu frá Landmótun. Þar sem skipulags- og matslýsing var ófullnægjandi að mati nefndarinnar var afgreiðslu málsins frestað á síðasta fundi hennar 19. júní s.l. Innkomin ný og endurbætt skipulags- og matslýsing 21. ágúst 2017.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna á fundi sínum 28. ágúst s.l. og lagði til við sveitarstjórn að hún yrði samþykkt og jafnframt var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Skipulagsstofnun, Forsætisráðuneytinu, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði.
Á fundi skipulagsnefndar 30. október s.l. frestaði nefndin afgreiðslu á skipulagslýsingunni vegna athugasemda frá Vatnajökulsþjóðgarði og beindi þeim tilmælum til Neyðarlínunnar ohf að haft yrði samráð við Vatnajökulsþjóðgarð, Ferðafélag Akureyrar og aðra rekstraraðila á svæðinu við fyrirhugaða skipulagsgerð. Að mati skipulagsnefndar var talið nauðsynlegt að gert yrði eitt deiliskipulag fyrir allt svæðið en nú er í gildi deiliskipulag sem nær yfir öll núverandi mannvirki í Dreka.
Innkomin endurskoðuð skipulags- og matslýsing dags í nóvember 2017 frá Landmótun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsing svo breyttar, verði samþykktar og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um þær að nýju hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna þær fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.

2. Hlíð, ferðaþjónusta: Tillaga að deiliskipulagi - 1706011

Tekið fyrir að nýju erindi dags 28. maí 2014 frá Önnu Margréti Hauksdóttur, arkitekt, f.h. Gísla Sverrissonar þar sem lögð er fram deiliskipulagslýsing dags í maí 2014 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags ferðaþjónustusvæðis í Hlíð. Lýsingin var lögð fram skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkti lýsinguna þann 5. júní 2014 og var leitað umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um frá og með 2. júlí til og með 23. júlí 2014.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, ÍSAVÍA og Ólafi H. Jónssyni og Bryndísi Jónsdóttur f.h. Reykjahlíðar III.
Innkomin ný tillaga að deiliskipulagi frá AVH dags. 7. nóvember 2016 auk hljóðvistarskýrslu dags í apríl 2016 frá Eflu verkfræðistofu þar sem m.a. hafði verið tekið tillit til athugasemda ISAVIA um að gæta þyrfti að hávaðamörkum vegna nýrra bygginga og aðstöðu í nágrenni við flugvöllinn í samræmi við kröfur skipulagsreglugerðar og reglugerðar um hávaða og taka yrði tillit til hávaða sem af flugumferð stafar m.a. með gerð hljóðspora.
Deiliskipulagið á við um 9,0 ha af svæðinu sem er sunnan og vestan flugvallar. Það afmarkast að norðan af flugvelli og hrauni, að austan af hlíðinni, að sunnan af túnum og að vestan af hrauni. Svæðið er að mestu leyti innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu skv. lögum nr. 97/2004 og reglugerð nr. 665/2012.
Á fundi nefndarinnar 16. janúar s.l. var eftirfarandi fært til bókar:
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi betri grein fyrir umhverfisáhrifum tillögunnar í umhverfisskýrslu og einnig þurfi að setja skýrari ákvæði um yfirbragð bygginga og mannvirkja. Þá telur nefndin að kanna þurfi hvort fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt deiliskipulagstillögunni séu tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar að teknu tilliti til 2. viðauka í ákvæðum til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Nefndin óskar einnig eftir því með vísan í lög og reglugerðir um verndun Mývatns og Laxár að leitað verði umsagnar Umhverfisstofnunar á efni tillögunnar áður en hún verður endanlega tekin fyrir í nefndinni og samhliða gerð deiliskipulagsins verði lög fram áætlun um hvernig framkvæmdaaðili hyggist mæta kröfum 24. gr. fyrrnefndrar reglugerðar um frárennsli.
Innkomin ný endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu dags. 15.06.2017 frá AVH þar sem brugðist hafði verið að nokkru leyti við ofangreindri bókun nefndarinnar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins á fundi sínum 19. júní s.l. og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við skipulagshöfund um markmiðasetningu skipulagsins og framtíðarásýnd svæðisins, í samræmi við umræður á fundinum.
Innkomin ný endurskoðuð gögn frá Aldísi Gísladóttur arkitekt dags. í september með vísan í bókun skipulagsnefndar frá 19. júní 2017.
Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa á fundi sínum 25. september s.l. að efna til almenns kynningarfundar þar sem deiliskipulagstillagan forsendur hennar og umhverfismat yrðu kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún yrði tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Kynningarfundurinn var haldinn á Sel-Hóteli þann 30. október s.l. Á fundinum komu fram tilmæli um að skilgreina sérstaklega aðstöðu fyrir ferðavagna á svæðinu.
Hefur skipulagsráðgjafi, Aldísi Gísladóttur arkitekt, orðið við þeim tilmælum í endurskoðaðri tillögu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýstar og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna auglýsingarinnar eins og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

3. Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. desember 2014 frá Jóhanni Kristjánssyni f.h. landeigenda Voga þar sem sótt er um heimild skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að láta vinna deiliskipulag af sameignarlandi Vogajarðarinnar á kostnað landeiganda skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu,
ÓSKIPT LAND VOGA, SKÚTUSTAÐAHREPPI SKIPULAGSLÝSING V/DEILISKIPULAGS
DESEMBER 2015 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Sveitarstjórn heimilaði umsækjanda þann 15. desember s.l. að láta vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu sem skipulags- og byggingarfulltrúa leitaði umsagnar um hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynnti fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 mælir fyrir um frá og með 7. janúar til og með 28. janúar 2015.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Innkomin eftirtalin ný gögn 10. maí 2017 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum.
- Drög að deiliskipulagi alls upplands Voga, uppdrættir og greinargerð.
- Tillaga að deiliskipulagi Grjótagjár, uppdrættir og greinargerð.
- Tillaga að deiliskipulagi Vogagjár, uppdrættir og greinargerð.
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls, breytingarblöð.
(Tillagan hefur verið auglýst skv. samþykkt sveitarstjórnar frá 1. júní s.l.)
- Tillaga að deiliskipulagi áningarstaðar við Lúdentsborgir.
- Tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna ferðamannaaðstöðu í upplandi Voga.
Lagðar voru fram skipulagstillögur til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd og þess óskað að þær yrðu kynntar í samræmi við ákvæði skipulagslaga og síðan auglýstar í samræmi við 41. gr. laganna.
Drög að heildaruppdrætti eru lögð fram til kynningar en þar kemur fram heildarsamhengi þessara skipulagsáætlana. Þar sem skráning fornleifa í öllu upplandinu hefur ekki verið unnin eru ekki forsendur til þess að leggja heildarskipulagið fram sem deiliskipulagstillögu á þessu stigi. Unnið er að málinu í samráði við Minjastofnun og er stefnt að því að heildaruppdrátturinn verði lagður fram sem deiliskipulagstillaga síðar.
Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi þannig að skilgreindir verði áningarstaðir við Vogagjá og Lúdenstsborgir og að farið verði með breytinguna sem óverulega sbr. breytingu sem gerð var í Vikraborgum í Öskju.
Fulltrúar landeigenda, þær Ólöf Þórhallsdóttir og Þórdís Guðfinna Jónsdóttir, mættu á fund nefndarinnar þann 15. maí s.l. og kynntu tillögu að nýju deiliskipulagi Vogajarðarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu á öðrum liðum tillögunnar til næsta fundar og fól skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi og skipulagsráðgjafi héldu fund með Rúnari Leifssyni minjaverði hjá Minjastofnun 9. maí s.l. þar sem rætt var hvernig best væri að haga minjaskráningu Vogajarðarinnar til þess að hún uppfyllti kröfur Minjastofnunar sem umsagnaraðila að deiliskipulaginu.
Að beiðni skipulags- og byggingarfulltrúa, skv. bókun skipulagsnefndar á síðasta fundi 15. maí s.l., komu á fundinn fulltrúar landeigenda þær Ólöf Hallgrímsdóttir og Sólveig Erla Hinriksdóttir ásamt Árni Ólafsson, arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf og gerðu þau nánar grein fyrir framkomnum skipulagstillögum
Skipulagsnefnd lagði til við sveitarstjórn á fundi sínum 19. júní 2017 að gerð yrði óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 í samræmi við innkomna tillögu eins og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Jafnframt fól nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar þar sem tillögur að heildardeiliskipulagi Vogajarðarinnar og tillögur að deiliskipulagi einstakra svæða ásamt forsendum þeirra og umhverfismati yrðu kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Kynningarfundurinn var haldinn á Sel-Hóteli þann 30. október s.l. Ekki komu fram neinar athugasemdir á fundinum sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að heildardeiliskipulagi Vogajarðarinnar og tillögur að deiliskipulagi einstakra svæða ásamt forsendum þeirra og umhverfismati verði auglýstar. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, í samræmi við deiliskipulagstillögurnar, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og vegna auglýsingar á tillögu að heildardeiliskipulagi Vogajarðarinnar og tillagna að deiliskipulagi einstakra svæða ásamt forsendum þeirra og umhverfismati eins og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

4. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 2. nóvember 2013

19. fundur

Sveitarstjórn / 8. janúar 2020

31. fundur

Skipulagsnefnd / 17. desember 2019

18. fundur

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur