Ađventuhreyfing í Mývatnssveit - Hlaup, ganga, skokk, hjól eđa gönguskíđi!

  • Útivist
  • 9. desember 2017

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps stendur fyrir aðventuhreyfingu aðra helgi í desember, laugardaginn 9. desember 2017. Allir sem hafa áhuga á hreyfingu á einn eða annan er velkomið að taka þátt. Engin tímataka verður heldur fer hver á sínum hraða.

Mæld verður 10 km braut, hún verður 5 km hvora leið en þátttakendur ráða sjálfir vegalengdinni sem þeir fara. Aðventuhlaupið hefst kl. 11.00 og þátttakendur skrá sig á staðnum, því er um að gera að mæta tímanlega. Þátttakendur fá hressingu í lok hlaups og dregnir verða út veglegir vinningar þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna.

Þátttökugjald er gleði og bros. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna sem velur hvaða hreyfingu hún kýs að nota, eins og t.d. ýta kerru, toga snjósleða, hlaupa, ganga, hjóla eða fara á gönguskíði!

Skútustaðahreppur er Heilsueflandi samfélag og því hvetjum við alla til þess að taka þátt.

Deildu ţessari frétt