66. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 22. nóvember 2017

66. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 22. nóvember 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum:
1711008: Geiteyjarströnd 4: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
1711009: Umhverfisstofnun: Refasamningur 2017-2019
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum 3 og 4 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 – Fyrri umræða – 1709001

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2018-2021.
Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 13. desember næstkomandi.
Samþykkt samhljóða.

2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Samningur vegna Náttúrustofu Norðausturlands – 1711007

Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 14. nóv. 2017 lagt fram. Þar kemur fram að í árslok 2017 renna út samningar milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga sem í gildi eru um rekstur náttúrustofa, þar á meðal samningur ráðuneytisins við Norðurþing og Skútustaðahrepp vegna Náttúrustofu Norðausturlands. Ráðuneytið leggur til að framlengja gildistíma viðkomandi samnings um eitt ár eða til ársloka 2018. Gert er þá ráð fyrir að gerður verði viðauki við núverandi samninga þar sem eingöngu gildistíma er breytt til fyrrgreinds tíma.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarsamningur Náttúrustofu Norðausturlands verði framlengdur með þeim hætti sem ráðuneytið gerir ráð fyrir, með þeim fyrirvara að fjárframlög af hálfu ríksins verði óskert og verkefnasamningur upp á 10,7 m.kr. vegna fuglavöktunarverkefna sem Náttúrustofa Norðausturlands sinnir, verði tryggður í fjárlögum næsta árs.
Sveitarstjórn tekur jafnframt vel í að árið 2018 verði nýtt til að fara yfir stöðu og verkefni náttúrustofa í ljósi reynslu af starfsemi þeirra og framtíðarsýn. Rétt er að sú vinna taki mið af tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur sem lögð var fram á 145. löggjafarþingi 2015-2016 (þingskjal 1073 - 647. mál).
Sveitarstjórn bendir á að auk rekstrarsamings er í gildi samningur milli umhverfisráðherra og Náttúrustofu Norðausturlands um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, dags. 12. mars 2009. Samningurinn byggir á sérstakri fjárheimild sem ætlað er að efla atvinnu og byggð á svæðinu og gildir svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á er veitt á fjárlögum. Í bréfi ráðuneytisins til náttúrustofa þann 22. september sl. kom fram að umhverfis- og auðlindaráðherra hefði gert tillögu, sem birtist í frumvarpi til fjárlaga 2018, sem felur í sér að þessi tiltekna fjárveiting (nú 10,7 m.kr.) verði felld niður. Skútustaðahreppur mótmælir þessari tillögu harðlega og lítur svo á að ráðherra sé bundinn af þeim samningi sem í gildi er um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á sé ekki felld út að frumkvæði fjárveitingavaldsins. Sveitarstjórn fer því fram á að umhverfis- og auðlindaráðherra virði gildandi verkefnissamning við Náttúrustofu Norðausturlands, leiðrétti sína tillögu og komi því á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 2018.

3. Geiteyjarströnd 4: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald – 1711008

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 15. nóvember s.l. þar sem Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir f.h. Geiteyjarstrandar 4, sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

4. Umhverfisstofnun: Refasamningur 2017-2019 – 1711009

Lagður fram samningur frá Umhverfisstofnun við Skútustaðahrepp vegna endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða 2017-2019. Markmiðið með samningnum er að hafa yfirsýn og fyrirsjáanleika á þeim aðgerðum sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans.

5. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir – 1705024

Lögð fram fundargerð brunavarnanefndar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps dags. 7. nóvember 2017. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 2: Farið yfir gjaldskrá: Sveitarstjórn samþykkir hækkun gjaldskrár um 3%.
Liður 3: Endurnýjun búnaðar - eignasjóður: Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 4: Starfshlutfall slökkviliðsstjóra: Sveitarstjórn samþykkir að málið verði skoðað nánar og sveitarstjóra falið að ræða við Þingeyjarsveit í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

6. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

7. Héraðsnefnd Þingeyinga: Haustfundur fulltrúaráðs 2017 - 1711004

Lögð fram fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. dags. 8. nóvember 2017. Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri sátu fundinn fyrir hönd Skútustaðahrepps.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 5: Fjárhags- og starfsáætlanir 2018. Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

8. Eyþing: Aðalfundur 2017 - 1710015

Lögð fram gögn frá aðalfundi Eyþings.

9. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar frá 21. nóvember 2017 lögð fram.

10. Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi: Fundargerðir - 1702004

Fundargerð frá 6. fundi stýrihóps um Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi þann 23. október 2017 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 7. nóvember 2018

8. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. nóvember 2018

3. fundur

Sveitarstjórn / 24. október 2018

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. október 2018

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 9. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 10. október 2018

6. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 26. september 2018

5. fundur

Umhverfisnefnd / 25. janúar 2016

3. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Nýjustu fréttir

Vetraropnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2018

Núvitund í nóvember

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Mikill áhugi fyrir boccia

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Vel mćtt á opnunarhátíđ Mikleyjar

 • Fréttir
 • 1. nóvember 2018

8. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 31. október 2018